Saka meirihlutann um uppgjöf Birta Björnsdóttir skrifar 15. apríl 2016 20:00 Skuldastaða sveitarfélagsins Reykjanesbæjar hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Næstkomandi þriðjudag tekur bæjarstjórn fyrir tillögu bæjarráðs um að innanríkisráðuneytið taki yfir fjármál bæjarins. Fari það svo verður það í fyrsta skipti verður það í fyrsta skipti sem sveitarfélag af þessarri stærðargráðu fer þessa leið hér á landi. Minnihluti bæjarráðs lagðist hinsvegar gegn tillögunni og hyggst ekki styðja hana á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. „Meirihlutinn hefur verið að vinna að þessarri einu leið undanfarin tvö ár og hún gekk ekki upp. Þeir hafa gefist upp gagnvart þessu verkefni. Við myndum auðvitað vilja setjast niður með þessum lánadrottnum okkar, finna nýjar leiðir og nýjar lausnir. Við höfum enn sex ár til stefnu,“ segir Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. „Menn verða einfaldlega að hafa trú á svæðinu, trú á sveitarfélaginu og trú á sjálfum sér til þess að ná einhverjum árangri í þessu verkefni.“ Böðvar segir að skuldastaða Reykjanesbæjar hafi lækkað mikið síðan ný sveitastjórnarlög um skuldastöðu tóku gildi fyrir fjórum árum, en samkvæmt þeim mega sveitarfélög ekki skulda meira en sem nemur 150% af árlegum tekjum þeirra. Þetta muni ársreikningur sem lagður verður fram í næstu viku staðfesta. Hann segir nægan tíma til stefnu til að koma fjárhagsstöðunni í rétt horf. „Það er algjörlega verið að gefast upp allt of snemma. Þarna leita menn leiða til að hlaupa til ríkisins og afhenda þar lyklana. Þar með eru menn ekki að sinna skyldum sínum gagnvart íbúum bæjarins sem þeir tóku að sér þegar þeir fóru í kosningar árið 2014,“ segir Böðvar.En nú var stofnað til flestra þessarra skulda í stjórnartíð ykkar hjá D-listanum. Mætti ekki færa rök fyrir því að þið hafið þegar fengið ykkar tækifæri til að rétta úr kútnum? „Við skulum ekki gleyma því að það var ekki fyrr en árið 2012 sem sett voru ákveðin viðmið um skuldahlutfallið. Fram að þeim tíma voru menn auðvitað að byggja upp öflugt sveitarfélag,“ segir Bárður og bendir á að ýmsir utanaðkomandi þættir hafi einnig haft áhrif líkt og brotthvarf hersins og efnahagshrunið. En hvað finnst íbúum Reykjanesbæjar um stöðu mála? Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hverju nokkrir íbúar bæjarins svara þegar þeir eru spurðir út í ástandið. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira
Skuldastaða sveitarfélagsins Reykjanesbæjar hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Næstkomandi þriðjudag tekur bæjarstjórn fyrir tillögu bæjarráðs um að innanríkisráðuneytið taki yfir fjármál bæjarins. Fari það svo verður það í fyrsta skipti verður það í fyrsta skipti sem sveitarfélag af þessarri stærðargráðu fer þessa leið hér á landi. Minnihluti bæjarráðs lagðist hinsvegar gegn tillögunni og hyggst ekki styðja hana á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. „Meirihlutinn hefur verið að vinna að þessarri einu leið undanfarin tvö ár og hún gekk ekki upp. Þeir hafa gefist upp gagnvart þessu verkefni. Við myndum auðvitað vilja setjast niður með þessum lánadrottnum okkar, finna nýjar leiðir og nýjar lausnir. Við höfum enn sex ár til stefnu,“ segir Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. „Menn verða einfaldlega að hafa trú á svæðinu, trú á sveitarfélaginu og trú á sjálfum sér til þess að ná einhverjum árangri í þessu verkefni.“ Böðvar segir að skuldastaða Reykjanesbæjar hafi lækkað mikið síðan ný sveitastjórnarlög um skuldastöðu tóku gildi fyrir fjórum árum, en samkvæmt þeim mega sveitarfélög ekki skulda meira en sem nemur 150% af árlegum tekjum þeirra. Þetta muni ársreikningur sem lagður verður fram í næstu viku staðfesta. Hann segir nægan tíma til stefnu til að koma fjárhagsstöðunni í rétt horf. „Það er algjörlega verið að gefast upp allt of snemma. Þarna leita menn leiða til að hlaupa til ríkisins og afhenda þar lyklana. Þar með eru menn ekki að sinna skyldum sínum gagnvart íbúum bæjarins sem þeir tóku að sér þegar þeir fóru í kosningar árið 2014,“ segir Böðvar.En nú var stofnað til flestra þessarra skulda í stjórnartíð ykkar hjá D-listanum. Mætti ekki færa rök fyrir því að þið hafið þegar fengið ykkar tækifæri til að rétta úr kútnum? „Við skulum ekki gleyma því að það var ekki fyrr en árið 2012 sem sett voru ákveðin viðmið um skuldahlutfallið. Fram að þeim tíma voru menn auðvitað að byggja upp öflugt sveitarfélag,“ segir Bárður og bendir á að ýmsir utanaðkomandi þættir hafi einnig haft áhrif líkt og brotthvarf hersins og efnahagshrunið. En hvað finnst íbúum Reykjanesbæjar um stöðu mála? Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hverju nokkrir íbúar bæjarins svara þegar þeir eru spurðir út í ástandið.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira