Ráðherra harðorður: „Hver þorir í samstarf við Háskóla Íslands?“ Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 18. febrúar 2016 13:09 Frá Laugarvatni. Mynd af vefsíðu Háskóla Íslands Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra gagnrýnir Háskóla Íslands harðlega fyrir að láta sér detta það í hug að flytja íþróttakennaranámið frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Nemendur á Laugarvatni vilja halda náminu þar. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss er sömuleiðis á móti flutningi. Háskólaráð Háskóla Íslands mun taka ákvörðun um það í dag hvort nám á íþrótta og heilsufræði braut Menntavísindasviðs verður lagt niður á Laugarvatni og flutt til Reykjavíkur. Allt bendir til þess að flutningur verði niðurstaðan sé litið til umræðu og skýrslu sem unnin var árið 2015 um sóknarfæri í námi í íþrótta- og heilsufræði við HÍ. Íþróttanám hefur verið á Laugarvatni frá 1932 eða í 84 ár. Fundur ráðsins hófst klukkan 13 og mun væntanlega standa í nokkrar klukkustundir.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi eins og sjá má í myndbandi neðst í fréttinni.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVísirRáðherra trúir ekki að flutningur verði niðurstaðan „Ég bara óttast það mjög að námið verði fært til Reykjavíkur,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í Bláskógabyggð. Það sé mjög slæmt fyrir þjóðfélagið að opinber störf séu flutt af landsbyggðinni til borgarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis er mjög ósáttur við Háskóla Íslands. „Það er auðvitað oft á tíðum dýrara að reka stofnanir úti á landi. Ef Háskóli Íslands treystir sér ekki til þess, hvernig ætlar hann að koma inn í framtíðarendurskipulagningu að háskólastiginu á Íslandi? Hver þorir að fara í samstarf við Háskóla Íslands ef allt á að enda í Vatnsmýrinni? Ég trúi ekki að þetta verði niðurstaðan.“Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir.Nemendur stressaðir Átta þúsund fermetrar af byggingum tilheyra skólanum á Laugarvatni og munu þær væntanlega standa tómar fari skólinn. Nemendur skólans vilja halda honum á Laugarvatni. „Það er miklu skemmtilegra hérna. Það er allt til alls, svo náinn hópur,“ segir Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir nemi við skólann. Aspurð hvort nemendur hafi áhyggjur segir Svala: „Við erum allavega mjög stressaðar.“ Brynhildur Ólafsdóttir nemi segir námið miklu persónulegra og sömuleiðis ódýrara en ef þau byggju í Reykjavík. „Það er óþægilegt að vera í svona óvissu. Við höfum beðið svo lengi eftir að fá svar. En það vill enginn að þetta fari.“Selfyssingar ósáttirFramkvæmdastjórn Ungmennafélagsins Selfoss gagnrýnir harðlega hugmyndir um flutninginn í tilkynningu til fjölmiðla. Þar segir að íþróttastarf á Selfossi hafi notið góðs af nálægðinni við starfsemi Háskóla Íslands á Suðurlandi en starfsemin sé einn af hornsteinum menntasamfélagsins í landshlutanum. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra gagnrýnir Háskóla Íslands harðlega fyrir að láta sér detta það í hug að flytja íþróttakennaranámið frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Nemendur á Laugarvatni vilja halda náminu þar. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss er sömuleiðis á móti flutningi. Háskólaráð Háskóla Íslands mun taka ákvörðun um það í dag hvort nám á íþrótta og heilsufræði braut Menntavísindasviðs verður lagt niður á Laugarvatni og flutt til Reykjavíkur. Allt bendir til þess að flutningur verði niðurstaðan sé litið til umræðu og skýrslu sem unnin var árið 2015 um sóknarfæri í námi í íþrótta- og heilsufræði við HÍ. Íþróttanám hefur verið á Laugarvatni frá 1932 eða í 84 ár. Fundur ráðsins hófst klukkan 13 og mun væntanlega standa í nokkrar klukkustundir.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi eins og sjá má í myndbandi neðst í fréttinni.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVísirRáðherra trúir ekki að flutningur verði niðurstaðan „Ég bara óttast það mjög að námið verði fært til Reykjavíkur,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í Bláskógabyggð. Það sé mjög slæmt fyrir þjóðfélagið að opinber störf séu flutt af landsbyggðinni til borgarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis er mjög ósáttur við Háskóla Íslands. „Það er auðvitað oft á tíðum dýrara að reka stofnanir úti á landi. Ef Háskóli Íslands treystir sér ekki til þess, hvernig ætlar hann að koma inn í framtíðarendurskipulagningu að háskólastiginu á Íslandi? Hver þorir að fara í samstarf við Háskóla Íslands ef allt á að enda í Vatnsmýrinni? Ég trúi ekki að þetta verði niðurstaðan.“Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir.Nemendur stressaðir Átta þúsund fermetrar af byggingum tilheyra skólanum á Laugarvatni og munu þær væntanlega standa tómar fari skólinn. Nemendur skólans vilja halda honum á Laugarvatni. „Það er miklu skemmtilegra hérna. Það er allt til alls, svo náinn hópur,“ segir Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir nemi við skólann. Aspurð hvort nemendur hafi áhyggjur segir Svala: „Við erum allavega mjög stressaðar.“ Brynhildur Ólafsdóttir nemi segir námið miklu persónulegra og sömuleiðis ódýrara en ef þau byggju í Reykjavík. „Það er óþægilegt að vera í svona óvissu. Við höfum beðið svo lengi eftir að fá svar. En það vill enginn að þetta fari.“Selfyssingar ósáttirFramkvæmdastjórn Ungmennafélagsins Selfoss gagnrýnir harðlega hugmyndir um flutninginn í tilkynningu til fjölmiðla. Þar segir að íþróttastarf á Selfossi hafi notið góðs af nálægðinni við starfsemi Háskóla Íslands á Suðurlandi en starfsemin sé einn af hornsteinum menntasamfélagsins í landshlutanum.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira