Hiphop vagninn heldur áfram að rúlla Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. desember 2017 08:00 Geoffrey hjá Sticky Records er spenntur fyrir framtíð Spotify. Vísir/Anton Brink Árið 2017 var tvímælalaust árið hans Ed Sheeran samkvæmt tölum frá Spotify en plötu hans Divide var streymt 3.1 milljarð sinnum á árinu og lagið Shape of you var sömuleiðis streymt um 1.4 milljarð sinnum. Þetta eru ótrúlegar tölur – líklega er samanlagður tími þriggja milljarð streyma á plötunni Divide eitthvað í kringum aldur alheimsins (þetta er ekki vísindalegur útreikningur). Þessi árangur hjartaknúsarans Ed Sheerans var þó engan veginn nægjanlegur til að fella hiphop tónlistina af vagninum sem hún ferðast um á ógnarhraða um þessar mundir – en ansi margir hafa spáð dauða tónlistarstefnunnar ítrekað síðustu misserinn, án árangurs. Samkvæmt tölum frá Spotify jókst hlustun á þessa tiltölulega ungu tónlistarstefnu um 74% í heiminum frá því á síðasta ári, en þá var tónlistarstefnan einnig gríðarlega vinsæl. Það þarf ekki annað en að skoða íslenska vinsældarlistann á Spotify til að sjá birtingarmynd þessarar stefnu í heiminum en fyrir utan Ed Sheeran eru topp fimm vinsælustu tónlistarmennirnir á Íslandi allir rapparar – Aron Can, Jói Pé og Króli, Drake og Emmsjé Gauti.Emmsjé Gauti spilar meira og þénar meira í gegnum streymi en áður.Vorkennir öllum rokkbörnunum Tekuru eftir þessum auknu vinsældum? „Já, þetta breyttst helling eftir að Vagg og velta kom út og ég náði inn hitturum. Strákarnir er fyrsti hittarinn minn. Um leið og þú nærð inn einum hittara þá er auðveldara fyrir þig fá athygli á tónlistina sem kemur eftir það,“ segir Emmsjé Gauti, sem samkvæmt tölum frá Spotify er fimmti vinsælasti tónlistarmaður landsins – rétt á eftir Drake. Gauti útskýrir að þegar hann fylgist með Spotify Analytics, tölfræðilegum upplýsingum um hlustun sem listamenn hafa aðgang að, þá sjái hann að eitt vinsælt lag hækki tölur á öllu öðru sem birtist eftir hann og eftir að hlustunum taki að fækka, fari þær samt aldrei niður í sömu hlustunartölur eða niður fyrir þær aftur. Þannig veldur algoriðminn á Spotify því að vinsælir listamenn birtast mun oftar í lagalistum streymisveitunnar og fái því alltaf mikið af spilun. „Það er líka meira að gera í spilamennsku. Ég vorkenni til dæmis mjög mikið rokkbörnum í grunnskóla og menntaskóla því að Emmsjé Gauti er að spila á öllum böllunum,“ bætir Gauti við. „Ég var skeptískur í fyrstu og hélt að þetta væri að fara að hafa slæm áhrif. En Spotify er í raun einu tekjurnar sem ég hef af tónlistarsölu í dag – það er í raun og veru bara streymi. Það er margfalt meira en plötusala er í dag. Þetta er 100 prósent framtíðin. Spotify á reyndar markaðinn og það væri gaman að fá einhvern annan inn svo listamennirnir fái meira greitt því að þeir mættu fá betur borgað, en ég held að það eigi eftir að lagast með tímanum.“Áfram gakk Spotify! „Ég hef tekið eftir miklum mun á þessu ári sem er að líða og 2016. Bæði með minni eigin notkun á Spotify og þeirra sem í kringum mig eru. Veitan er að verða viðurkenndari og leiðandi aðferð við tónlistardreifingu. Um leið erum við að fylgjast með henni þróast á ógnarhraða. Hlakka til að sjá hvaða viðbætur munu koma á næstkomandi ári og vonandi verða þær í rétta átt. Ég tel að íslenskir listamenn eiga eftir að geta nýtt sér veituna ennþá meira sér til hagsbóta á næstu misserum. Áfram gakk Spotify,“ segir Geoffrey Þór Huntington-Williams hjá plötufyrirtækinu Sticky Records, en það hefur gefið út efni með Gauta og Aroni Can. Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Árið 2017 var tvímælalaust árið hans Ed Sheeran samkvæmt tölum frá Spotify en plötu hans Divide var streymt 3.1 milljarð sinnum á árinu og lagið Shape of you var sömuleiðis streymt um 1.4 milljarð sinnum. Þetta eru ótrúlegar tölur – líklega er samanlagður tími þriggja milljarð streyma á plötunni Divide eitthvað í kringum aldur alheimsins (þetta er ekki vísindalegur útreikningur). Þessi árangur hjartaknúsarans Ed Sheerans var þó engan veginn nægjanlegur til að fella hiphop tónlistina af vagninum sem hún ferðast um á ógnarhraða um þessar mundir – en ansi margir hafa spáð dauða tónlistarstefnunnar ítrekað síðustu misserinn, án árangurs. Samkvæmt tölum frá Spotify jókst hlustun á þessa tiltölulega ungu tónlistarstefnu um 74% í heiminum frá því á síðasta ári, en þá var tónlistarstefnan einnig gríðarlega vinsæl. Það þarf ekki annað en að skoða íslenska vinsældarlistann á Spotify til að sjá birtingarmynd þessarar stefnu í heiminum en fyrir utan Ed Sheeran eru topp fimm vinsælustu tónlistarmennirnir á Íslandi allir rapparar – Aron Can, Jói Pé og Króli, Drake og Emmsjé Gauti.Emmsjé Gauti spilar meira og þénar meira í gegnum streymi en áður.Vorkennir öllum rokkbörnunum Tekuru eftir þessum auknu vinsældum? „Já, þetta breyttst helling eftir að Vagg og velta kom út og ég náði inn hitturum. Strákarnir er fyrsti hittarinn minn. Um leið og þú nærð inn einum hittara þá er auðveldara fyrir þig fá athygli á tónlistina sem kemur eftir það,“ segir Emmsjé Gauti, sem samkvæmt tölum frá Spotify er fimmti vinsælasti tónlistarmaður landsins – rétt á eftir Drake. Gauti útskýrir að þegar hann fylgist með Spotify Analytics, tölfræðilegum upplýsingum um hlustun sem listamenn hafa aðgang að, þá sjái hann að eitt vinsælt lag hækki tölur á öllu öðru sem birtist eftir hann og eftir að hlustunum taki að fækka, fari þær samt aldrei niður í sömu hlustunartölur eða niður fyrir þær aftur. Þannig veldur algoriðminn á Spotify því að vinsælir listamenn birtast mun oftar í lagalistum streymisveitunnar og fái því alltaf mikið af spilun. „Það er líka meira að gera í spilamennsku. Ég vorkenni til dæmis mjög mikið rokkbörnum í grunnskóla og menntaskóla því að Emmsjé Gauti er að spila á öllum böllunum,“ bætir Gauti við. „Ég var skeptískur í fyrstu og hélt að þetta væri að fara að hafa slæm áhrif. En Spotify er í raun einu tekjurnar sem ég hef af tónlistarsölu í dag – það er í raun og veru bara streymi. Það er margfalt meira en plötusala er í dag. Þetta er 100 prósent framtíðin. Spotify á reyndar markaðinn og það væri gaman að fá einhvern annan inn svo listamennirnir fái meira greitt því að þeir mættu fá betur borgað, en ég held að það eigi eftir að lagast með tímanum.“Áfram gakk Spotify! „Ég hef tekið eftir miklum mun á þessu ári sem er að líða og 2016. Bæði með minni eigin notkun á Spotify og þeirra sem í kringum mig eru. Veitan er að verða viðurkenndari og leiðandi aðferð við tónlistardreifingu. Um leið erum við að fylgjast með henni þróast á ógnarhraða. Hlakka til að sjá hvaða viðbætur munu koma á næstkomandi ári og vonandi verða þær í rétta átt. Ég tel að íslenskir listamenn eiga eftir að geta nýtt sér veituna ennþá meira sér til hagsbóta á næstu misserum. Áfram gakk Spotify,“ segir Geoffrey Þór Huntington-Williams hjá plötufyrirtækinu Sticky Records, en það hefur gefið út efni með Gauta og Aroni Can.
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning