Lögregla skarst í leikinn þar sem karl og kona slógust harkalega á Ingólfstorgi upp úr klukkan eitt í nótt.
Flytja þurfti konuna á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar eftir átökin en karlmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Lögregla þurfti líka að hafa afskipti af ölvuðum karlmanni, sem neitaði að yfirgefa veitingastað í Hafnarfirði, þegar staðnum var lokað á miðnætti.
Hann var með óspektir og var vistaður í fangageymslu.
Slógust harkalega á Ingólfstorgi
Atli Ísleifsson skrifar
