Ráðherra harðorður: „Hver þorir í samstarf við Háskóla Íslands?“ Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 18. febrúar 2016 13:09 Frá Laugarvatni. Mynd af vefsíðu Háskóla Íslands Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra gagnrýnir Háskóla Íslands harðlega fyrir að láta sér detta það í hug að flytja íþróttakennaranámið frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Nemendur á Laugarvatni vilja halda náminu þar. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss er sömuleiðis á móti flutningi. Háskólaráð Háskóla Íslands mun taka ákvörðun um það í dag hvort nám á íþrótta og heilsufræði braut Menntavísindasviðs verður lagt niður á Laugarvatni og flutt til Reykjavíkur. Allt bendir til þess að flutningur verði niðurstaðan sé litið til umræðu og skýrslu sem unnin var árið 2015 um sóknarfæri í námi í íþrótta- og heilsufræði við HÍ. Íþróttanám hefur verið á Laugarvatni frá 1932 eða í 84 ár. Fundur ráðsins hófst klukkan 13 og mun væntanlega standa í nokkrar klukkustundir.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi eins og sjá má í myndbandi neðst í fréttinni.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVísirRáðherra trúir ekki að flutningur verði niðurstaðan „Ég bara óttast það mjög að námið verði fært til Reykjavíkur,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í Bláskógabyggð. Það sé mjög slæmt fyrir þjóðfélagið að opinber störf séu flutt af landsbyggðinni til borgarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis er mjög ósáttur við Háskóla Íslands. „Það er auðvitað oft á tíðum dýrara að reka stofnanir úti á landi. Ef Háskóli Íslands treystir sér ekki til þess, hvernig ætlar hann að koma inn í framtíðarendurskipulagningu að háskólastiginu á Íslandi? Hver þorir að fara í samstarf við Háskóla Íslands ef allt á að enda í Vatnsmýrinni? Ég trúi ekki að þetta verði niðurstaðan.“Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir.Nemendur stressaðir Átta þúsund fermetrar af byggingum tilheyra skólanum á Laugarvatni og munu þær væntanlega standa tómar fari skólinn. Nemendur skólans vilja halda honum á Laugarvatni. „Það er miklu skemmtilegra hérna. Það er allt til alls, svo náinn hópur,“ segir Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir nemi við skólann. Aspurð hvort nemendur hafi áhyggjur segir Svala: „Við erum allavega mjög stressaðar.“ Brynhildur Ólafsdóttir nemi segir námið miklu persónulegra og sömuleiðis ódýrara en ef þau byggju í Reykjavík. „Það er óþægilegt að vera í svona óvissu. Við höfum beðið svo lengi eftir að fá svar. En það vill enginn að þetta fari.“Selfyssingar ósáttirFramkvæmdastjórn Ungmennafélagsins Selfoss gagnrýnir harðlega hugmyndir um flutninginn í tilkynningu til fjölmiðla. Þar segir að íþróttastarf á Selfossi hafi notið góðs af nálægðinni við starfsemi Háskóla Íslands á Suðurlandi en starfsemin sé einn af hornsteinum menntasamfélagsins í landshlutanum. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra gagnrýnir Háskóla Íslands harðlega fyrir að láta sér detta það í hug að flytja íþróttakennaranámið frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Nemendur á Laugarvatni vilja halda náminu þar. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss er sömuleiðis á móti flutningi. Háskólaráð Háskóla Íslands mun taka ákvörðun um það í dag hvort nám á íþrótta og heilsufræði braut Menntavísindasviðs verður lagt niður á Laugarvatni og flutt til Reykjavíkur. Allt bendir til þess að flutningur verði niðurstaðan sé litið til umræðu og skýrslu sem unnin var árið 2015 um sóknarfæri í námi í íþrótta- og heilsufræði við HÍ. Íþróttanám hefur verið á Laugarvatni frá 1932 eða í 84 ár. Fundur ráðsins hófst klukkan 13 og mun væntanlega standa í nokkrar klukkustundir.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi eins og sjá má í myndbandi neðst í fréttinni.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVísirRáðherra trúir ekki að flutningur verði niðurstaðan „Ég bara óttast það mjög að námið verði fært til Reykjavíkur,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í Bláskógabyggð. Það sé mjög slæmt fyrir þjóðfélagið að opinber störf séu flutt af landsbyggðinni til borgarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis er mjög ósáttur við Háskóla Íslands. „Það er auðvitað oft á tíðum dýrara að reka stofnanir úti á landi. Ef Háskóli Íslands treystir sér ekki til þess, hvernig ætlar hann að koma inn í framtíðarendurskipulagningu að háskólastiginu á Íslandi? Hver þorir að fara í samstarf við Háskóla Íslands ef allt á að enda í Vatnsmýrinni? Ég trúi ekki að þetta verði niðurstaðan.“Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir.Nemendur stressaðir Átta þúsund fermetrar af byggingum tilheyra skólanum á Laugarvatni og munu þær væntanlega standa tómar fari skólinn. Nemendur skólans vilja halda honum á Laugarvatni. „Það er miklu skemmtilegra hérna. Það er allt til alls, svo náinn hópur,“ segir Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir nemi við skólann. Aspurð hvort nemendur hafi áhyggjur segir Svala: „Við erum allavega mjög stressaðar.“ Brynhildur Ólafsdóttir nemi segir námið miklu persónulegra og sömuleiðis ódýrara en ef þau byggju í Reykjavík. „Það er óþægilegt að vera í svona óvissu. Við höfum beðið svo lengi eftir að fá svar. En það vill enginn að þetta fari.“Selfyssingar ósáttirFramkvæmdastjórn Ungmennafélagsins Selfoss gagnrýnir harðlega hugmyndir um flutninginn í tilkynningu til fjölmiðla. Þar segir að íþróttastarf á Selfossi hafi notið góðs af nálægðinni við starfsemi Háskóla Íslands á Suðurlandi en starfsemin sé einn af hornsteinum menntasamfélagsins í landshlutanum.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira