Fólk spyr sig hvor sé hvor Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2017 09:45 Þeir kunna að slá á létta strengi og fá fólk til að hlæja félagarnir Guðni og Jóhannes. Vísir/GVA „Jóhannes er tvífari minn og oft hefur verið nefnt við okkur að við ættum að koma fram saman. Hann er líka skemmtilegur og það er glatt í kringum hann,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, og á hér auðvitað við Jóhannes Kristjánsson eftirhermu. Nú ætla þeir félagar að gera sér dagamun og halda hátíðir þar sem eftirherman og orginalinn láta gamminn geisa. „Það er náttúrlega óborganlegt að fylgjast með Jóhannesi breytast í hinn og þennan karakterinn því hann verður eins í framan og þeir sem hann hermir eftir,“ bendir Guðni á og segir okkur Íslendinga hafa átt margar góðar eftirhermur en það sé eins og Jóhannes sé miðill. „Hann holdgervist, verður eins og fórnarlambið og nær töktum allra.“ Guðni segir Jóhannes oft hafa komið í þinghúsið þegar hann starfaði þar sjálfur. Þangað hafi hann komið til að læra á nýja og nýja menn. „Þá sat hann á svölunum og horfði á menn í ræðustólnum því hann fer ekkert að herma eftir mönnum nema ná öllu fasinu. Hann á í fórum sínum heilmikið gallerí því hann er búinn að vera fjöllistamaður í 40 ár.“ Það er sem sagt ekki þannig að Jóhannes ætli bara að sérhæfa sig í Guðna þegar þeir troða upp saman. „Þá mundu menn ruglast á því hvor er hvor,“ bendir Guðni réttilega á. Segir það reyndar ekkert nýtt að þeim sé ruglað saman. Það hafi oft gerst meðan hann var landbúnaðarráðherra að fólk hafi undið sér að Jóhannesi, heilsað honum sem Guðna og farið að ræða við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Þeir séu sláandi líkir en Jóhannes sé auk þess sérfræðingur í tugum manna. Guðni kveðst ekki hafa eftirhermulistina á sínu valdi en hann kunni margar sögur af skemmtilegu fólki. „Ég hef heilmikið gert af því að vera sagnamaður á samkomum og stjórna veislum. Mér þykir gaman að létta lund hjá fólki og fá það til að hlæja.“ Tvíeykið ætlar að byrja í Félagsheimilinu á Flúðum 24. mars. „Þeir eru óskaplega skemmtilegir í uppsveitunum, Tungnamenn, Hrunamenn, Skeiðamenn og Gnúpverjar, það leikur um þá svo ferskt fjallaloft. Við ætlum að sýna þeim þann heiður að starta prógramminu hjá þeim,“ segir Guðni hátíðlegur. „Daginn eftir verðum við í nýju hóteli á Hvolsvelli sem heitir Midgard. Rangæingar verða með okkur þar. Síðan erum við ráðnir bæði í Salinn í Kópavogi á tvær hátíðir og á Landnámssetrið í Borgarnesi. Vonandi förum við miklu víðar. Þetta eru bara fyrstu skrefin.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars 2017 Lífið Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
„Jóhannes er tvífari minn og oft hefur verið nefnt við okkur að við ættum að koma fram saman. Hann er líka skemmtilegur og það er glatt í kringum hann,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, og á hér auðvitað við Jóhannes Kristjánsson eftirhermu. Nú ætla þeir félagar að gera sér dagamun og halda hátíðir þar sem eftirherman og orginalinn láta gamminn geisa. „Það er náttúrlega óborganlegt að fylgjast með Jóhannesi breytast í hinn og þennan karakterinn því hann verður eins í framan og þeir sem hann hermir eftir,“ bendir Guðni á og segir okkur Íslendinga hafa átt margar góðar eftirhermur en það sé eins og Jóhannes sé miðill. „Hann holdgervist, verður eins og fórnarlambið og nær töktum allra.“ Guðni segir Jóhannes oft hafa komið í þinghúsið þegar hann starfaði þar sjálfur. Þangað hafi hann komið til að læra á nýja og nýja menn. „Þá sat hann á svölunum og horfði á menn í ræðustólnum því hann fer ekkert að herma eftir mönnum nema ná öllu fasinu. Hann á í fórum sínum heilmikið gallerí því hann er búinn að vera fjöllistamaður í 40 ár.“ Það er sem sagt ekki þannig að Jóhannes ætli bara að sérhæfa sig í Guðna þegar þeir troða upp saman. „Þá mundu menn ruglast á því hvor er hvor,“ bendir Guðni réttilega á. Segir það reyndar ekkert nýtt að þeim sé ruglað saman. Það hafi oft gerst meðan hann var landbúnaðarráðherra að fólk hafi undið sér að Jóhannesi, heilsað honum sem Guðna og farið að ræða við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Þeir séu sláandi líkir en Jóhannes sé auk þess sérfræðingur í tugum manna. Guðni kveðst ekki hafa eftirhermulistina á sínu valdi en hann kunni margar sögur af skemmtilegu fólki. „Ég hef heilmikið gert af því að vera sagnamaður á samkomum og stjórna veislum. Mér þykir gaman að létta lund hjá fólki og fá það til að hlæja.“ Tvíeykið ætlar að byrja í Félagsheimilinu á Flúðum 24. mars. „Þeir eru óskaplega skemmtilegir í uppsveitunum, Tungnamenn, Hrunamenn, Skeiðamenn og Gnúpverjar, það leikur um þá svo ferskt fjallaloft. Við ætlum að sýna þeim þann heiður að starta prógramminu hjá þeim,“ segir Guðni hátíðlegur. „Daginn eftir verðum við í nýju hóteli á Hvolsvelli sem heitir Midgard. Rangæingar verða með okkur þar. Síðan erum við ráðnir bæði í Salinn í Kópavogi á tvær hátíðir og á Landnámssetrið í Borgarnesi. Vonandi förum við miklu víðar. Þetta eru bara fyrstu skrefin.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars 2017
Lífið Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira