Vankantar á utankjörfundaratkvæðagreiðslu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. október 2016 14:38 Í kjörklefa gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins, en ekki eingöngu þá stafi sem stjórnmálaflokkum hefur verið úthlutað. vísir/valli Píratar fengu ábendingu um vankanta á utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sendiráði erlendis frá kjósanda sem búsettur er erlendis. Í kjörklefa gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins, en ekki eingöngu þá stafi sem stjórnmálaflokkum hefur verið úthlutað. Utanríkisráðuneytið hefur brugðist við ábendingu flokksins. Innanríkisráðuneytið hefur gefið þau tilmæli til allra sem annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur að stimplar fari ekki í notkun fyrr en framboðsfrestur er útrunninn og öll framboðin komin fram. Framboðsfrestur rennur út þann 14. október. „Við framkvæmd kosninga er nauðsynlegt að rétt kjörgögn séu til staðar og að farið sé eftir leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins í hvívetna til þess að tryggja það að kjósendur geti komið atkvæði sínu til skila og að skýrt sé hvaða listabókstafur tilheyri hvaða flokki,” segir í tilkynningu frá Pírötum. Haft var samband við viðkomandi sendiráð, Innanríkisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið. “Það virðist hafa verið einhver skortur á upplýsingaflæði þarna á milli,” segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, í samtali við Vísi. “Staðan núna hjá Utanríkisráðuneytinu er að láta öll sendiráð vita að því hvernig þetta á að vera alveg hundrað prósent.”Tilkynningu Pírata má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Pírötum barst ábending frá áhyggjufullum kjósanda sem búsettur er erlendis um að utankjörfundaratkvæðagreiðslu væri ábótavant í einu sendiráða Íslands þar sem viðkomandi hafði farið til að kjósa.Þegar í kjörklefann var komið gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins. Samkvæmt kosningalögum segir í 47.gr XI. Kafla um kjörgögn að: “Kjörgögn til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eru: kjörseðill, kjörseðilsumslag, fylgibréf og sendiumslag, svo og stimplar með listabókstöfum.”Ljóst þykir að skv. kosningalögum ekki er leyfilegt að hafa alla bókstafi stafrófsins frammi, heldur eingöngu stimpla með listabókstöfum þeirra flokka sem bjóða fram í Alþingiskosningum. Auk þess sendir Innanríkisráðuneytið þau tilmæli til þeirra er annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur að stimplar fari ekki í notkun fyrr en öll framboð eru komin fram þ.e. þegar framboðsfrestur er útrunninn.Við framkvæmd kosninga er nauðsynlegt að rétt kjörgögn séu til staðar og að farið sé eftir leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins í hvívetna til þess að tryggja það að kjósendur geti komið atkvæði sínu til skila og að skýrt sé hvaða listabókstafur tilheyri hvaða flokki.Píratar rannsökuðu málið nánar og höfðu samband við viðkomandi sendiráð, Innanríkisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið. Eftir að Píratar komu þessum athugasemdum á framfæri við ráðuneytin og sendiráðið er nú búið að setja ferli af stað til þess að lagfæra þessa vankanta og samræma utankjörfundaratkvæðagreiðslur og fagna Píratar því.Mikilvægt er að rétt sé staðið að utankjörfundaratkvæðagreiðslum og munu Píratar hafa vakandi auga með framkvæmd þeirra fram að kosningum. Kosningar 2016 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Píratar fengu ábendingu um vankanta á utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sendiráði erlendis frá kjósanda sem búsettur er erlendis. Í kjörklefa gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins, en ekki eingöngu þá stafi sem stjórnmálaflokkum hefur verið úthlutað. Utanríkisráðuneytið hefur brugðist við ábendingu flokksins. Innanríkisráðuneytið hefur gefið þau tilmæli til allra sem annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur að stimplar fari ekki í notkun fyrr en framboðsfrestur er útrunninn og öll framboðin komin fram. Framboðsfrestur rennur út þann 14. október. „Við framkvæmd kosninga er nauðsynlegt að rétt kjörgögn séu til staðar og að farið sé eftir leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins í hvívetna til þess að tryggja það að kjósendur geti komið atkvæði sínu til skila og að skýrt sé hvaða listabókstafur tilheyri hvaða flokki,” segir í tilkynningu frá Pírötum. Haft var samband við viðkomandi sendiráð, Innanríkisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið. “Það virðist hafa verið einhver skortur á upplýsingaflæði þarna á milli,” segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, í samtali við Vísi. “Staðan núna hjá Utanríkisráðuneytinu er að láta öll sendiráð vita að því hvernig þetta á að vera alveg hundrað prósent.”Tilkynningu Pírata má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Pírötum barst ábending frá áhyggjufullum kjósanda sem búsettur er erlendis um að utankjörfundaratkvæðagreiðslu væri ábótavant í einu sendiráða Íslands þar sem viðkomandi hafði farið til að kjósa.Þegar í kjörklefann var komið gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins. Samkvæmt kosningalögum segir í 47.gr XI. Kafla um kjörgögn að: “Kjörgögn til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eru: kjörseðill, kjörseðilsumslag, fylgibréf og sendiumslag, svo og stimplar með listabókstöfum.”Ljóst þykir að skv. kosningalögum ekki er leyfilegt að hafa alla bókstafi stafrófsins frammi, heldur eingöngu stimpla með listabókstöfum þeirra flokka sem bjóða fram í Alþingiskosningum. Auk þess sendir Innanríkisráðuneytið þau tilmæli til þeirra er annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur að stimplar fari ekki í notkun fyrr en öll framboð eru komin fram þ.e. þegar framboðsfrestur er útrunninn.Við framkvæmd kosninga er nauðsynlegt að rétt kjörgögn séu til staðar og að farið sé eftir leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins í hvívetna til þess að tryggja það að kjósendur geti komið atkvæði sínu til skila og að skýrt sé hvaða listabókstafur tilheyri hvaða flokki.Píratar rannsökuðu málið nánar og höfðu samband við viðkomandi sendiráð, Innanríkisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið. Eftir að Píratar komu þessum athugasemdum á framfæri við ráðuneytin og sendiráðið er nú búið að setja ferli af stað til þess að lagfæra þessa vankanta og samræma utankjörfundaratkvæðagreiðslur og fagna Píratar því.Mikilvægt er að rétt sé staðið að utankjörfundaratkvæðagreiðslum og munu Píratar hafa vakandi auga með framkvæmd þeirra fram að kosningum.
Kosningar 2016 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent