Sjö dómarar í Hæstarétti í máli sem breytir líklega fyrri dómaframkvæmd skattalagabrota Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2017 07:00 Ekki er algengt að sjö dómarar skipi Hæstarétt og er það oftast í málum sem hafa fordæmisgildi. Hér eru sjö dómarar í réttinum þegar dómur féll vegna neyðarlaganna árið 2011. vísir/gva Í byrjun september mun Hæstiréttur vera fullskipaður þegar sjö dómarar taka sæti í réttinum til að dæma í máli sem snýr að skattalagabrotum manns vegna gjaldáranna 2008 og 2009. Sjaldgæft er að í Hæstarétti sitji sjö dómarar en rétturinn er venjulega fullskipaður þegar talið er að fordæmi verði sett með dómum hans eða þegar fyrra fordæmi er breytt. Það gæti verið tilvikið í þessu máli þar sem álitaefnið svipar til máls Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í í maí síðastliðnum en dómstóllinn taldi íslenska ríkið hafi brotið á þeim þar sem þeim var refsað í tvígang fyrir sama skattalagabrot. Brot mannsins í því máli sem Hæstiréttur mun taka fyrir í spetember sneru að því að hann hefði ekki talið fram fjármagnstekjur að upphæð rúmlega 87 milljónir króna vegna tekjuáranna 2007 og 2008. Greiddi hann allt sem á hann hafði verið lagt auk 25 prósent álags áður en málið kom til kasta dómstóla.Samkvæmt dómi Mannréttindadómstólsins braut íslenska ríkið á þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni þegar þeim var refsað tvisvar fyrir sama brotið. Fréttablaðið/GVATafðist þar sem beðið var eftir niðurstöðu í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva Ákæra var gefin út árið 2012 en maðurinn var ekki dæmdur til refsingar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr en í mars fyrra. Hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm auk þess sem hann var dæmdur til að greiða 13,8 milljónir króna í sekt í ríkissjóð. „Hann var búinn að borga allt með álaginu og öllu saman. Það hefur verið viðurkennt í framkvæmd að álag sem beitt er ofan á skattstofna í slíkum málum er refsing í skilningi refsiréttarins en í þessum málum hafa menn verið dæmdir og eru þá bæði dæmdir til fangelsisrefsingar og sektargreiðslu,“ segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi mannsins. Hann segir málið hafa beðið gríðarlega lengi í dómskerfinu því menn áttu svo lengi von á dóminum í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva. „Þetta var búið að bíða lengi þar til að dómstólarnir misstu þolinmæðina og þá var dæmt og sakfellt í málinu með sama hætti og gert hafði verið í dómaframkvæmd Hæstaréttar um árabil,“ segir Ragnar. Flytja átti málið fyrir Hæstarétti fyrr á árinu og áttu þá þrír dómarar að skipa réttinn en Mannréttindadómstóllinn hafði þá ekki kveðið upp dóm sinn í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva. Ragnar segir að fimm mínútum áður en að málflutningurinn átti að hefjast hafi hins vegar aðstoðarmaður dómara komið og tilkynnt honum og sækjanda að málið myndi frestast þar sem skipa átti fimm dómara í réttinn.Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi mannsins.vísir/heiðaFramtíðarmúsík hvaða áhrif dómurinn mun hafa „Ég hafði á tilfinningunni að menn teldu að nú væri dómurinn að koma í máli Jóns Ásgeirs og það væri ástæðan fyrir þessu. Síðan kemur tilkynning til okkar um það að þetta mál sé sett á dagskrá núna í september og þá verði sjö dómarar. Þá kemur í ljós hvort Hæstiréttur mun víkja eitthvað frá fyrri dómaframkvæmd eða hvað,“ segir Ragnar. Eins og áður segir er sjalfgæft að sjö dómarar skipi Hæstarétt en að sögn Ragnars er aðeins um eitt mál á ári flutt fyrir fullskipuðum rétti. Eitt árið varð þó undantekningin á þessari reglu þegar 12 mál voru flutt fyrir sjö hæstaréttardómurum en það var þegar fjöldi hrunmála kom til kasta réttarins og miklir fjárhagslegir hagsmunir voru undir. Ragnar segir það framtíðarmúsík hvaða áhrif dómurinn í máli hans skjólstæðings muni hafa; það verði að koma í ljós hvernig rétturinn meti dóm Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva. Hann bendir hins vegar á að þegar sambærileg staða kom upp í Svíþjóð fyrir nokkrum árum hafi Hæstiréttur Svíþjóðar endurupptekið eitt mál sem áður hafði verið dæmt í. Það leiddi til þess að farið var í uppgjör á fjölda dæmdra mála þar sem menn höfðu mátt sæta tvöfaldri refsingu fyrir skattalagabrot. Tengdar fréttir Segir dóminn yfir Jóni Ásgeiri og Tryggva fordæmisgefandi "Það er þannig að samkvæmt þessum dómi þá hefur Jóni Ásgeiri og Tryggva verið refsað tvisvar sinnum fyrir sama atvikið,“ segir Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 18. maí 2017 14:30 Íslenska ríkið braut gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt í máli þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem sneri að málarekstri fyrir íslenskum dómstólum tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 18. maí 2017 08:47 Jón Ásgeir opnar nýjan vef þar sem hann bregst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið.“ 18. maí 2017 13:31 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Sjá meira
Í byrjun september mun Hæstiréttur vera fullskipaður þegar sjö dómarar taka sæti í réttinum til að dæma í máli sem snýr að skattalagabrotum manns vegna gjaldáranna 2008 og 2009. Sjaldgæft er að í Hæstarétti sitji sjö dómarar en rétturinn er venjulega fullskipaður þegar talið er að fordæmi verði sett með dómum hans eða þegar fyrra fordæmi er breytt. Það gæti verið tilvikið í þessu máli þar sem álitaefnið svipar til máls Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í í maí síðastliðnum en dómstóllinn taldi íslenska ríkið hafi brotið á þeim þar sem þeim var refsað í tvígang fyrir sama skattalagabrot. Brot mannsins í því máli sem Hæstiréttur mun taka fyrir í spetember sneru að því að hann hefði ekki talið fram fjármagnstekjur að upphæð rúmlega 87 milljónir króna vegna tekjuáranna 2007 og 2008. Greiddi hann allt sem á hann hafði verið lagt auk 25 prósent álags áður en málið kom til kasta dómstóla.Samkvæmt dómi Mannréttindadómstólsins braut íslenska ríkið á þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni þegar þeim var refsað tvisvar fyrir sama brotið. Fréttablaðið/GVATafðist þar sem beðið var eftir niðurstöðu í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva Ákæra var gefin út árið 2012 en maðurinn var ekki dæmdur til refsingar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr en í mars fyrra. Hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm auk þess sem hann var dæmdur til að greiða 13,8 milljónir króna í sekt í ríkissjóð. „Hann var búinn að borga allt með álaginu og öllu saman. Það hefur verið viðurkennt í framkvæmd að álag sem beitt er ofan á skattstofna í slíkum málum er refsing í skilningi refsiréttarins en í þessum málum hafa menn verið dæmdir og eru þá bæði dæmdir til fangelsisrefsingar og sektargreiðslu,“ segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi mannsins. Hann segir málið hafa beðið gríðarlega lengi í dómskerfinu því menn áttu svo lengi von á dóminum í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva. „Þetta var búið að bíða lengi þar til að dómstólarnir misstu þolinmæðina og þá var dæmt og sakfellt í málinu með sama hætti og gert hafði verið í dómaframkvæmd Hæstaréttar um árabil,“ segir Ragnar. Flytja átti málið fyrir Hæstarétti fyrr á árinu og áttu þá þrír dómarar að skipa réttinn en Mannréttindadómstóllinn hafði þá ekki kveðið upp dóm sinn í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva. Ragnar segir að fimm mínútum áður en að málflutningurinn átti að hefjast hafi hins vegar aðstoðarmaður dómara komið og tilkynnt honum og sækjanda að málið myndi frestast þar sem skipa átti fimm dómara í réttinn.Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi mannsins.vísir/heiðaFramtíðarmúsík hvaða áhrif dómurinn mun hafa „Ég hafði á tilfinningunni að menn teldu að nú væri dómurinn að koma í máli Jóns Ásgeirs og það væri ástæðan fyrir þessu. Síðan kemur tilkynning til okkar um það að þetta mál sé sett á dagskrá núna í september og þá verði sjö dómarar. Þá kemur í ljós hvort Hæstiréttur mun víkja eitthvað frá fyrri dómaframkvæmd eða hvað,“ segir Ragnar. Eins og áður segir er sjalfgæft að sjö dómarar skipi Hæstarétt en að sögn Ragnars er aðeins um eitt mál á ári flutt fyrir fullskipuðum rétti. Eitt árið varð þó undantekningin á þessari reglu þegar 12 mál voru flutt fyrir sjö hæstaréttardómurum en það var þegar fjöldi hrunmála kom til kasta réttarins og miklir fjárhagslegir hagsmunir voru undir. Ragnar segir það framtíðarmúsík hvaða áhrif dómurinn í máli hans skjólstæðings muni hafa; það verði að koma í ljós hvernig rétturinn meti dóm Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva. Hann bendir hins vegar á að þegar sambærileg staða kom upp í Svíþjóð fyrir nokkrum árum hafi Hæstiréttur Svíþjóðar endurupptekið eitt mál sem áður hafði verið dæmt í. Það leiddi til þess að farið var í uppgjör á fjölda dæmdra mála þar sem menn höfðu mátt sæta tvöfaldri refsingu fyrir skattalagabrot.
Tengdar fréttir Segir dóminn yfir Jóni Ásgeiri og Tryggva fordæmisgefandi "Það er þannig að samkvæmt þessum dómi þá hefur Jóni Ásgeiri og Tryggva verið refsað tvisvar sinnum fyrir sama atvikið,“ segir Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 18. maí 2017 14:30 Íslenska ríkið braut gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt í máli þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem sneri að málarekstri fyrir íslenskum dómstólum tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 18. maí 2017 08:47 Jón Ásgeir opnar nýjan vef þar sem hann bregst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið.“ 18. maí 2017 13:31 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Sjá meira
Segir dóminn yfir Jóni Ásgeiri og Tryggva fordæmisgefandi "Það er þannig að samkvæmt þessum dómi þá hefur Jóni Ásgeiri og Tryggva verið refsað tvisvar sinnum fyrir sama atvikið,“ segir Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 18. maí 2017 14:30
Íslenska ríkið braut gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt í máli þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem sneri að málarekstri fyrir íslenskum dómstólum tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 18. maí 2017 08:47
Jón Ásgeir opnar nýjan vef þar sem hann bregst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið.“ 18. maí 2017 13:31