Ríkisstarfsmaður fær bætur þrátt fyrir að hafa tekið bensín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2016 12:45 Konan ók Gullinbrú í norðurátt en beygði inn á Fjallkonuveg til að ná í bensín. Svo var planið að aka aftur norður Gullinbrú en hún lenti í árekstri á bensínstöðinni. Vísir/Loftmyndir Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. Ekki var deilt um afleiðingar bílslyss sem hún lenti í heldur hvort hún hefði verið á „eðlilegri leið“ milli vinnustaðar og heimilis þegar slysið varð. Konan hlaut 18 prósent varanlegan miska og 15 prósent varanlega örorku vegna slyssins en ekki var deilt um það. Þær niðurstöður lágu fyrir í maí 2014. Gerði lögmaður konunnar í kjölfarið kröfu um að ríkið, fyrir hönd spítalans, greiddi konunni bætur samkvæmt reglum um slysatryggingar ríkisstarfsmanna en fékk lengi vel engin svör. Loks fékkst svar frá ríkinu í febrúar 2015 þar sem ríkið sagðist líta svo á að með því að koma við á heimleiðinni og taka bensín hefði konan gert rof á beinni leið til og frá vinnu. Því hefði verið um að ræða slys utan starfs en ekki í starfi. Höfðaði konan í kjölfarið mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.Var að verða bensínlaus Óumdeilt var að leið konunnar frá vinnu til heimilis hennar lá um Gullinbrú, framhjá gatnamótum við Fjallkonuveg og áfram norður. Í stað þess að halda beint áfram Fjallkonuveg beygði konan inn á bensínstöð Olís sem liggur á horni götunnar og Fjallkonuvegar. Konan beygði til hægri inn á Fjallkonuveg nokkra metra áður en hún beygði til vinstri inn á bensínstöðina eins og sjá má á kortinu að ofan. Þar ætlaði hún að taka bensín en hún sagðist hafa verið að verða bensínlaus. Þar bakkaði hins vegar ökumaður bifreið á hana og var áreksturinn nokkuð harður með fyrrnefndum afleiðingum. Lögmaður ríkisins vildi meina að með því að stoppa og taka bensín hefði hún verið að sinna einkaerindum og ekki lengur hægt að fallast á að hún væri á beinni leið frá vinnu og heim til sín.Órjúfanlegur þáttur í notkun bifreiða Héraðsdómarinn Skúli Magnússon segir í niðurstöðu sinni að alkunna sé að bílstjórum geti verið nauðsynlegt að koma við á bensínstöðvum til að sinna bifreiðum sínum eða eigin náttúrulegum þörfum. Líta verði á stöðvanir við slíkar stöðvar sem órjúfanlegan þátt í notkun bifreiða. „Þótt ökumaður rjúfi för sín í stuttan tíma og víki nokkra tugi metra frá því sem annars myndi vera venjulegur ferill hans á leið milli vinnustaðar og heimilis verður af þessum ástæðum að telja hann eftir sem áður á eðlilegri leið milli umræddra staða.“ Var því fallist á að ríkið þyrfti að greiða konunni 3,6 milljónir króna í bætur sem var það sem lögmaður hennar fór fram á.Dóminn í heild má lesa hér. Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. Ekki var deilt um afleiðingar bílslyss sem hún lenti í heldur hvort hún hefði verið á „eðlilegri leið“ milli vinnustaðar og heimilis þegar slysið varð. Konan hlaut 18 prósent varanlegan miska og 15 prósent varanlega örorku vegna slyssins en ekki var deilt um það. Þær niðurstöður lágu fyrir í maí 2014. Gerði lögmaður konunnar í kjölfarið kröfu um að ríkið, fyrir hönd spítalans, greiddi konunni bætur samkvæmt reglum um slysatryggingar ríkisstarfsmanna en fékk lengi vel engin svör. Loks fékkst svar frá ríkinu í febrúar 2015 þar sem ríkið sagðist líta svo á að með því að koma við á heimleiðinni og taka bensín hefði konan gert rof á beinni leið til og frá vinnu. Því hefði verið um að ræða slys utan starfs en ekki í starfi. Höfðaði konan í kjölfarið mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.Var að verða bensínlaus Óumdeilt var að leið konunnar frá vinnu til heimilis hennar lá um Gullinbrú, framhjá gatnamótum við Fjallkonuveg og áfram norður. Í stað þess að halda beint áfram Fjallkonuveg beygði konan inn á bensínstöð Olís sem liggur á horni götunnar og Fjallkonuvegar. Konan beygði til hægri inn á Fjallkonuveg nokkra metra áður en hún beygði til vinstri inn á bensínstöðina eins og sjá má á kortinu að ofan. Þar ætlaði hún að taka bensín en hún sagðist hafa verið að verða bensínlaus. Þar bakkaði hins vegar ökumaður bifreið á hana og var áreksturinn nokkuð harður með fyrrnefndum afleiðingum. Lögmaður ríkisins vildi meina að með því að stoppa og taka bensín hefði hún verið að sinna einkaerindum og ekki lengur hægt að fallast á að hún væri á beinni leið frá vinnu og heim til sín.Órjúfanlegur þáttur í notkun bifreiða Héraðsdómarinn Skúli Magnússon segir í niðurstöðu sinni að alkunna sé að bílstjórum geti verið nauðsynlegt að koma við á bensínstöðvum til að sinna bifreiðum sínum eða eigin náttúrulegum þörfum. Líta verði á stöðvanir við slíkar stöðvar sem órjúfanlegan þátt í notkun bifreiða. „Þótt ökumaður rjúfi för sín í stuttan tíma og víki nokkra tugi metra frá því sem annars myndi vera venjulegur ferill hans á leið milli vinnustaðar og heimilis verður af þessum ástæðum að telja hann eftir sem áður á eðlilegri leið milli umræddra staða.“ Var því fallist á að ríkið þyrfti að greiða konunni 3,6 milljónir króna í bætur sem var það sem lögmaður hennar fór fram á.Dóminn í heild má lesa hér.
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent