Innlent

Bílvelta á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar

Þórdís Valsdóttir skrifar
Lögregla og sjúkrabifreið eru á vettvangi.
Lögregla og sjúkrabifreið eru á vettvangi. Vísir/Eyþór
Harður árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar nú fyrir skömmu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu fór betur en á horfðist.

Óhappið varð á gatnamótum og um er að ræða árekstur sem endaði með bílveltu í kjölfarið.

Enginn hefur verið fluttur á sjúkrahús vegna slyssins en samkvæmt slökkviliðinu er verið að meta stöðuna með einn slasaðan einstakling, hvort fara þurfi með viðkomandi til aðhlynningar á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×