Takast á við landslag og tákn á sinn hátt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2017 09:45 Einar Garibaldi við eina af fjórtán myndum í seríunni Reykjavík. Vísir/Hanna Þeir Einar Garibaldi og Kristján Steingrímur sem sameinast um sýninguna Staðsetningar í Gerðarsafni eru báðir trúir málverkinu. En eins og sýngarstjóri þeirra, Jón Proppé, bendir á eru aðferðir þeirra sérstakar. Því segir hann sýninguna verða í tveimur hlutum. „Sú sem við opnum núna er elegant en svo lokum við henni, breytum öllu og sýnum eldri verk og skyssur, förum nær vinnuferlinu og aðferðunum.“ Verk Kristjáns Steingríms eru úr jarðefnum sem hann tekur á ákveðnum stöðum. „Ég bý til litaduft úr jarðefnunum, set í þau línoleum og svo mála ég. Þannig vísa ég í upprunastað efnisins og sögu,“ segir hann og bendir til dæmis á seríu á gafli salarins. „Þessar myndir eru úr almenningsgörðum, flestum erlendis en ein úr Lystigarðinum á Akureyri þar sem ég ólst eiginlega upp því pabbi var garðyrkjustjóri á Akureyri.“Smáagnir og jarðefni úr garði í París er uppistaða þessa verks sem Kristján Steingrímur stillir sér upp við.Eitt ljóst málverk minnir á suðræna strönd en er frá Bleikjuholti á Ströndum. Annað dumbrautt, úr Seyðishólum. Stórt verk, málað 2004, nefnist Undir vatni. Í því eru jarðefni frá Sauðárgígum sem nú eru komnir undir Hálslón, minnisvarði um farið land. Kristján Steingrímur tekur einnig agnir úr umhverfinu sem eru nánast ósýnilegar þar til hann setur þær í víðsjá og málar þær. „Þannig upphef ég þær og bý til sýnilegan heim,“ útskýrir hann og bendir á þriggja mynda seríu. Líka stórt verk, gert úr ögnum úr garði í París. Kristján Steingrímur og Einar Garibaldi með Jón Proppé sýningarstjóra á milli sín. Vísir/HannaÍ salnum sem Einar Garibaldi hefur til umráða sýnir hann eitt verk, Höfuðborg. Það er í 14 hlutum. Annars vegar búið til úr þekktum texta, pönkhljómsveitarinnar Vonbrigði, Ó Reykjavík, ó Reykjavík… og hins vegar korti, ætluðu til að vísa ferðamönnum á áhugaverða staði í borginni. Þar eru myndir af myndum, hver ofan í annari. Af hverju? „Kannski tengist það upplýsingaflæði samtímans sem hefur gert það að verkum að við erum hætt að sjá raunveruleikann fyrir þeim myndum sem búnar eru til af honum – týnd inni í korti og göngum þar milli tákna til að reyna að sjá hið upprunalega?“ svarar hann. Segir verkið Höfuðborg vera spurningarmerki frekar en yfirlýsingu. „Málverkið er í mínum huga leið til að reyna að skilja raunveruleikann, að átta mig á þeim römmum sem stjórna sýn okkar á heiminn og þar með annmörkum tilverunnar.“ Menning Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
Þeir Einar Garibaldi og Kristján Steingrímur sem sameinast um sýninguna Staðsetningar í Gerðarsafni eru báðir trúir málverkinu. En eins og sýngarstjóri þeirra, Jón Proppé, bendir á eru aðferðir þeirra sérstakar. Því segir hann sýninguna verða í tveimur hlutum. „Sú sem við opnum núna er elegant en svo lokum við henni, breytum öllu og sýnum eldri verk og skyssur, förum nær vinnuferlinu og aðferðunum.“ Verk Kristjáns Steingríms eru úr jarðefnum sem hann tekur á ákveðnum stöðum. „Ég bý til litaduft úr jarðefnunum, set í þau línoleum og svo mála ég. Þannig vísa ég í upprunastað efnisins og sögu,“ segir hann og bendir til dæmis á seríu á gafli salarins. „Þessar myndir eru úr almenningsgörðum, flestum erlendis en ein úr Lystigarðinum á Akureyri þar sem ég ólst eiginlega upp því pabbi var garðyrkjustjóri á Akureyri.“Smáagnir og jarðefni úr garði í París er uppistaða þessa verks sem Kristján Steingrímur stillir sér upp við.Eitt ljóst málverk minnir á suðræna strönd en er frá Bleikjuholti á Ströndum. Annað dumbrautt, úr Seyðishólum. Stórt verk, málað 2004, nefnist Undir vatni. Í því eru jarðefni frá Sauðárgígum sem nú eru komnir undir Hálslón, minnisvarði um farið land. Kristján Steingrímur tekur einnig agnir úr umhverfinu sem eru nánast ósýnilegar þar til hann setur þær í víðsjá og málar þær. „Þannig upphef ég þær og bý til sýnilegan heim,“ útskýrir hann og bendir á þriggja mynda seríu. Líka stórt verk, gert úr ögnum úr garði í París. Kristján Steingrímur og Einar Garibaldi með Jón Proppé sýningarstjóra á milli sín. Vísir/HannaÍ salnum sem Einar Garibaldi hefur til umráða sýnir hann eitt verk, Höfuðborg. Það er í 14 hlutum. Annars vegar búið til úr þekktum texta, pönkhljómsveitarinnar Vonbrigði, Ó Reykjavík, ó Reykjavík… og hins vegar korti, ætluðu til að vísa ferðamönnum á áhugaverða staði í borginni. Þar eru myndir af myndum, hver ofan í annari. Af hverju? „Kannski tengist það upplýsingaflæði samtímans sem hefur gert það að verkum að við erum hætt að sjá raunveruleikann fyrir þeim myndum sem búnar eru til af honum – týnd inni í korti og göngum þar milli tákna til að reyna að sjá hið upprunalega?“ svarar hann. Segir verkið Höfuðborg vera spurningarmerki frekar en yfirlýsingu. „Málverkið er í mínum huga leið til að reyna að skilja raunveruleikann, að átta mig á þeim römmum sem stjórna sýn okkar á heiminn og þar með annmörkum tilverunnar.“
Menning Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira