Stærstu bíósmellir ársins 2016 Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2016 10:00 Þessar myndir eru í fjórum efstu sætunum. Langar þig lesandi góður að verða ríkur af kvikmyndagerð? Þá ættirðu kannski að gera kvikmynd um annað hvort ofurhetjur eða talandi dýr, allavega ef marka má lista yfir aðsóknarmestu kvikmyndir ársins. Tölurnar eru fengnar af vef Box Office Mojo og þó eitthvað sé enn eftir af árinu, og að enn á eftir að frumsýna stjörnustríðsmyndina Rogue One: A Star Wars Story, þá leyfum við okkur hér á Vísi að taka saman þær myndir sem voru vinsælastar á árinu sem er að líða.Í 1. sæti er ofurhetjustórmyndin Captain America: Civil War sem þénaði 1,1 milljarð dollara í miðasölu á heimsvísu, eða sem nemur 122 milljörðum íslenskra króna.Í 2. sæti er teiknimyndin Finding Dory, framhald af Finding Nemo, um talandi fiska sem þénaði 1.027 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 3. sæti er teiknimyndin Zootopia sem þénaði aðeins minna en Finding Dory, eða 1.023 milljónir dollara.Í 4. sæti er The Jungle Book (Skógarlíf), um drenginn Móglí sem talar við dýrin í skóginum. Myndin þénaði 966 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 5. sæti er The Secret Life of Pets, ævintýri dýra sem tala við hvort annað, en sú mynd þénaði 874 milljónir dollara í miðasölu.Í 6. sæti er svo ofurhetjumyndin Batman v Superman: Dawn of Justice sem segir frá bardaga ofurmennisins og leðurblökumannsins sem verða svo vinir og taka höndum saman gegn sameiginlegum óvini. Myndin þénaði 873 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 7. sæti er ofurhetjumyndin Deadpool, en þeim karakter er væntanlega best lýst sem ósvífinni andhetju með hjarta úr gulli. Um er að ræða einn óvæntasta smell ársins sem þénaði 745 milljónir dollara á heimsvísu og skaut þar með mörgum stórmyndunum ref fyrir rass.Í 8. sæti er svo fjórða ofurhetjumyndin á listanum, Suicide Squad. Myndin segir frá illmennum úr myndasagna heimi DC-Comics sem taka höndum saman til að berjast gegn sameiginlegum óvini. Myndin þénaði 745 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Við höfum hvergi nærri sagt skilið við ofurhetjumyndirnar því í 9. sæti er kvikmynd um seiðkarlinn Doctor Strange sem hefur þénað 636 milljónir dollara á heimsvísu.Í 10. sæti er svo Harry Potter-undanfarinn Fantastic Beasts and Where To Find Them, sem hefur þénað 610 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu. Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira
Langar þig lesandi góður að verða ríkur af kvikmyndagerð? Þá ættirðu kannski að gera kvikmynd um annað hvort ofurhetjur eða talandi dýr, allavega ef marka má lista yfir aðsóknarmestu kvikmyndir ársins. Tölurnar eru fengnar af vef Box Office Mojo og þó eitthvað sé enn eftir af árinu, og að enn á eftir að frumsýna stjörnustríðsmyndina Rogue One: A Star Wars Story, þá leyfum við okkur hér á Vísi að taka saman þær myndir sem voru vinsælastar á árinu sem er að líða.Í 1. sæti er ofurhetjustórmyndin Captain America: Civil War sem þénaði 1,1 milljarð dollara í miðasölu á heimsvísu, eða sem nemur 122 milljörðum íslenskra króna.Í 2. sæti er teiknimyndin Finding Dory, framhald af Finding Nemo, um talandi fiska sem þénaði 1.027 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 3. sæti er teiknimyndin Zootopia sem þénaði aðeins minna en Finding Dory, eða 1.023 milljónir dollara.Í 4. sæti er The Jungle Book (Skógarlíf), um drenginn Móglí sem talar við dýrin í skóginum. Myndin þénaði 966 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 5. sæti er The Secret Life of Pets, ævintýri dýra sem tala við hvort annað, en sú mynd þénaði 874 milljónir dollara í miðasölu.Í 6. sæti er svo ofurhetjumyndin Batman v Superman: Dawn of Justice sem segir frá bardaga ofurmennisins og leðurblökumannsins sem verða svo vinir og taka höndum saman gegn sameiginlegum óvini. Myndin þénaði 873 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 7. sæti er ofurhetjumyndin Deadpool, en þeim karakter er væntanlega best lýst sem ósvífinni andhetju með hjarta úr gulli. Um er að ræða einn óvæntasta smell ársins sem þénaði 745 milljónir dollara á heimsvísu og skaut þar með mörgum stórmyndunum ref fyrir rass.Í 8. sæti er svo fjórða ofurhetjumyndin á listanum, Suicide Squad. Myndin segir frá illmennum úr myndasagna heimi DC-Comics sem taka höndum saman til að berjast gegn sameiginlegum óvini. Myndin þénaði 745 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Við höfum hvergi nærri sagt skilið við ofurhetjumyndirnar því í 9. sæti er kvikmynd um seiðkarlinn Doctor Strange sem hefur þénað 636 milljónir dollara á heimsvísu.Í 10. sæti er svo Harry Potter-undanfarinn Fantastic Beasts and Where To Find Them, sem hefur þénað 610 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.
Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira
Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45