Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2017 11:57 Frá Hornströndum. vísir/guðmundur þ. egilsson Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. Því var fagnað í morgun að skipið væri fyrsta skemmtiferðaskipið sem leggst að bryggju á Akranesi. Skemmtiferðaskipið heitir Leborial og er skráð í Frakklandi, kom frá Grænlandi í gær. 181 farþegi er um borð auk áhafnar. Skipið sigldi inn í Veiðileysufjörð þar sem það kastaði akkeri og var svo öllum farþegum siglt í land á minni bátum þar sem þeim var hleypt frá borði á Steinólfsstöðum. Fréttastofan hefur fengið staðfest að skipið var ótollskoðað þegar farþegar þess fóru í land á friðlýstu og viðkvæmu svæði. Hafsteinn Ingólfsson rekur ferðaþjónustu á staðnum og er með reglubundnar sjóferðir á staðnum. „Þetta skip fer svo frá Veiðileysufirði inn á Hesteyrarfjörð, þar sem við erum með áætlaðar ferðir úr skemmtiferðaskipum til Hesteyrar. Þegar við komum með fullan bát þangað, 47 manns í land, þá eru bara 200 manns þar um allar koppagrundir. Þegar mitt fólk kom í kaffi á kaffistaðinn þarna þá var hvorki sæti eða hjónabandssælur eða pönnukökur, bara allt búið,“ segir hann. Þaðan sigldi skipið á annan stað og aftur var farþegum hleypt út. „Þetta er friðlýst svæði og það er voðalega skrítið hvernig skip eru farin að koma hér og bara setja fólk í land hvar sem er. Bara núna í sumar eru þetta fimm eða sex staðir þar sem þau koma og maður veit ekkert hver gefur leyfi eða hvað.“ Hafsteinn segir þann aukna fjölda skemmtiferðaskipa sem eiga viðkomu á Vestfjörðum stefna í að verða vandamál. „Það er svo mikil fjölgun á skemmtiferðaskipum hingað vestur. Það eru tuttugu skip á ári, þetta eru tvö ár í röð sem það fjölgar hérna. Ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað í þessu, að stoppa þetta, að þá verður bara algjört kaos og vitleysa hérna.“ Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. Því var fagnað í morgun að skipið væri fyrsta skemmtiferðaskipið sem leggst að bryggju á Akranesi. Skemmtiferðaskipið heitir Leborial og er skráð í Frakklandi, kom frá Grænlandi í gær. 181 farþegi er um borð auk áhafnar. Skipið sigldi inn í Veiðileysufjörð þar sem það kastaði akkeri og var svo öllum farþegum siglt í land á minni bátum þar sem þeim var hleypt frá borði á Steinólfsstöðum. Fréttastofan hefur fengið staðfest að skipið var ótollskoðað þegar farþegar þess fóru í land á friðlýstu og viðkvæmu svæði. Hafsteinn Ingólfsson rekur ferðaþjónustu á staðnum og er með reglubundnar sjóferðir á staðnum. „Þetta skip fer svo frá Veiðileysufirði inn á Hesteyrarfjörð, þar sem við erum með áætlaðar ferðir úr skemmtiferðaskipum til Hesteyrar. Þegar við komum með fullan bát þangað, 47 manns í land, þá eru bara 200 manns þar um allar koppagrundir. Þegar mitt fólk kom í kaffi á kaffistaðinn þarna þá var hvorki sæti eða hjónabandssælur eða pönnukökur, bara allt búið,“ segir hann. Þaðan sigldi skipið á annan stað og aftur var farþegum hleypt út. „Þetta er friðlýst svæði og það er voðalega skrítið hvernig skip eru farin að koma hér og bara setja fólk í land hvar sem er. Bara núna í sumar eru þetta fimm eða sex staðir þar sem þau koma og maður veit ekkert hver gefur leyfi eða hvað.“ Hafsteinn segir þann aukna fjölda skemmtiferðaskipa sem eiga viðkomu á Vestfjörðum stefna í að verða vandamál. „Það er svo mikil fjölgun á skemmtiferðaskipum hingað vestur. Það eru tuttugu skip á ári, þetta eru tvö ár í röð sem það fjölgar hérna. Ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað í þessu, að stoppa þetta, að þá verður bara algjört kaos og vitleysa hérna.“
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira