Ömmunni neitað um sálfræðimat á drengnum Jakob Bjarnar skrifar 11. ágúst 2016 20:18 Helena heldur dauðahaldi í veika von um að fá að halda drengnum innan fjölskyldunnar en slæmar fréttir bárust henni frá íslenskum dómsstólum í dag. „Ég er að reyna að halda i vonina en það gengur ekki vel,“ segir Helena Brynjólfsdóttir. Hún flúði til Íslands frá Noregi með dótturson sinn eftir að hin alræmda norska barnaverndarnefnd hafði ákveðið að drengurinn yrði vistaður meðal vandalausra. Helena segir að öll rök hennar og fjölskyldunnar hafi verið hunsuð í málinu. Í dag var Helenu kynntur í Hæstaréttar úrskurður þess efnis að henni er synjuð ósk um sálfræðimeðferð á barninu, en Helena fór fram á að til þess bær matsmaður legði á það mat hvernig það kynni að orka andlega á drenginn ef hann yrði sendur til vandalausra Norðmanna.Helena lýsti því skilmerkilega fyrir Vísi hvernig hún tók sig til og flúði til Íslands með drenginn, en hún er nú eftirlýst í Noregi. Málið er hið athyglisverðasta.Óskiljanlegt af hverju Norðmenn eru svo áfjáðir í drenginnÚrskurðurinn í dag er ekki til þess fallinn að auka bjartsýni hjá Helenu að það takist að halda drengnum innan fjölskyldunnar. „Þetta lítur ekki vel út,“ segir Helena og bætir því við að Vilborg Snævarr lögfræðingur, sem vinnur fyrir Barnaverndaryfirvöld í Noregi, hafi verið afar hörð í horn að taka og dælt fyrir dóminn skýrslum frá barnaverndaryfirvöldum sem Helena telur að hafi ekki komið því nema óbeint við hvort vert væri að fá sálfræðimatið.Þetta er tilfinning eins og að bíða eftir því frá lækni hvort manneskja lifir eða deyr, bara sorgarferli, segir Helena.Helena segist ekki almennilega vita hvert framhaldið verður, líkast til verður tekið fyrir í héraðsdómi í næstu viku hvort drengurinn verður framseldur til Noregs í hendur barnayfirvöldum. „Það er erfitt að berjast við heila stofnun og óskiljanlegt af hverju Noregur vill drenginn svona mikið.“Engin hjálp frá ráðuneytinuHelena bar þá von í brjósti að innanríkisráðuneytið gæti verið henni innan handar, en hún tilkynnti ráðuneytinu þegar um komu sína. En, þar hefur litla sem enga hjálp verið að fá. Helena segist miklu frekar það svo vera að þeir standi með norskum barnaverndaryfirvöldum en sér. Til að mynda hafi ráðuneytið ekki einu sinni nefnt það svo mikið sem nefnt það svo mikið sem einu orði að hún þyrfti að fá lögmann sérfróðan á þessu sviði. „Nú verð ég að finna einhvern sem á roð í Vilborgu. Nei, þar hefur enginn boðið neina hjálp. Þetta er tilfinning eins og að bíða eftir því frá lækni hvort manneskja lifir eða deyr, bara sorgarferli,“ segir Helena sem heldur dauðahaldi í þá veiku von að drengurinn fái að vera innan fjölskyldunnar. Tengdar fréttir Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Ég er að reyna að halda i vonina en það gengur ekki vel,“ segir Helena Brynjólfsdóttir. Hún flúði til Íslands frá Noregi með dótturson sinn eftir að hin alræmda norska barnaverndarnefnd hafði ákveðið að drengurinn yrði vistaður meðal vandalausra. Helena segir að öll rök hennar og fjölskyldunnar hafi verið hunsuð í málinu. Í dag var Helenu kynntur í Hæstaréttar úrskurður þess efnis að henni er synjuð ósk um sálfræðimeðferð á barninu, en Helena fór fram á að til þess bær matsmaður legði á það mat hvernig það kynni að orka andlega á drenginn ef hann yrði sendur til vandalausra Norðmanna.Helena lýsti því skilmerkilega fyrir Vísi hvernig hún tók sig til og flúði til Íslands með drenginn, en hún er nú eftirlýst í Noregi. Málið er hið athyglisverðasta.Óskiljanlegt af hverju Norðmenn eru svo áfjáðir í drenginnÚrskurðurinn í dag er ekki til þess fallinn að auka bjartsýni hjá Helenu að það takist að halda drengnum innan fjölskyldunnar. „Þetta lítur ekki vel út,“ segir Helena og bætir því við að Vilborg Snævarr lögfræðingur, sem vinnur fyrir Barnaverndaryfirvöld í Noregi, hafi verið afar hörð í horn að taka og dælt fyrir dóminn skýrslum frá barnaverndaryfirvöldum sem Helena telur að hafi ekki komið því nema óbeint við hvort vert væri að fá sálfræðimatið.Þetta er tilfinning eins og að bíða eftir því frá lækni hvort manneskja lifir eða deyr, bara sorgarferli, segir Helena.Helena segist ekki almennilega vita hvert framhaldið verður, líkast til verður tekið fyrir í héraðsdómi í næstu viku hvort drengurinn verður framseldur til Noregs í hendur barnayfirvöldum. „Það er erfitt að berjast við heila stofnun og óskiljanlegt af hverju Noregur vill drenginn svona mikið.“Engin hjálp frá ráðuneytinuHelena bar þá von í brjósti að innanríkisráðuneytið gæti verið henni innan handar, en hún tilkynnti ráðuneytinu þegar um komu sína. En, þar hefur litla sem enga hjálp verið að fá. Helena segist miklu frekar það svo vera að þeir standi með norskum barnaverndaryfirvöldum en sér. Til að mynda hafi ráðuneytið ekki einu sinni nefnt það svo mikið sem nefnt það svo mikið sem einu orði að hún þyrfti að fá lögmann sérfróðan á þessu sviði. „Nú verð ég að finna einhvern sem á roð í Vilborgu. Nei, þar hefur enginn boðið neina hjálp. Þetta er tilfinning eins og að bíða eftir því frá lækni hvort manneskja lifir eða deyr, bara sorgarferli,“ segir Helena sem heldur dauðahaldi í þá veiku von að drengurinn fái að vera innan fjölskyldunnar.
Tengdar fréttir Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24