Takast á við landslag og tákn á sinn hátt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2017 09:45 Einar Garibaldi við eina af fjórtán myndum í seríunni Reykjavík. Vísir/Hanna Þeir Einar Garibaldi og Kristján Steingrímur sem sameinast um sýninguna Staðsetningar í Gerðarsafni eru báðir trúir málverkinu. En eins og sýngarstjóri þeirra, Jón Proppé, bendir á eru aðferðir þeirra sérstakar. Því segir hann sýninguna verða í tveimur hlutum. „Sú sem við opnum núna er elegant en svo lokum við henni, breytum öllu og sýnum eldri verk og skyssur, förum nær vinnuferlinu og aðferðunum.“ Verk Kristjáns Steingríms eru úr jarðefnum sem hann tekur á ákveðnum stöðum. „Ég bý til litaduft úr jarðefnunum, set í þau línoleum og svo mála ég. Þannig vísa ég í upprunastað efnisins og sögu,“ segir hann og bendir til dæmis á seríu á gafli salarins. „Þessar myndir eru úr almenningsgörðum, flestum erlendis en ein úr Lystigarðinum á Akureyri þar sem ég ólst eiginlega upp því pabbi var garðyrkjustjóri á Akureyri.“Smáagnir og jarðefni úr garði í París er uppistaða þessa verks sem Kristján Steingrímur stillir sér upp við.Eitt ljóst málverk minnir á suðræna strönd en er frá Bleikjuholti á Ströndum. Annað dumbrautt, úr Seyðishólum. Stórt verk, málað 2004, nefnist Undir vatni. Í því eru jarðefni frá Sauðárgígum sem nú eru komnir undir Hálslón, minnisvarði um farið land. Kristján Steingrímur tekur einnig agnir úr umhverfinu sem eru nánast ósýnilegar þar til hann setur þær í víðsjá og málar þær. „Þannig upphef ég þær og bý til sýnilegan heim,“ útskýrir hann og bendir á þriggja mynda seríu. Líka stórt verk, gert úr ögnum úr garði í París. Kristján Steingrímur og Einar Garibaldi með Jón Proppé sýningarstjóra á milli sín. Vísir/HannaÍ salnum sem Einar Garibaldi hefur til umráða sýnir hann eitt verk, Höfuðborg. Það er í 14 hlutum. Annars vegar búið til úr þekktum texta, pönkhljómsveitarinnar Vonbrigði, Ó Reykjavík, ó Reykjavík… og hins vegar korti, ætluðu til að vísa ferðamönnum á áhugaverða staði í borginni. Þar eru myndir af myndum, hver ofan í annari. Af hverju? „Kannski tengist það upplýsingaflæði samtímans sem hefur gert það að verkum að við erum hætt að sjá raunveruleikann fyrir þeim myndum sem búnar eru til af honum – týnd inni í korti og göngum þar milli tákna til að reyna að sjá hið upprunalega?“ svarar hann. Segir verkið Höfuðborg vera spurningarmerki frekar en yfirlýsingu. „Málverkið er í mínum huga leið til að reyna að skilja raunveruleikann, að átta mig á þeim römmum sem stjórna sýn okkar á heiminn og þar með annmörkum tilverunnar.“ Menning Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Þeir Einar Garibaldi og Kristján Steingrímur sem sameinast um sýninguna Staðsetningar í Gerðarsafni eru báðir trúir málverkinu. En eins og sýngarstjóri þeirra, Jón Proppé, bendir á eru aðferðir þeirra sérstakar. Því segir hann sýninguna verða í tveimur hlutum. „Sú sem við opnum núna er elegant en svo lokum við henni, breytum öllu og sýnum eldri verk og skyssur, förum nær vinnuferlinu og aðferðunum.“ Verk Kristjáns Steingríms eru úr jarðefnum sem hann tekur á ákveðnum stöðum. „Ég bý til litaduft úr jarðefnunum, set í þau línoleum og svo mála ég. Þannig vísa ég í upprunastað efnisins og sögu,“ segir hann og bendir til dæmis á seríu á gafli salarins. „Þessar myndir eru úr almenningsgörðum, flestum erlendis en ein úr Lystigarðinum á Akureyri þar sem ég ólst eiginlega upp því pabbi var garðyrkjustjóri á Akureyri.“Smáagnir og jarðefni úr garði í París er uppistaða þessa verks sem Kristján Steingrímur stillir sér upp við.Eitt ljóst málverk minnir á suðræna strönd en er frá Bleikjuholti á Ströndum. Annað dumbrautt, úr Seyðishólum. Stórt verk, málað 2004, nefnist Undir vatni. Í því eru jarðefni frá Sauðárgígum sem nú eru komnir undir Hálslón, minnisvarði um farið land. Kristján Steingrímur tekur einnig agnir úr umhverfinu sem eru nánast ósýnilegar þar til hann setur þær í víðsjá og málar þær. „Þannig upphef ég þær og bý til sýnilegan heim,“ útskýrir hann og bendir á þriggja mynda seríu. Líka stórt verk, gert úr ögnum úr garði í París. Kristján Steingrímur og Einar Garibaldi með Jón Proppé sýningarstjóra á milli sín. Vísir/HannaÍ salnum sem Einar Garibaldi hefur til umráða sýnir hann eitt verk, Höfuðborg. Það er í 14 hlutum. Annars vegar búið til úr þekktum texta, pönkhljómsveitarinnar Vonbrigði, Ó Reykjavík, ó Reykjavík… og hins vegar korti, ætluðu til að vísa ferðamönnum á áhugaverða staði í borginni. Þar eru myndir af myndum, hver ofan í annari. Af hverju? „Kannski tengist það upplýsingaflæði samtímans sem hefur gert það að verkum að við erum hætt að sjá raunveruleikann fyrir þeim myndum sem búnar eru til af honum – týnd inni í korti og göngum þar milli tákna til að reyna að sjá hið upprunalega?“ svarar hann. Segir verkið Höfuðborg vera spurningarmerki frekar en yfirlýsingu. „Málverkið er í mínum huga leið til að reyna að skilja raunveruleikann, að átta mig á þeim römmum sem stjórna sýn okkar á heiminn og þar með annmörkum tilverunnar.“
Menning Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög