Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2017 11:57 Frá Hornströndum. vísir/guðmundur þ. egilsson Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. Því var fagnað í morgun að skipið væri fyrsta skemmtiferðaskipið sem leggst að bryggju á Akranesi. Skemmtiferðaskipið heitir Leborial og er skráð í Frakklandi, kom frá Grænlandi í gær. 181 farþegi er um borð auk áhafnar. Skipið sigldi inn í Veiðileysufjörð þar sem það kastaði akkeri og var svo öllum farþegum siglt í land á minni bátum þar sem þeim var hleypt frá borði á Steinólfsstöðum. Fréttastofan hefur fengið staðfest að skipið var ótollskoðað þegar farþegar þess fóru í land á friðlýstu og viðkvæmu svæði. Hafsteinn Ingólfsson rekur ferðaþjónustu á staðnum og er með reglubundnar sjóferðir á staðnum. „Þetta skip fer svo frá Veiðileysufirði inn á Hesteyrarfjörð, þar sem við erum með áætlaðar ferðir úr skemmtiferðaskipum til Hesteyrar. Þegar við komum með fullan bát þangað, 47 manns í land, þá eru bara 200 manns þar um allar koppagrundir. Þegar mitt fólk kom í kaffi á kaffistaðinn þarna þá var hvorki sæti eða hjónabandssælur eða pönnukökur, bara allt búið,“ segir hann. Þaðan sigldi skipið á annan stað og aftur var farþegum hleypt út. „Þetta er friðlýst svæði og það er voðalega skrítið hvernig skip eru farin að koma hér og bara setja fólk í land hvar sem er. Bara núna í sumar eru þetta fimm eða sex staðir þar sem þau koma og maður veit ekkert hver gefur leyfi eða hvað.“ Hafsteinn segir þann aukna fjölda skemmtiferðaskipa sem eiga viðkomu á Vestfjörðum stefna í að verða vandamál. „Það er svo mikil fjölgun á skemmtiferðaskipum hingað vestur. Það eru tuttugu skip á ári, þetta eru tvö ár í röð sem það fjölgar hérna. Ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað í þessu, að stoppa þetta, að þá verður bara algjört kaos og vitleysa hérna.“ Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. Því var fagnað í morgun að skipið væri fyrsta skemmtiferðaskipið sem leggst að bryggju á Akranesi. Skemmtiferðaskipið heitir Leborial og er skráð í Frakklandi, kom frá Grænlandi í gær. 181 farþegi er um borð auk áhafnar. Skipið sigldi inn í Veiðileysufjörð þar sem það kastaði akkeri og var svo öllum farþegum siglt í land á minni bátum þar sem þeim var hleypt frá borði á Steinólfsstöðum. Fréttastofan hefur fengið staðfest að skipið var ótollskoðað þegar farþegar þess fóru í land á friðlýstu og viðkvæmu svæði. Hafsteinn Ingólfsson rekur ferðaþjónustu á staðnum og er með reglubundnar sjóferðir á staðnum. „Þetta skip fer svo frá Veiðileysufirði inn á Hesteyrarfjörð, þar sem við erum með áætlaðar ferðir úr skemmtiferðaskipum til Hesteyrar. Þegar við komum með fullan bát þangað, 47 manns í land, þá eru bara 200 manns þar um allar koppagrundir. Þegar mitt fólk kom í kaffi á kaffistaðinn þarna þá var hvorki sæti eða hjónabandssælur eða pönnukökur, bara allt búið,“ segir hann. Þaðan sigldi skipið á annan stað og aftur var farþegum hleypt út. „Þetta er friðlýst svæði og það er voðalega skrítið hvernig skip eru farin að koma hér og bara setja fólk í land hvar sem er. Bara núna í sumar eru þetta fimm eða sex staðir þar sem þau koma og maður veit ekkert hver gefur leyfi eða hvað.“ Hafsteinn segir þann aukna fjölda skemmtiferðaskipa sem eiga viðkomu á Vestfjörðum stefna í að verða vandamál. „Það er svo mikil fjölgun á skemmtiferðaskipum hingað vestur. Það eru tuttugu skip á ári, þetta eru tvö ár í röð sem það fjölgar hérna. Ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað í þessu, að stoppa þetta, að þá verður bara algjört kaos og vitleysa hérna.“
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira