Tölvunarfræðingur um Jayden K. Smith: „Þessi texti sem fylgir þessari aðvörun er bara kjaftæði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2017 19:47 Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur, segir að Jayden K. Smith-hrekkurinn sé ekki nýr af nálinni. vísir/pjetur Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur, segir að Jayden K. Smith-hrekkurinn sem gert hefur Facebook-notendum lífið leitt undanfarið sé ekki nýr af nálinni, en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag fær fjöldi fólks á Facebook nú skilaboð þess að það megi alls ekki samþykkja vinabeiðni frá Jayden K. Smith. Smith þessi sé nefnilega hakkari sem geti þannig komist inn á Facebook-reikning viðkomandi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Þetta byrjaði árið 2011 en þá hét viðkomandi ekki Jayden K. Smith heldur Bobby Roberts og 2012 gekk þetta aftur og þá hét maðurinn Tanner Dwyer. Þetta er bara gabb og er eins og keðjubréf, ég veit ekki hvort einhver er bara að fíflast eða hvort það er einhver að gera vísindalega tilraun hvað það er hægt að gabba stóran hluta heimsins,“ sagði Friðrik þegar hann ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði ekkert á bak við þetta og að það væri enginn Jayden K. Smith að senda út vinabeiðnir. „Jafnvel þó að það væri maður með þessu nafni [...] þá gæti ekkert gerst þó að þú myndir samþykkja hann. Það er ekki þannig að það sé hægt að brjótast inn á reikninginn þinn með því að samþykkja vinabeiðni þó að hann sé hakkari. [...] Málið er það að þessi texti sem fylgir þessari aðvörun er bara kjaftæði, það er ekkert hægt að kalla þetta neinu öðru nafni. Það er enginn hakkari og það er enginn að reyna að brjótast inn á reikninginn þinn,“ sagði Friðrik en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Jayden K. Smith gerir fólk á Facebook gráhært Hrekkjalómur leggur undir sig Facebook. 10. júlí 2017 12:06 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur, segir að Jayden K. Smith-hrekkurinn sem gert hefur Facebook-notendum lífið leitt undanfarið sé ekki nýr af nálinni, en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag fær fjöldi fólks á Facebook nú skilaboð þess að það megi alls ekki samþykkja vinabeiðni frá Jayden K. Smith. Smith þessi sé nefnilega hakkari sem geti þannig komist inn á Facebook-reikning viðkomandi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Þetta byrjaði árið 2011 en þá hét viðkomandi ekki Jayden K. Smith heldur Bobby Roberts og 2012 gekk þetta aftur og þá hét maðurinn Tanner Dwyer. Þetta er bara gabb og er eins og keðjubréf, ég veit ekki hvort einhver er bara að fíflast eða hvort það er einhver að gera vísindalega tilraun hvað það er hægt að gabba stóran hluta heimsins,“ sagði Friðrik þegar hann ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði ekkert á bak við þetta og að það væri enginn Jayden K. Smith að senda út vinabeiðnir. „Jafnvel þó að það væri maður með þessu nafni [...] þá gæti ekkert gerst þó að þú myndir samþykkja hann. Það er ekki þannig að það sé hægt að brjótast inn á reikninginn þinn með því að samþykkja vinabeiðni þó að hann sé hakkari. [...] Málið er það að þessi texti sem fylgir þessari aðvörun er bara kjaftæði, það er ekkert hægt að kalla þetta neinu öðru nafni. Það er enginn hakkari og það er enginn að reyna að brjótast inn á reikninginn þinn,“ sagði Friðrik en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Jayden K. Smith gerir fólk á Facebook gráhært Hrekkjalómur leggur undir sig Facebook. 10. júlí 2017 12:06 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Jayden K. Smith gerir fólk á Facebook gráhært Hrekkjalómur leggur undir sig Facebook. 10. júlí 2017 12:06