Telja Djúpið bera 30.000 tonna eldi Svavar Hávarðsson skrifar 18. mars 2017 07:00 Mikil uppbygging er á Vestfjörðum vegna fiskeldis, en í skugga harðrar gagnrýni úr ýmsum áttum vísir/pjetur Hafrannsóknastofnun telur að aðstæður í Ísafjarðardjúpi leyfi ekki eldi á meira en 30.000 tonnum af fiski á hverjum tíma. Þetta er undir því magni sem fiskeldismenn hafa talið að mögulegt sé að ala í Djúpinu. Ef fyrirhuguð áform um eldi, sem þegar hafa verið kynnt, ná fram að ganga slagar það upp í það magn sem þar er mögulegt að framleiða eða um 25.000 tonn á ári. Hafrannsóknastofnun birti á dögunum burðarþolsmat sitt, en með breytingu á lögum um fiskeldi árið 2014 voru sett inn ákvæði um að rekstrarleyfi skuli fylgja burðarþolsmat, sem framkvæmt sé af Hafrannsóknastofnun. Í lögunum er mat á burðarþoli svæða skilgreint sem þol þeirra til að taka á móti auknu lífrænu álagi, án þess að það hafi óæskileg áhrif á lífríkið.Höskuldur SteinarssonHluti burðarþolsmats er að meta óæskileg staðbundin áhrif af eldisstarfsemi. Í greinargerð Hafró segir að vegna aðstæðna í Ísafjarðardjúpi, og varúðarnálgunar varðandi raunveruleg áhrif áætlaðs eldis á vatnsgæði og botndýralíf, sé gert ráð fyrir að heildarlífmassi í firðinum verði aldrei meiri en 30 þúsund tonn og að vöktun á áhrifum eldisins fari fram. „Slík vöktun yrði forsenda fyrir hugsanlegu endurmati á burðarþoli fjarðarins, til hækkunar eða lækkunar, sem byggt yrði á raungögnum,“ segir í greinargerð Hafró. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva (LF), segir það ekkert launungarmál að Ísafjarðardjúp hafi verið talið bera meiri eldisstarfsemi en burðarþolsmat Hafró gerir ráð fyrir. „En sérþekkingin liggur hjá Hafró og því mun vöktun eldissvæðanna, eftir að framleiðsla er hafin, leiða í ljós hvort rými verði fyrir endurskoðað mat í framtíðinni. Allt snýst þetta jú um að reyna að hámarka nýtingu eldissvæðanna án þess að valda neikvæðum varanlegum áhrifum á umhverfið. Þar fer hagur okkar eldismanna og umhverfisins saman því ef viðkomandi svæði ber ekki áætlað framleiðslumagn þá viljum við ekki hefja þar starfsemi,“ segir Höskuldur í skriflegu svari til Fréttablaðsins. Áform þriggja fyrirtækja um eldi í Ísafjarðardjúpi hafa verið kynnt. Arnarlax áformar 10.000 tonna eldisframleiðslu í Ísafjarðardjúpi sem stjórnað verður frá Bolungarvík. Eins að fyrirtækið Háafell, sem er dótturfyrirtæki Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, hafi áætlanir sem gera ráð fyrir 7.000 tonna framleiðslu á laxi í Ísafjarðardjúpi og verður vinnsla fyrirtækisins á Ísafirði. Þá áformar fyrirtækið Arctic Sea Farm eldi af svipaðri stærð og Háafell. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Hafrannsóknastofnun telur að aðstæður í Ísafjarðardjúpi leyfi ekki eldi á meira en 30.000 tonnum af fiski á hverjum tíma. Þetta er undir því magni sem fiskeldismenn hafa talið að mögulegt sé að ala í Djúpinu. Ef fyrirhuguð áform um eldi, sem þegar hafa verið kynnt, ná fram að ganga slagar það upp í það magn sem þar er mögulegt að framleiða eða um 25.000 tonn á ári. Hafrannsóknastofnun birti á dögunum burðarþolsmat sitt, en með breytingu á lögum um fiskeldi árið 2014 voru sett inn ákvæði um að rekstrarleyfi skuli fylgja burðarþolsmat, sem framkvæmt sé af Hafrannsóknastofnun. Í lögunum er mat á burðarþoli svæða skilgreint sem þol þeirra til að taka á móti auknu lífrænu álagi, án þess að það hafi óæskileg áhrif á lífríkið.Höskuldur SteinarssonHluti burðarþolsmats er að meta óæskileg staðbundin áhrif af eldisstarfsemi. Í greinargerð Hafró segir að vegna aðstæðna í Ísafjarðardjúpi, og varúðarnálgunar varðandi raunveruleg áhrif áætlaðs eldis á vatnsgæði og botndýralíf, sé gert ráð fyrir að heildarlífmassi í firðinum verði aldrei meiri en 30 þúsund tonn og að vöktun á áhrifum eldisins fari fram. „Slík vöktun yrði forsenda fyrir hugsanlegu endurmati á burðarþoli fjarðarins, til hækkunar eða lækkunar, sem byggt yrði á raungögnum,“ segir í greinargerð Hafró. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva (LF), segir það ekkert launungarmál að Ísafjarðardjúp hafi verið talið bera meiri eldisstarfsemi en burðarþolsmat Hafró gerir ráð fyrir. „En sérþekkingin liggur hjá Hafró og því mun vöktun eldissvæðanna, eftir að framleiðsla er hafin, leiða í ljós hvort rými verði fyrir endurskoðað mat í framtíðinni. Allt snýst þetta jú um að reyna að hámarka nýtingu eldissvæðanna án þess að valda neikvæðum varanlegum áhrifum á umhverfið. Þar fer hagur okkar eldismanna og umhverfisins saman því ef viðkomandi svæði ber ekki áætlað framleiðslumagn þá viljum við ekki hefja þar starfsemi,“ segir Höskuldur í skriflegu svari til Fréttablaðsins. Áform þriggja fyrirtækja um eldi í Ísafjarðardjúpi hafa verið kynnt. Arnarlax áformar 10.000 tonna eldisframleiðslu í Ísafjarðardjúpi sem stjórnað verður frá Bolungarvík. Eins að fyrirtækið Háafell, sem er dótturfyrirtæki Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, hafi áætlanir sem gera ráð fyrir 7.000 tonna framleiðslu á laxi í Ísafjarðardjúpi og verður vinnsla fyrirtækisins á Ísafirði. Þá áformar fyrirtækið Arctic Sea Farm eldi af svipaðri stærð og Háafell. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira