Ótrúlegt björgunarafrek öryggisstjóra Kringlunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2016 19:45 Halldór Gunnar Pálsson fór í gegnum smekkfullan ruslagám til þess að finna lítinn leikfangahest sem lítil stelpa hafði týnt. Mynd/Halldór Gunnar Pálsson „Þetta er ekki í starfslýsingunni minni að minnsta kosti,“ segir Halldór Gunnar Pálsson, öryggistjóri Kringlunnar, sem tókst hið ómögulega í gær þegar hann fann lítinn leikfangahest í fullum ruslagámi. Hestinum hafði verið hent í ruslið eftir að tveggja ára gömul stelpa týndi honum í verslunarmiðstöðinni. „Ótrúleg saga,“ segir móðir stúlkunnar. Forsaga málsins er sú að Halldóra Smáradóttir, sem búsett er á Akureyri, var í verslunarferð í Kringlunni ásamt fjölskyldu sinni um síðastliðna helgi þegar upp komst að tveggja ára gömul dóttir hennar hefði glatað hestinum. Um leið var farið í að reyna að finna hestinn en til vonar og vara skyldu þau eftir lýsingu á hestinum ef hann skyldi finnast enda hefur hann mikið tilfinningagildi. „Þessi hlutur er ekki bara eitthvað dót, hún sofnar ekki án hans. Hún tók ástfóstri við hann fjögurra mánaða gömul og hefur ekki skilið við hann síðan.“ segir Halldóra sem var eðlilega nokkuð vonsvikin daginn eftir að hesturinn týndist en þá var henni tjáð af starfsmanni að hesturinn hefði fundist en verið hent.Eins og sjá má þurfti Halldór að fara í gegnum ansi mikið magn rusls. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Halldór Gunnar Pálsson„Ég er búinn að leita í tvo klukkutíma og ég fann hann!“ Hafði hún þá samband við Halldór Gunnar, öryggisstjóra Kringlunnar, sem þótti málið allt saman mjög miður og lofaði hann henni að hann myndi kanna málið. Á þriðjudaginn hringdi Halldór Gunnar svo aftur í Halldóru og bað um mynd af hestinum því að hann væri búinn að komast að því í hvaða gám hesturinn hefði endað. Hann hafði svo samband í gær við Halldóru með gleðitíðindi. „Halldóra, ég er með hann. Ég er búinn að leita í tvo klukkutíma og ég fann hann,“ sagði Halldór í samtalinu. Halldór fór sjálfur í gáminn og leitaði að hestinum, sem hefur ekki verið létt verk eins og sjá á meðfylgjandi mynd en hesturinn er afar lítill, um 10 sentimetrar á hæð og því ekki auðvelt að finna hann í ruslagámi fullum af ruslapokum og öðru sem endar í slíkum gámum. „Ég hafði ekki mikla von um að finna hann en ég vildi gera allt sem í okkar valdi stæði til þess að reyna að finna hestinn,“ segir Halldór í samtali við Vísi.Hesturinn góði sem hefur mikið tilfinnalegt gildi fyrir eiganda sinn.Á leið suður á ný til þess að sækja hestinn Gámurinn var smekkfullur af rusli og leitin tók um tvo tíma sem verður að teljast ágætur tími miðað við magn rusls sem kemst fyrir í einum slíkum gámi. En hvað varð til þess að Halldór lagði í leitina? „Það var tilfinningagildið. Ég er pabbi, ég veit hvað ég myndi sjálfur leggja á fyrir dóttur mína,“ segir Halldór. „Þessi vinnubrögð hjá Halldóri eru bara einstök og ótrúlegt að hann hafi virkilega lagt í þennan gám,“ sagði Halldóra að lokum sem var í óðaönn við að pakka niður þegar blaðamaður náði tali af henni enda er stefnan tekin suður á nýjan leik um helgina til þess að sækja hestinn góða. Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
„Þetta er ekki í starfslýsingunni minni að minnsta kosti,“ segir Halldór Gunnar Pálsson, öryggistjóri Kringlunnar, sem tókst hið ómögulega í gær þegar hann fann lítinn leikfangahest í fullum ruslagámi. Hestinum hafði verið hent í ruslið eftir að tveggja ára gömul stelpa týndi honum í verslunarmiðstöðinni. „Ótrúleg saga,“ segir móðir stúlkunnar. Forsaga málsins er sú að Halldóra Smáradóttir, sem búsett er á Akureyri, var í verslunarferð í Kringlunni ásamt fjölskyldu sinni um síðastliðna helgi þegar upp komst að tveggja ára gömul dóttir hennar hefði glatað hestinum. Um leið var farið í að reyna að finna hestinn en til vonar og vara skyldu þau eftir lýsingu á hestinum ef hann skyldi finnast enda hefur hann mikið tilfinningagildi. „Þessi hlutur er ekki bara eitthvað dót, hún sofnar ekki án hans. Hún tók ástfóstri við hann fjögurra mánaða gömul og hefur ekki skilið við hann síðan.“ segir Halldóra sem var eðlilega nokkuð vonsvikin daginn eftir að hesturinn týndist en þá var henni tjáð af starfsmanni að hesturinn hefði fundist en verið hent.Eins og sjá má þurfti Halldór að fara í gegnum ansi mikið magn rusls. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Halldór Gunnar Pálsson„Ég er búinn að leita í tvo klukkutíma og ég fann hann!“ Hafði hún þá samband við Halldór Gunnar, öryggisstjóra Kringlunnar, sem þótti málið allt saman mjög miður og lofaði hann henni að hann myndi kanna málið. Á þriðjudaginn hringdi Halldór Gunnar svo aftur í Halldóru og bað um mynd af hestinum því að hann væri búinn að komast að því í hvaða gám hesturinn hefði endað. Hann hafði svo samband í gær við Halldóru með gleðitíðindi. „Halldóra, ég er með hann. Ég er búinn að leita í tvo klukkutíma og ég fann hann,“ sagði Halldór í samtalinu. Halldór fór sjálfur í gáminn og leitaði að hestinum, sem hefur ekki verið létt verk eins og sjá á meðfylgjandi mynd en hesturinn er afar lítill, um 10 sentimetrar á hæð og því ekki auðvelt að finna hann í ruslagámi fullum af ruslapokum og öðru sem endar í slíkum gámum. „Ég hafði ekki mikla von um að finna hann en ég vildi gera allt sem í okkar valdi stæði til þess að reyna að finna hestinn,“ segir Halldór í samtali við Vísi.Hesturinn góði sem hefur mikið tilfinnalegt gildi fyrir eiganda sinn.Á leið suður á ný til þess að sækja hestinn Gámurinn var smekkfullur af rusli og leitin tók um tvo tíma sem verður að teljast ágætur tími miðað við magn rusls sem kemst fyrir í einum slíkum gámi. En hvað varð til þess að Halldór lagði í leitina? „Það var tilfinningagildið. Ég er pabbi, ég veit hvað ég myndi sjálfur leggja á fyrir dóttur mína,“ segir Halldór. „Þessi vinnubrögð hjá Halldóri eru bara einstök og ótrúlegt að hann hafi virkilega lagt í þennan gám,“ sagði Halldóra að lokum sem var í óðaönn við að pakka niður þegar blaðamaður náði tali af henni enda er stefnan tekin suður á nýjan leik um helgina til þess að sækja hestinn góða.
Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira