Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. mars 2017 06:00 Hjónin séra Karen Lind Ólafsdóttir í Hjallakirkju og séra Páll Ágúst Ólafsson á Staðastað á heimili sínu í Borgarnesi. vísir/egill Páll Ágúst Ólafsson, sóknarprestur á Staðastað á Snæfellsnesi, sakar þjóðkirkjuna um óbilgirni gagnvart fjölskyldu sinni varðandi íbúðarhúsið á prestssetursjörðinni. Páll Ágúst sigraði í prestskosningu 2013. Hann og kona hans, séra Karen Lind Ólafsdóttir, tóku þó ekki við íbúðarhúsinu á Staðastað fyrr en síðsumars 2014. „Það var sagt við mig að þetta hús væri fyrsta flokks og í toppstandi,“ segir hann. Annað hafi þó fljótlega komið á daginn. Silfurskottur hafi verið á kreiki og brúnar doppur birst víða um húsið. Upp úr áramótum hafi verið komið mjög þungt loft í húsið og þau prestshjónin hafi stöðugt verið að þrífa og lofta út. Asmi sonar þeirra, sem hafi verið þriggja mánaða er hjónin fluttu með þrjú börn sín á Staðastað, hafi ágerst og hann orðið stöðugt óværari.Sonurinn eins og andsetinn „Hann var bara alla daga eins og hann væri andsetinn, blessaður strákurinn. Við þurftum að vera með hann stöðugt í fanginu og hann kastaði sér til,“ rifjar Páll Ágúst upp stöðuna á árinu 2015. Eftir að hafa gengið milli lækna og prófað ýmis lyf hafi drengurinn verið lagður inn á barnaspítalann undir vor 2015. Þrátt fyrir ítarlegar skoðanir hafi ekkert fundist fyrir utan asmann. „Læknarnir á spítalanum spurðu hvort við værum viss um að það væri í lagi með húsið sem við bjuggum í. Við fórum þá að átta okkur betur og betur á að það væri eitthvað að húsinu,“ segir Páll Ágúst. Hann segist þá hafa greint Kirkjumálasjóði frá að eitthvað hlyti að vera athugavert við húsið. „Ég skrifaði kirkjunni bréf og sagði að það væri að myndast óeðlileg mygla sem við hefðum ekki undan að þrífa í burtu og að eitthvað yrði að gera. Þessu var ekki svarað.“Sóknarpresturinn segir Staðastað dásamlegan stað en ekki komi til greina að flytja þangað inn aftur án þess að sannað sé að komist hafi verið fyrir myglu í íbúðarhúsinu.vísir/egillÞúsundfætla gerir útslagið Vísbendingarnar undu upp á sig. „Um haustið finn ég þúsundfætlu á einu baðherbergisgólfinu og þá rann upp fyrir mér að eitthvað mjög mikið væri að því að þúsundfætlur lifa ekki nema þar sem er gríðarlega mikill raki í timbri,“ segir Páll Ágúst sem sendi ljósmynd af dýrinu til höfuðstöðva þjóðkirkjunnar fyrir sunnan. „Það var eins og þeir vöknuðu þá og þeir mættu tveimur vikum síðar með eftirlitsmann frá verkfræðistofunni Verkís. Hann kom með mygluprufumæli og rakamæli sem sagði að það væri allt að hundrað prósent raki á neðstu hæðinni. Mér skilst að eðlilegur raki í húsnæði eigi að vera tíu til þrjátíu prósent. Þú ert bara með sundlaug undir þér,“ sagði eftirlitsmaðurinn við mig,“ rekur presturinn.Húsið úrskurðað óíbúðarhæft Á þessum tímapunkti kvaddi Páll Ágúst heilbrigðiseftirlitið á staðinn. „Það fyrsta sem maðurinn sagði við mig var að fúkkalyktin í húsinu væri viðbjóður. Þið þurfið að koma ykkur héðan út strax, sagði hann við mig,“ segir presturinn. Nokkrum dögum síðar hafi verið komin skýrsla frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands þar sem sagði að húsnæðið væri heilsuspillandi og óíbúðarhæft. Páll Ágúst segir Karen Lind hafa gengið með fjórða barn þeirra hjóna er þarna var komið sögu í október 2015 og hafi átt að eiga eftir tvo mánuði. Þau hafi flutt út og komið sér fyrir í Borgarnesi. Um leið og þau hafi flutt hafi syninum skánað stórlega þótt hann glími enn við gríðarlega mikinn asma. „Við ætluðum ekki að vera með börn í húsnæði sem heilbrigðiseftirlitið segir að sé óíbúðarhæft og heilsuspillandi, hvað sem líður búsetuskyldunni,“ segir Páll Ágúst en sóknarprestsembættinu á Staðastað fylgir sú skylda að búa á staðnum. Páll Ágúst kveðst hafa tilkynnt flutninginn til biskups og Kirkjumálasjóðs og óskað eftir viðræðum um framhaldið. „Þá var mér einfaldlega tilkynnt að ég hefði aldrei átt að hafa flutt þarna út og að það væru iðnaðarmenn á leiðinni. Þeir voru síðan að störfum í meira en hálft ár og kláruðu í raun ekki fyrr en síðasta sumar,“ segir hann. Þannig segir Páll Ágúst að kirkjan neiti að viðurkenna mat heilbrigðiseftirlitsins. Í bréfi frá Biskupsstofu til prestsins frá í febrúar 2016 segir að það sé mat Biskupsstofu og ráðgjafa Verkís hf. að prestsfjölskyldan hafi ekki þurft að flytja út á meðan á viðgerðunum stóð. Þetta segir hann öldungis fráleitt mat. „Það er það sem mér þykir verst í málinu, að kirkjan þykist vita betur heldur en heilbrigðiseftirlitið.“Svartir veggir blöstu við þegar hreinsað hafði verið af þeim, segir séra Páll Ágúst Ólafsson.Mynd/Páll Ágúst ÓlafssonEngin svör um endurbætur gefin Tíu tonn af steypu voru að sögn Páls Ágústs brotin upp í kjallaranum. „Og allt þetta ryk og viðbjóður fór út um allt hús. Þessi tíu tonn af steypu voru geymd úti í bílskúr með restinni af búslóðinni minni. Þetta þýðir að útilegudótið og fullt af barnadóti sem við hjónin eigum er ónýtt,“ segir hann. Kirkjan vildi að prestsfjölskyldan flytti að nýju á Staðastað í lok mars í fyrra en hjónin drógu í efa að með viðgerðunum hafi í raun verið komist fyrir vandann sem hafi verið mikil mygla. Þau hafi sýnt sérfræðingum frá verkfræðistofunni Eflu myndir af svörtum veggjum í húsinu. Bæði þau sjálf og Efla hafi sent kirkjunni spurningalista varðandi endurbæturnar. „Kirkjan neitar að svara hverjir unnu verkið og hvernig var staðið að því. Og okkur er neitað um að taka prufur á eigin kostnað til að sannreyna að þarna sé allt í góðu lagi,“ segir Páll Ágúst sem kveðst á endanum hafa sest niður með Agnesi Sigurðardóttur biskupi í október síðastliðnum. „Ég sýndi henni myndirnar af veggjunum. Þá sá hún svart á hvítu að þarna virtist maðkur í mysunni og ákvað að aflétta búsetuskyldu af staðnum,“ segir Páll Ágúst sem enn á óuppgerð mál við þjóðkirkjuna sem neiti að greiða honum sanngjarnar bætur. Því sé enn haldið fram að hann hafi aldrei þurft að flytja út, jafnvel þótt biskupsritari hafi sagt í fjölmiðlum í desember að ekki væri hafið yfir vafa að húsið væri í lagi.Vilja að presturinn skili þá jörðinni „Það er í mínum huga fullnaðarviðurkenning á því að húsið hafi ekki verið í lagi þegar við tókum við því upphaflega, hafi ekki verið í lagi á meðan við vorum þar og sé ekki enn þá í lagi þrátt fyrir tugmilljóna króna framkvæmdir,“ segir Páll Ágúst. Ekkert samkomulag er í augsýn. Á fundi Kirkjuráðs nú í febrúar var rætt um að presturinn skilaði jörðinni. Þá var lagt fram bréf lögmanns sóknarprestsins. „Presturinn vill bætur vegna þess að það urðu tafir á afhendingu út af þessari myglu. Þar af leiðandi hafi hann haft kostnað af því að búa annars staðar á meðan, þetta er bara mál sem þarf að leysa,“ svarar Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, aðspurður um hvað sé á seyði á Staðastað. „Hann var leystur undan því að búa á prestssetrinu og þar af leiðandi opnast það mál gagnvart Kirkjumálasjóði hvort hann situr jörðina áfram og hafi af henni arð,“ bætir hann við.Hlunnindi renni til hjálparstarfs Páll Ágúst kveðst ósáttur við að Oddur hafi sagt í útvarpsviðtali fyrir ellefu dögum að það væru prestshjónin sem ekki vildu semja við kirkjuna og hefðu hafnað samningafundum. Þetta sé rangt. Þau hafi þó fengið gagntilboð. „En forsendan í því tilboði var sú í fyrsta lagi að það hafi aldrei verið neitt að húsinu og í öðru lagi að við hefðum ekki þurft að flytja út. Og í þriðja lagi að afnám búsetuskyldu tengist ekkert ástandi hússins í dag,“ upplýsir Páll Ágúst. Að auki hafi verið boðnar bætur sem varla dygðu til að borga kostnað vegna breytinga á búsetu. Sjálfur hafi hann nú hins vegar boðið kirkjunni að halda eftir hugsanlegum greiðslum vegna jarðahlunninda og ráðstafa til Hjálparstarfs kirkjunnar og Barnaþorpa SOS.Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 2015.Ekki að féfletta kirkjuna „Fólkið trúir kirkjunni og heldur að við höfum verið að reyna að flýja í burtu af því að við nennum ekki að hanga þarna. Þannig er myndin máluð gagnvart fólkinu fyrir vestan. En ég er ekki að reyna að féfletta kirkjuna eins og margir reyna að láta líta út fyrir,“ segir Páll Ágúst. Málið snúist um endurgreiðslu á kostnaði en fyrst og fremst það að þau fái að vita hvað var um að vera í húsinu á Staðastað. Greina þurfi hvaða tegundir af sveppum hafi komið upp svo hægt sé að skoða fjölskylduna með tilliti til þess. „Ég veit bara hreint ekki hvaða hagsmuni er þarna verið að verja því það er algjörlega á hreinu að þarna er ekki verið að gæta að hag barnanna minna,“ segir presturinn. Læknar telji allt benda til að heilsuleysi sonar hans og kvilla fjölskyldunnar sé hægt að rekja til myglunnar. Vottorð séu til um það.Leikrit kirkjunnar bitnar á syninum „Það vorum við Karen sem bjuggum í þessu húsi, það vorum við sem þurftum að horfa upp á strákinn okkar þjást, það vorum við sem þurftum að gefa honum sljóvgandi og svæfandi lyf á hverjum einasta degi og asmapúst til þess að koma honum í gegn um dagana,“ segir Páll Ágúst og kallar eftir því að kirkjan axli ábyrgð. „Í mínum huga er stærsta málið það að kirkjan vilji ekki viðurkenna mat heilbrigðiseftirlitsins og noti verkfræðistofu til að skýla kirkjunni í því leikriti, sem er þyngra en tárum tekur því það er í raun strákurinn minn sem það bitnar á. En mikilvægast er að ljúka málinu á farsælan hátt svo að skapa megi sátt um þjónustu kirkjunnar í prestakallinu.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Sjá meira
