Ríkisstarfsmaður fær bætur þrátt fyrir að hafa tekið bensín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2016 12:45 Konan ók Gullinbrú í norðurátt en beygði inn á Fjallkonuveg til að ná í bensín. Svo var planið að aka aftur norður Gullinbrú en hún lenti í árekstri á bensínstöðinni. Vísir/Loftmyndir Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. Ekki var deilt um afleiðingar bílslyss sem hún lenti í heldur hvort hún hefði verið á „eðlilegri leið“ milli vinnustaðar og heimilis þegar slysið varð. Konan hlaut 18 prósent varanlegan miska og 15 prósent varanlega örorku vegna slyssins en ekki var deilt um það. Þær niðurstöður lágu fyrir í maí 2014. Gerði lögmaður konunnar í kjölfarið kröfu um að ríkið, fyrir hönd spítalans, greiddi konunni bætur samkvæmt reglum um slysatryggingar ríkisstarfsmanna en fékk lengi vel engin svör. Loks fékkst svar frá ríkinu í febrúar 2015 þar sem ríkið sagðist líta svo á að með því að koma við á heimleiðinni og taka bensín hefði konan gert rof á beinni leið til og frá vinnu. Því hefði verið um að ræða slys utan starfs en ekki í starfi. Höfðaði konan í kjölfarið mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.Var að verða bensínlaus Óumdeilt var að leið konunnar frá vinnu til heimilis hennar lá um Gullinbrú, framhjá gatnamótum við Fjallkonuveg og áfram norður. Í stað þess að halda beint áfram Fjallkonuveg beygði konan inn á bensínstöð Olís sem liggur á horni götunnar og Fjallkonuvegar. Konan beygði til hægri inn á Fjallkonuveg nokkra metra áður en hún beygði til vinstri inn á bensínstöðina eins og sjá má á kortinu að ofan. Þar ætlaði hún að taka bensín en hún sagðist hafa verið að verða bensínlaus. Þar bakkaði hins vegar ökumaður bifreið á hana og var áreksturinn nokkuð harður með fyrrnefndum afleiðingum. Lögmaður ríkisins vildi meina að með því að stoppa og taka bensín hefði hún verið að sinna einkaerindum og ekki lengur hægt að fallast á að hún væri á beinni leið frá vinnu og heim til sín.Órjúfanlegur þáttur í notkun bifreiða Héraðsdómarinn Skúli Magnússon segir í niðurstöðu sinni að alkunna sé að bílstjórum geti verið nauðsynlegt að koma við á bensínstöðvum til að sinna bifreiðum sínum eða eigin náttúrulegum þörfum. Líta verði á stöðvanir við slíkar stöðvar sem órjúfanlegan þátt í notkun bifreiða. „Þótt ökumaður rjúfi för sín í stuttan tíma og víki nokkra tugi metra frá því sem annars myndi vera venjulegur ferill hans á leið milli vinnustaðar og heimilis verður af þessum ástæðum að telja hann eftir sem áður á eðlilegri leið milli umræddra staða.“ Var því fallist á að ríkið þyrfti að greiða konunni 3,6 milljónir króna í bætur sem var það sem lögmaður hennar fór fram á.Dóminn í heild má lesa hér. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. Ekki var deilt um afleiðingar bílslyss sem hún lenti í heldur hvort hún hefði verið á „eðlilegri leið“ milli vinnustaðar og heimilis þegar slysið varð. Konan hlaut 18 prósent varanlegan miska og 15 prósent varanlega örorku vegna slyssins en ekki var deilt um það. Þær niðurstöður lágu fyrir í maí 2014. Gerði lögmaður konunnar í kjölfarið kröfu um að ríkið, fyrir hönd spítalans, greiddi konunni bætur samkvæmt reglum um slysatryggingar ríkisstarfsmanna en fékk lengi vel engin svör. Loks fékkst svar frá ríkinu í febrúar 2015 þar sem ríkið sagðist líta svo á að með því að koma við á heimleiðinni og taka bensín hefði konan gert rof á beinni leið til og frá vinnu. Því hefði verið um að ræða slys utan starfs en ekki í starfi. Höfðaði konan í kjölfarið mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.Var að verða bensínlaus Óumdeilt var að leið konunnar frá vinnu til heimilis hennar lá um Gullinbrú, framhjá gatnamótum við Fjallkonuveg og áfram norður. Í stað þess að halda beint áfram Fjallkonuveg beygði konan inn á bensínstöð Olís sem liggur á horni götunnar og Fjallkonuvegar. Konan beygði til hægri inn á Fjallkonuveg nokkra metra áður en hún beygði til vinstri inn á bensínstöðina eins og sjá má á kortinu að ofan. Þar ætlaði hún að taka bensín en hún sagðist hafa verið að verða bensínlaus. Þar bakkaði hins vegar ökumaður bifreið á hana og var áreksturinn nokkuð harður með fyrrnefndum afleiðingum. Lögmaður ríkisins vildi meina að með því að stoppa og taka bensín hefði hún verið að sinna einkaerindum og ekki lengur hægt að fallast á að hún væri á beinni leið frá vinnu og heim til sín.Órjúfanlegur þáttur í notkun bifreiða Héraðsdómarinn Skúli Magnússon segir í niðurstöðu sinni að alkunna sé að bílstjórum geti verið nauðsynlegt að koma við á bensínstöðvum til að sinna bifreiðum sínum eða eigin náttúrulegum þörfum. Líta verði á stöðvanir við slíkar stöðvar sem órjúfanlegan þátt í notkun bifreiða. „Þótt ökumaður rjúfi för sín í stuttan tíma og víki nokkra tugi metra frá því sem annars myndi vera venjulegur ferill hans á leið milli vinnustaðar og heimilis verður af þessum ástæðum að telja hann eftir sem áður á eðlilegri leið milli umræddra staða.“ Var því fallist á að ríkið þyrfti að greiða konunni 3,6 milljónir króna í bætur sem var það sem lögmaður hennar fór fram á.Dóminn í heild má lesa hér.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira