Þrír milljarðar fara í að greiða upp halla Sveinn Arnarsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Á glæru Bjarna Benediktssonar sést að talað er um 4,2 milljarða aukalega til lyfjakaupa. vísir/Ernir Meirihluti þeirra 4,2 milljarða króna sem fara aukalega til lyfjakaupa í nýju fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar verður nýttur til að greiða niður fjárlagahalla þessa árs. Aðeins um 700 milljónir króna fara aukalega í lyfjakaup árið 2018.Jakob Falur GarðarssonFréttablaðið greindi frá því þann 14. febrúar síðastliðinn að ekkert fjármagn væri til til þess að taka upp ný lyf. Ríkisstjórnin gaf það svo út þremur dögum seinna að veita ætti aukið fé til upptöku nýrra lyfja. Það fjármagn var aldrei sett inn í málaflokkinn heldur hafa lyfjagreiðslunefnd og sjúkratryggingar keyrt fram úr þeim ramma sem þeim var settur í síðustu fjárlögum. Það fé sem mun fara aukalega til lyfjakaupa er því um 700 milljónir. „Það er sannarlega fagnaðarefni að sjá hærra framlag til málaflokksins en við höfum átt að venjast undanfarin ár,“ segir Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka. „Við höfum bent á að oft hefur þurft að bregðast við í kjölfar fjárlaga til að tryggja sem kostur er sjúklingum nýjustu lyf vegna þess að ekki var gert ráð fyrir þeim í fjárlagaáætlun. Það var gert á árinu sem nú er að líða. Því er í þessum fjárlögum verið að taka á uppsöfnuðum halla þessa árs.“Af þeim 4,2 milljörðum fer megnið í að greiða fyrir ákvörðun fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra í síðustu ríkisstjórn, sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi þann 17. febrúar síðastliðinn.vísir/vilhelmÁður hefur komið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi er eftirbátur heilbrigðiskerfanna á Norðurlöndunum hvað varðar upptöku nýrra krabbameinslyfja til að mynda og höfum við verið hálfdrættingar á við Skandinava upp á síðkastið. Því gefur aukið fjármagn í málaflokkinn von um að íslenskir sjúklingar geti fengið lyfjameðferð sambærilega þeirri sem veitt er í nágrannalöndum okkar. „Við höfum verið eftirbátar okkar nágrannalanda,“ segir Jakob Falur. „Með þessu fjárlagafrumvarpi er sannarlega verið að bregðast við þeirri stöðu sem uppi hefur verið undanfarin ár.“ Að mati Jakobs Fals hafa fjárlög undanfarinna ára ekki verið í takt við raunveruleikann um fjölda sjúklinga og þörfina á nýjum góðum lyfjum, til að mynda gigtar- og krabbameinslyfjum. Nú sýnist honum hins vegar að fjárlagafrumvarpið endurspegli þá þörf sem uppi er. „Ekki einungis er verið að taka á uppsafnaða vandanum, heldur virðist ljóst að ríkisstjórnin ætlar að standa við þau orð að styrkja heilbrigðiskerfið og þar er aðgengi að nýjum lyfjum lykilatriði.“ Fjárlagafrumvarp 2018 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Meirihluti þeirra 4,2 milljarða króna sem fara aukalega til lyfjakaupa í nýju fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar verður nýttur til að greiða niður fjárlagahalla þessa árs. Aðeins um 700 milljónir króna fara aukalega í lyfjakaup árið 2018.Jakob Falur GarðarssonFréttablaðið greindi frá því þann 14. febrúar síðastliðinn að ekkert fjármagn væri til til þess að taka upp ný lyf. Ríkisstjórnin gaf það svo út þremur dögum seinna að veita ætti aukið fé til upptöku nýrra lyfja. Það fjármagn var aldrei sett inn í málaflokkinn heldur hafa lyfjagreiðslunefnd og sjúkratryggingar keyrt fram úr þeim ramma sem þeim var settur í síðustu fjárlögum. Það fé sem mun fara aukalega til lyfjakaupa er því um 700 milljónir. „Það er sannarlega fagnaðarefni að sjá hærra framlag til málaflokksins en við höfum átt að venjast undanfarin ár,“ segir Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka. „Við höfum bent á að oft hefur þurft að bregðast við í kjölfar fjárlaga til að tryggja sem kostur er sjúklingum nýjustu lyf vegna þess að ekki var gert ráð fyrir þeim í fjárlagaáætlun. Það var gert á árinu sem nú er að líða. Því er í þessum fjárlögum verið að taka á uppsöfnuðum halla þessa árs.“Af þeim 4,2 milljörðum fer megnið í að greiða fyrir ákvörðun fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra í síðustu ríkisstjórn, sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi þann 17. febrúar síðastliðinn.vísir/vilhelmÁður hefur komið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi er eftirbátur heilbrigðiskerfanna á Norðurlöndunum hvað varðar upptöku nýrra krabbameinslyfja til að mynda og höfum við verið hálfdrættingar á við Skandinava upp á síðkastið. Því gefur aukið fjármagn í málaflokkinn von um að íslenskir sjúklingar geti fengið lyfjameðferð sambærilega þeirri sem veitt er í nágrannalöndum okkar. „Við höfum verið eftirbátar okkar nágrannalanda,“ segir Jakob Falur. „Með þessu fjárlagafrumvarpi er sannarlega verið að bregðast við þeirri stöðu sem uppi hefur verið undanfarin ár.“ Að mati Jakobs Fals hafa fjárlög undanfarinna ára ekki verið í takt við raunveruleikann um fjölda sjúklinga og þörfina á nýjum góðum lyfjum, til að mynda gigtar- og krabbameinslyfjum. Nú sýnist honum hins vegar að fjárlagafrumvarpið endurspegli þá þörf sem uppi er. „Ekki einungis er verið að taka á uppsafnaða vandanum, heldur virðist ljóst að ríkisstjórnin ætlar að standa við þau orð að styrkja heilbrigðiskerfið og þar er aðgengi að nýjum lyfjum lykilatriði.“
Fjárlagafrumvarp 2018 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira