Ástæðulaust að endurskoða búvörusamninga þrátt fyrir gagnrýni Höskuldur Kári Schram skrifar 11. júní 2016 18:45 Formaður Bændasamtakanna telur ástæðulaust að endurskoða búvörusamningana frá grunni þrátt fyrir harða gagnrýni. Hann segir bagalegt að Alþingi skuli ekki vera búið að afgreiða málið nú þegar. Búvörusamningarnir voru undirritaðir í febrúarmánuði síðastliðnum. Bændur samþykktu samninginn fyrir sitt leyti í lok marsmánaðar en Alþingi á enn eftir að klára málið. Samningarnir hafa verið harðlega gagnrýndir meðal annars af Félagi atvinnurekenda, Samtökum atvinnulífsins, Neytendasamtökunum, Alþýðusambandinu og nú síðast Samkeppniseftirlitinu. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins til atvinnuveganefndar Alþingis eru samningarnir meðal annars sagðir vinna gegn hagsmunum bænda og neytenda. Eftirlitið telur ennfremur að samningarnir skapi óvissu um framkvæmd á samkeppnislögum og hvetur til þess að þeir verði endurskoðaðir. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna telur hins vegar ástæðulaust að endurskoða samningana frá grunni. „Nei ég tel nú ekki ástæða til þess að semja upp á nýtt. Ef það eru einhverjir augljósir agnúar á samningunum. Ef það er eitthvað sem þarna er verið að ákveða sem er ekki í samræmi við lög þá er að sjálfsögðu eðlilegt að það sé skoðað. En að vera gera grundvallarbreytingar á samningunum kallar á það að setjast algerlega við þetta aftur. Við verðum þá að endurnýja umboðið og sækja það til bænda og senda málið í atkvæðagreiðslu. Þannig að ég tel að við eigum að klára þetta eins og þetta lítur út í dag,“ segir Sindri. Hann segir bagalegt að Alþingi sé ekki búið að afgreiða málið. „Samningarnir eiga að taka gildi um næstu áramót. Það að þetta skuli ekki þegar vera frágengið veldur mikilli óvissu fyrir bændur því menn þurfa í löngum framleiðsluferlum að fara að taka ákvarðanir fyrir næsta ár,“ segir Sindri. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir RÚV muni óskar eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Sjá meira
Formaður Bændasamtakanna telur ástæðulaust að endurskoða búvörusamningana frá grunni þrátt fyrir harða gagnrýni. Hann segir bagalegt að Alþingi skuli ekki vera búið að afgreiða málið nú þegar. Búvörusamningarnir voru undirritaðir í febrúarmánuði síðastliðnum. Bændur samþykktu samninginn fyrir sitt leyti í lok marsmánaðar en Alþingi á enn eftir að klára málið. Samningarnir hafa verið harðlega gagnrýndir meðal annars af Félagi atvinnurekenda, Samtökum atvinnulífsins, Neytendasamtökunum, Alþýðusambandinu og nú síðast Samkeppniseftirlitinu. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins til atvinnuveganefndar Alþingis eru samningarnir meðal annars sagðir vinna gegn hagsmunum bænda og neytenda. Eftirlitið telur ennfremur að samningarnir skapi óvissu um framkvæmd á samkeppnislögum og hvetur til þess að þeir verði endurskoðaðir. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna telur hins vegar ástæðulaust að endurskoða samningana frá grunni. „Nei ég tel nú ekki ástæða til þess að semja upp á nýtt. Ef það eru einhverjir augljósir agnúar á samningunum. Ef það er eitthvað sem þarna er verið að ákveða sem er ekki í samræmi við lög þá er að sjálfsögðu eðlilegt að það sé skoðað. En að vera gera grundvallarbreytingar á samningunum kallar á það að setjast algerlega við þetta aftur. Við verðum þá að endurnýja umboðið og sækja það til bænda og senda málið í atkvæðagreiðslu. Þannig að ég tel að við eigum að klára þetta eins og þetta lítur út í dag,“ segir Sindri. Hann segir bagalegt að Alþingi sé ekki búið að afgreiða málið. „Samningarnir eiga að taka gildi um næstu áramót. Það að þetta skuli ekki þegar vera frágengið veldur mikilli óvissu fyrir bændur því menn þurfa í löngum framleiðsluferlum að fara að taka ákvarðanir fyrir næsta ár,“ segir Sindri.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir RÚV muni óskar eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Sjá meira