Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur á Þjóðhátíð 2016 Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. febrúar 2016 06:30 Þórarinn Guðnason, Hrafnkell Örn Guðjónsson og Vignir Rafn Hilmarsson úr Agent Fresco liggja hér saman, ásamt þeim Helga Sæmundi Guðmundssyni úr Úlfi Úlfi og Emmsjé Gauta, þar sem þeir undirbúa sig andlega fyrir Eyjaferðina miklu. vísir/ernir Hljómsveitirnar Agent Fresco, Úlfur Úlfur og rapparinn Emmsjé Gauti koma fram á Þjóðhátíð 2016 en þetta eru fyrstu listamennirnir sem kynntir eru til leiks á þessa Þjóðhátíð sem er númer 142. Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin Úlfur Úlfur kemur fram en dúettinn kom fram þar árið 2012. „Mér líst alveg heví vel á þetta. Ég hef reyndar bara einu sinni áður farið til Eyja og hef því ekkert ótrúlega mikla reynslu en mér finnst þetta geggjað,“ segir Arnar Freyr Frostason en hann myndar Úlf Úlf ásamt Helga Sæmundi Guðmundssyni. Arnar Freyr segir að þeir félagar komi til með að flytja sína helstu slagara í bland við glænýtt efni. „Við erum að vinna að nýju efni þessi dagana og höfum eiginlega verið að semja síðan síðasta plata kom út. Við eigum örugglega eftir að spila lög sem eru ekki einu sinni orðin hugmynd núna, það er svo langt í þetta,“ bætir Arnar Freyr við léttur í lundu. Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, er einnig að koma fram í annað sinn á Þjóðhátíð. „Mér fannst mjög gaman þarna síðast. Mér fannst reyndar hræðilegt að þurfa fara í Herjólf,“ segir Gauti en samgöngutæki eru ekki í miklu uppáhaldi hjá honum. „Ég er hræddastur við flugvélar, síðan við báta því ef þú ert ekki hræddur við sjóinn þá ertu ekki með gott ímyndunarafl og svo eru það bílar, því þetta er allt eitthvað sem klessist á og sekkur og maður hefur enga stjórn á þessu,“ bætir Gauti við. Hann er þó fullur tilhlökkunar. „Ég er mjög spenntur að fara aftur, þetta verður geggjað.“ Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco, hlakkar sérlega mikið til, þar sem hann á afmæli á sama tíma. „Ég á afmæli sama dag og við erum að spila þannig að þetta verður án efa stærsta afmælispartíið mitt hingað til,“ segir Arnór Dan og hlær. Agent Fresco hefur einu sinni áður spilað á Þjóðhátíð og var það árið 2011. „Þar er einhver stemming sem er hvergi annars staðar. Þetta verður gott,“ segir Þórarinn Guðnason, gítarleikari Agent Fresco. Að undanförnu hafa þeir Agent Fresco-piltar Þórarinn, Hrafnkell Örn Guðjónsson trommuleikari og Vignir Rafn Hilmarsson bassaleikari leikið með bæði Úlfi Úlfi og Gauta á tónleikum. En koma þeir til með að spila með röppurunum í Eyjum? „Það er bara aldrei að vita,“ segir Þórarinn. Tilkynnt var á dögunum að Friðrik Dór og Sverrir Bergmann komi til með að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár en Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson semur lagið. Fleiri listamenn og hljómsveitir verða tilkynntar á næstunni en forsala miða á Þjóðhátíð hefst í dag á dalurinn.is. Tengdar fréttir Sverrir Bergmann og Friðrik Dór syngja Þjóðhátíðarlagið í ár Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár en hann samdi einmitt lagið Þar sem hjartað slær sem var Þjóðhátíðarlagið árið 2012. 19. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Hljómsveitirnar Agent Fresco, Úlfur Úlfur og rapparinn Emmsjé Gauti koma fram á Þjóðhátíð 2016 en þetta eru fyrstu listamennirnir sem kynntir eru til leiks á þessa Þjóðhátíð sem er númer 142. Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin Úlfur Úlfur kemur fram en dúettinn kom fram þar árið 2012. „Mér líst alveg heví vel á þetta. Ég hef reyndar bara einu sinni áður farið til Eyja og hef því ekkert ótrúlega mikla reynslu en mér finnst þetta geggjað,“ segir Arnar Freyr Frostason en hann myndar Úlf Úlf ásamt Helga Sæmundi Guðmundssyni. Arnar Freyr segir að þeir félagar komi til með að flytja sína helstu slagara í bland við glænýtt efni. „Við erum að vinna að nýju efni þessi dagana og höfum eiginlega verið að semja síðan síðasta plata kom út. Við eigum örugglega eftir að spila lög sem eru ekki einu sinni orðin hugmynd núna, það er svo langt í þetta,“ bætir Arnar Freyr við léttur í lundu. Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, er einnig að koma fram í annað sinn á Þjóðhátíð. „Mér fannst mjög gaman þarna síðast. Mér fannst reyndar hræðilegt að þurfa fara í Herjólf,“ segir Gauti en samgöngutæki eru ekki í miklu uppáhaldi hjá honum. „Ég er hræddastur við flugvélar, síðan við báta því ef þú ert ekki hræddur við sjóinn þá ertu ekki með gott ímyndunarafl og svo eru það bílar, því þetta er allt eitthvað sem klessist á og sekkur og maður hefur enga stjórn á þessu,“ bætir Gauti við. Hann er þó fullur tilhlökkunar. „Ég er mjög spenntur að fara aftur, þetta verður geggjað.“ Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco, hlakkar sérlega mikið til, þar sem hann á afmæli á sama tíma. „Ég á afmæli sama dag og við erum að spila þannig að þetta verður án efa stærsta afmælispartíið mitt hingað til,“ segir Arnór Dan og hlær. Agent Fresco hefur einu sinni áður spilað á Þjóðhátíð og var það árið 2011. „Þar er einhver stemming sem er hvergi annars staðar. Þetta verður gott,“ segir Þórarinn Guðnason, gítarleikari Agent Fresco. Að undanförnu hafa þeir Agent Fresco-piltar Þórarinn, Hrafnkell Örn Guðjónsson trommuleikari og Vignir Rafn Hilmarsson bassaleikari leikið með bæði Úlfi Úlfi og Gauta á tónleikum. En koma þeir til með að spila með röppurunum í Eyjum? „Það er bara aldrei að vita,“ segir Þórarinn. Tilkynnt var á dögunum að Friðrik Dór og Sverrir Bergmann komi til með að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár en Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson semur lagið. Fleiri listamenn og hljómsveitir verða tilkynntar á næstunni en forsala miða á Þjóðhátíð hefst í dag á dalurinn.is.
Tengdar fréttir Sverrir Bergmann og Friðrik Dór syngja Þjóðhátíðarlagið í ár Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár en hann samdi einmitt lagið Þar sem hjartað slær sem var Þjóðhátíðarlagið árið 2012. 19. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Sverrir Bergmann og Friðrik Dór syngja Þjóðhátíðarlagið í ár Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár en hann samdi einmitt lagið Þar sem hjartað slær sem var Þjóðhátíðarlagið árið 2012. 19. febrúar 2016 07:00