Páll Ágúst Ólafsson, sóknarprestur á Staðastað á Snæfellsnesi, sakar þjóðkirkjuna um óbilgirni gagnvart fjölskyldu sinni varðandi íbúðarhúsið á prestssetursjörðinni. Páll Ágúst sigraði í prestskosningu 2013. Hann og kona hans, séra Karen Lind Ólafsdóttir, tóku þó ekki við íbúðarhúsinu á Staðastað fyrr en síðsumars 2014. „Það var sagt við mig að þetta hús væri fyrsta flokks og í toppstandi,“ segir hann. Annað hafi þó fljótlega komið á daginn. Silfurskottur hafi verið á kreiki og brúnar doppur birst víða um húsið. Upp úr áramótum hafi verið komið mjög þungt loft í húsið og þau prestshjónin hafi stöðugt verið að þrífa og lofta út. Asmi sonar þeirra, sem hafi verið þriggja mánaða er hjónin fluttu með þrjú börn sín á Staðastað, hafi ágerst og hann orðið stöðugt óværari.Sonurinn eins og andsetinn „Hann var bara alla daga eins og hann væri andsetinn, blessaður strákurinn. Við þurftum að vera með hann stöðugt í fanginu og hann kastaði sér til,“ rifjar Páll Ágúst upp stöðuna á árinu 2015. Eftir að hafa gengið milli lækna og prófað ýmis lyf hafi drengurinn verið lagður inn á barnaspítalann undir vor 2015. Þrátt fyrir ítarlegar skoðanir hafi ekkert fundist fyrir utan asmann. „Læknarnir á spítalanum spurðu hvort við værum viss um að það væri í lagi með húsið sem við bjuggum í. Við fórum þá að átta okkur betur og betur á að það væri eitthvað að húsinu,“ segir Páll Ágúst. Hann segist þá hafa greint Kirkjumálasjóði frá að eitthvað hlyti að vera athugavert við húsið. „Ég skrifaði kirkjunni bréf og sagði að það væri að myndast óeðlileg mygla sem við hefðum ekki undan að þrífa í burtu og að eitthvað yrði að gera. Þessu var ekki svarað.“Sóknarpresturinn segir Staðastað dásamlegan stað en ekki komi til greina að flytja þangað inn aftur án þess að sannað sé að komist hafi verið fyrir myglu í íbúðarhúsinu.vísir/egillÞúsundfætla gerir útslagið Vísbendingarnar undu upp á sig. „Um haustið finn ég þúsundfætlu á einu baðherbergisgólfinu og þá rann upp fyrir mér að eitthvað mjög mikið væri að því að þúsundfætlur lifa ekki nema þar sem er gríðarlega mikill raki í timbri,“ segir Páll Ágúst sem sendi ljósmynd af dýrinu til höfuðstöðva þjóðkirkjunnar fyrir sunnan. „Það var eins og þeir vöknuðu þá og þeir mættu tveimur vikum síðar með eftirlitsmann frá verkfræðistofunni Verkís. Hann kom með mygluprufumæli og rakamæli sem sagði að það væri allt að hundrað prósent raki á neðstu hæðinni. Mér skilst að eðlilegur raki í húsnæði eigi að vera tíu til þrjátíu prósent. Þú ert bara með sundlaug undir þér,“ sagði eftirlitsmaðurinn við mig,“ rekur presturinn.Húsið úrskurðað óíbúðarhæft Á þessum tímapunkti kvaddi Páll Ágúst heilbrigðiseftirlitið á staðinn. „Það fyrsta sem maðurinn sagði við mig var að fúkkalyktin í húsinu væri viðbjóður. Þið þurfið að koma ykkur héðan út strax, sagði hann við mig,“ segir presturinn. Nokkrum dögum síðar hafi verið komin skýrsla frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands þar sem sagði að húsnæðið væri heilsuspillandi og óíbúðarhæft. Páll Ágúst segir Karen Lind hafa gengið með fjórða barn þeirra hjóna er þarna var komið sögu í október 2015 og hafi átt að eiga eftir tvo mánuði. Þau hafi flutt út og komið sér fyrir í Borgarnesi. Um leið og þau hafi flutt hafi syninum skánað stórlega þótt hann glími enn við gríðarlega mikinn asma. „Við ætluðum ekki að vera með börn í húsnæði sem heilbrigðiseftirlitið segir að sé óíbúðarhæft og heilsuspillandi, hvað sem líður búsetuskyldunni,“ segir Páll Ágúst en sóknarprestsembættinu á Staðastað fylgir sú skylda að búa á staðnum. Páll Ágúst kveðst hafa tilkynnt flutninginn til biskups og Kirkjumálasjóðs og óskað eftir viðræðum um framhaldið. „Þá var mér einfaldlega tilkynnt að ég hefði aldrei átt að hafa flutt þarna út og að það væru iðnaðarmenn á leiðinni. Þeir voru síðan að störfum í meira en hálft ár og kláruðu í raun ekki fyrr en síðasta sumar,“ segir hann. Þannig segir Páll Ágúst að kirkjan neiti að viðurkenna mat heilbrigðiseftirlitsins. Í bréfi frá Biskupsstofu til prestsins frá í febrúar 2016 segir að það sé mat Biskupsstofu og ráðgjafa Verkís hf. að prestsfjölskyldan hafi ekki þurft að flytja út á meðan á viðgerðunum stóð. Þetta segir hann öldungis fráleitt mat. „Það er það sem mér þykir verst í málinu, að kirkjan þykist vita betur heldur en heilbrigðiseftirlitið.“Svartir veggir blöstu við þegar hreinsað hafði verið af þeim, segir séra Páll Ágúst Ólafsson.Mynd/Páll Ágúst ÓlafssonEngin svör um endurbætur gefin Tíu tonn af steypu voru að sögn Páls Ágústs brotin upp í kjallaranum. „Og allt þetta ryk og viðbjóður fór út um allt hús. Þessi tíu tonn af steypu voru geymd úti í bílskúr með restinni af búslóðinni minni. Þetta þýðir að útilegudótið og fullt af barnadóti sem við hjónin eigum er ónýtt,“ segir hann. Kirkjan vildi að prestsfjölskyldan flytti að nýju á Staðastað í lok mars í fyrra en hjónin drógu í efa að með viðgerðunum hafi í raun verið komist fyrir vandann sem hafi verið mikil mygla. Þau hafi sýnt sérfræðingum frá verkfræðistofunni Eflu myndir af svörtum veggjum í húsinu. Bæði þau sjálf og Efla hafi sent kirkjunni spurningalista varðandi endurbæturnar. „Kirkjan neitar að svara hverjir unnu verkið og hvernig var staðið að því. Og okkur er neitað um að taka prufur á eigin kostnað til að sannreyna að þarna sé allt í góðu lagi,“ segir Páll Ágúst sem kveðst á endanum hafa sest niður með Agnesi Sigurðardóttur biskupi í október síðastliðnum. „Ég sýndi henni myndirnar af veggjunum. Þá sá hún svart á hvítu að þarna virtist maðkur í mysunni og ákvað að aflétta búsetuskyldu af staðnum,“ segir Páll Ágúst sem enn á óuppgerð mál við þjóðkirkjuna sem neiti að greiða honum sanngjarnar bætur. Því sé enn haldið fram að hann hafi aldrei þurft að flytja út, jafnvel þótt biskupsritari hafi sagt í fjölmiðlum í desember að ekki væri hafið yfir vafa að húsið væri í lagi.Vilja að presturinn skili þá jörðinni „Það er í mínum huga fullnaðarviðurkenning á því að húsið hafi ekki verið í lagi þegar við tókum við því upphaflega, hafi ekki verið í lagi á meðan við vorum þar og sé ekki enn þá í lagi þrátt fyrir tugmilljóna króna framkvæmdir,“ segir Páll Ágúst. Ekkert samkomulag er í augsýn. Á fundi Kirkjuráðs nú í febrúar var rætt um að presturinn skilaði jörðinni. Þá var lagt fram bréf lögmanns sóknarprestsins. „Presturinn vill bætur vegna þess að það urðu tafir á afhendingu út af þessari myglu. Þar af leiðandi hafi hann haft kostnað af því að búa annars staðar á meðan, þetta er bara mál sem þarf að leysa,“ svarar Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, aðspurður um hvað sé á seyði á Staðastað. „Hann var leystur undan því að búa á prestssetrinu og þar af leiðandi opnast það mál gagnvart Kirkjumálasjóði hvort hann situr jörðina áfram og hafi af henni arð,“ bætir hann við.Hlunnindi renni til hjálparstarfs Páll Ágúst kveðst ósáttur við að Oddur hafi sagt í útvarpsviðtali fyrir ellefu dögum að það væru prestshjónin sem ekki vildu semja við kirkjuna og hefðu hafnað samningafundum. Þetta sé rangt. Þau hafi þó fengið gagntilboð. „En forsendan í því tilboði var sú í fyrsta lagi að það hafi aldrei verið neitt að húsinu og í öðru lagi að við hefðum ekki þurft að flytja út. Og í þriðja lagi að afnám búsetuskyldu tengist ekkert ástandi hússins í dag,“ upplýsir Páll Ágúst. Að auki hafi verið boðnar bætur sem varla dygðu til að borga kostnað vegna breytinga á búsetu. Sjálfur hafi hann nú hins vegar boðið kirkjunni að halda eftir hugsanlegum greiðslum vegna jarðahlunninda og ráðstafa til Hjálparstarfs kirkjunnar og Barnaþorpa SOS.Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 2015.Ekki að féfletta kirkjuna „Fólkið trúir kirkjunni og heldur að við höfum verið að reyna að flýja í burtu af því að við nennum ekki að hanga þarna. Þannig er myndin máluð gagnvart fólkinu fyrir vestan. En ég er ekki að reyna að féfletta kirkjuna eins og margir reyna að láta líta út fyrir,“ segir Páll Ágúst. Málið snúist um endurgreiðslu á kostnaði en fyrst og fremst það að þau fái að vita hvað var um að vera í húsinu á Staðastað. Greina þurfi hvaða tegundir af sveppum hafi komið upp svo hægt sé að skoða fjölskylduna með tilliti til þess. „Ég veit bara hreint ekki hvaða hagsmuni er þarna verið að verja því það er algjörlega á hreinu að þarna er ekki verið að gæta að hag barnanna minna,“ segir presturinn. Læknar telji allt benda til að heilsuleysi sonar hans og kvilla fjölskyldunnar sé hægt að rekja til myglunnar. Vottorð séu til um það.Leikrit kirkjunnar bitnar á syninum „Það vorum við Karen sem bjuggum í þessu húsi, það vorum við sem þurftum að horfa upp á strákinn okkar þjást, það vorum við sem þurftum að gefa honum sljóvgandi og svæfandi lyf á hverjum einasta degi og asmapúst til þess að koma honum í gegn um dagana,“ segir Páll Ágúst og kallar eftir því að kirkjan axli ábyrgð. „Í mínum huga er stærsta málið það að kirkjan vilji ekki viðurkenna mat heilbrigðiseftirlitsins og noti verkfræðistofu til að skýla kirkjunni í því leikriti, sem er þyngra en tárum tekur því það er í raun strákurinn minn sem það bitnar á. En mikilvægast er að ljúka málinu á farsælan hátt svo að skapa megi sátt um þjónustu kirkjunnar í prestakallinu.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Sjá meira