Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2017 11:57 Frá Hornströndum. vísir/guðmundur þ. egilsson Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. Því var fagnað í morgun að skipið væri fyrsta skemmtiferðaskipið sem leggst að bryggju á Akranesi. Skemmtiferðaskipið heitir Leborial og er skráð í Frakklandi, kom frá Grænlandi í gær. 181 farþegi er um borð auk áhafnar. Skipið sigldi inn í Veiðileysufjörð þar sem það kastaði akkeri og var svo öllum farþegum siglt í land á minni bátum þar sem þeim var hleypt frá borði á Steinólfsstöðum. Fréttastofan hefur fengið staðfest að skipið var ótollskoðað þegar farþegar þess fóru í land á friðlýstu og viðkvæmu svæði. Hafsteinn Ingólfsson rekur ferðaþjónustu á staðnum og er með reglubundnar sjóferðir á staðnum. „Þetta skip fer svo frá Veiðileysufirði inn á Hesteyrarfjörð, þar sem við erum með áætlaðar ferðir úr skemmtiferðaskipum til Hesteyrar. Þegar við komum með fullan bát þangað, 47 manns í land, þá eru bara 200 manns þar um allar koppagrundir. Þegar mitt fólk kom í kaffi á kaffistaðinn þarna þá var hvorki sæti eða hjónabandssælur eða pönnukökur, bara allt búið,“ segir hann. Þaðan sigldi skipið á annan stað og aftur var farþegum hleypt út. „Þetta er friðlýst svæði og það er voðalega skrítið hvernig skip eru farin að koma hér og bara setja fólk í land hvar sem er. Bara núna í sumar eru þetta fimm eða sex staðir þar sem þau koma og maður veit ekkert hver gefur leyfi eða hvað.“ Hafsteinn segir þann aukna fjölda skemmtiferðaskipa sem eiga viðkomu á Vestfjörðum stefna í að verða vandamál. „Það er svo mikil fjölgun á skemmtiferðaskipum hingað vestur. Það eru tuttugu skip á ári, þetta eru tvö ár í röð sem það fjölgar hérna. Ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað í þessu, að stoppa þetta, að þá verður bara algjört kaos og vitleysa hérna.“ Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. Því var fagnað í morgun að skipið væri fyrsta skemmtiferðaskipið sem leggst að bryggju á Akranesi. Skemmtiferðaskipið heitir Leborial og er skráð í Frakklandi, kom frá Grænlandi í gær. 181 farþegi er um borð auk áhafnar. Skipið sigldi inn í Veiðileysufjörð þar sem það kastaði akkeri og var svo öllum farþegum siglt í land á minni bátum þar sem þeim var hleypt frá borði á Steinólfsstöðum. Fréttastofan hefur fengið staðfest að skipið var ótollskoðað þegar farþegar þess fóru í land á friðlýstu og viðkvæmu svæði. Hafsteinn Ingólfsson rekur ferðaþjónustu á staðnum og er með reglubundnar sjóferðir á staðnum. „Þetta skip fer svo frá Veiðileysufirði inn á Hesteyrarfjörð, þar sem við erum með áætlaðar ferðir úr skemmtiferðaskipum til Hesteyrar. Þegar við komum með fullan bát þangað, 47 manns í land, þá eru bara 200 manns þar um allar koppagrundir. Þegar mitt fólk kom í kaffi á kaffistaðinn þarna þá var hvorki sæti eða hjónabandssælur eða pönnukökur, bara allt búið,“ segir hann. Þaðan sigldi skipið á annan stað og aftur var farþegum hleypt út. „Þetta er friðlýst svæði og það er voðalega skrítið hvernig skip eru farin að koma hér og bara setja fólk í land hvar sem er. Bara núna í sumar eru þetta fimm eða sex staðir þar sem þau koma og maður veit ekkert hver gefur leyfi eða hvað.“ Hafsteinn segir þann aukna fjölda skemmtiferðaskipa sem eiga viðkomu á Vestfjörðum stefna í að verða vandamál. „Það er svo mikil fjölgun á skemmtiferðaskipum hingað vestur. Það eru tuttugu skip á ári, þetta eru tvö ár í röð sem það fjölgar hérna. Ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað í þessu, að stoppa þetta, að þá verður bara algjört kaos og vitleysa hérna.“
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira