Enginn byrjar 2016 betur en Rooney: Sjö mörk í sjö leikjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2016 09:30 Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, byrjar árið 2016 frábærlega, en hann skoraði í gærkvöldi sjöunda markið sitt í sjöunda leiknum á nýju ári. Rooney skoraði þriðja mark Manchester United í 3-0 sigri á Stoke á heimavelli í gær eftir laglegan undirbúning Juan Mata og Anthony Martial, en framherjinn hefur verið sjóðheitur það sem af er ári. Það gekk ekki jafnvel hjá honum fyrir áramót þar sem Rooney skoraði aðeins tvö deildarmörk, eitt í Meistaradeildinni og þrjú í sama leiknum í forkeppni Meistaradeildarinnar. Hann var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á fyrri hluta tímabilsins. Nú er öldin önnur því enginn af sóknarmönnum ensku úrvalsdeildarinnar byrjar betur á nýju ári en Wayne Rooney sem er búinn að skora fimm mörk í fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni árið 2016 og tvö mörk í tveimur leikjum í enska bikarnum.Gylfi Þór og Wayne Rooney þakka hvor öðrum fyrir leikinn á Old Trafford um daginn þar sem Gylfi skoraði.vísir/gettyAgüero og Kane heitir Sergio Agüero, framherji Manchester City, fylgir fast á hæla Rooney með sex mörk í sex leikjum á nýju ári, en Argentínumaðurinn er búinn að skora fimm mörk í fimm leikjum í deildinni og eitt mark í eina bikarleiknum sem hann hefur spilað til þessa. Harry Kane hefur einnig byrjað nýtt ár vel með Tottenham og er búin að skora fjögur mörk í fimm leikjum í deildinni og eitt mark í þremur leikjum í bikarnum sem gerir fimm mörk í sjö leikjum í heildina. Jermaine Defoe er búinn að skora fimm mörk í fimm leikjum í deildinni, þó ekkert í síðustu þremur leikjum eftir að byrja árið með stæl. Hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Aston Villa á öðrum degi ársins og svo þrennu í 4-2 sigri á Swansea 13. janúar. Heldur hefur hægst á leikmönnum eins og Romelu Lukaku hjá Everton (2 mörk í fimm leikjum) og Odion Ighalo hjá Watford (1 mark í sjö leikjum). Þeir voru báðir í miklu stuði fyrir áramót og eru í þriðja og fjórða sæti markalista ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán og fjórtán mörk.Rooney skorar á móti Newcastle.vísir/gettyAlltaf yfir tuginn En aftur að Wayne Rooney. Hann klifrar nú hægt og rólega upp markalistann í ensku úrvalsdeildinni og er í heildina búinn að skora sjö mörk. Hann deilir 12.-14. sætinu með Dele Alli hjá Tottenham og Marko Arnatauvic, leikmanni Stoke. Rooney vantar nú aðeins þrjú mörk til að komast í tuginn og halda þannig ótrúlegum árangri sínum gangandi með því að skora yfir tíu mörk á hverju tímabili fyrir Manchester United. Rooney hefur aldrei á sínum ellefu ára ferli með Manchester United skorað færri en ellefu mörk og getur með þremur mörkum til viðbótar farið yfir tuginn tólfta tímabilið í röð. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, byrjar árið 2016 frábærlega, en hann skoraði í gærkvöldi sjöunda markið sitt í sjöunda leiknum á nýju ári. Rooney skoraði þriðja mark Manchester United í 3-0 sigri á Stoke á heimavelli í gær eftir laglegan undirbúning Juan Mata og Anthony Martial, en framherjinn hefur verið sjóðheitur það sem af er ári. Það gekk ekki jafnvel hjá honum fyrir áramót þar sem Rooney skoraði aðeins tvö deildarmörk, eitt í Meistaradeildinni og þrjú í sama leiknum í forkeppni Meistaradeildarinnar. Hann var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á fyrri hluta tímabilsins. Nú er öldin önnur því enginn af sóknarmönnum ensku úrvalsdeildarinnar byrjar betur á nýju ári en Wayne Rooney sem er búinn að skora fimm mörk í fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni árið 2016 og tvö mörk í tveimur leikjum í enska bikarnum.Gylfi Þór og Wayne Rooney þakka hvor öðrum fyrir leikinn á Old Trafford um daginn þar sem Gylfi skoraði.vísir/gettyAgüero og Kane heitir Sergio Agüero, framherji Manchester City, fylgir fast á hæla Rooney með sex mörk í sex leikjum á nýju ári, en Argentínumaðurinn er búinn að skora fimm mörk í fimm leikjum í deildinni og eitt mark í eina bikarleiknum sem hann hefur spilað til þessa. Harry Kane hefur einnig byrjað nýtt ár vel með Tottenham og er búin að skora fjögur mörk í fimm leikjum í deildinni og eitt mark í þremur leikjum í bikarnum sem gerir fimm mörk í sjö leikjum í heildina. Jermaine Defoe er búinn að skora fimm mörk í fimm leikjum í deildinni, þó ekkert í síðustu þremur leikjum eftir að byrja árið með stæl. Hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Aston Villa á öðrum degi ársins og svo þrennu í 4-2 sigri á Swansea 13. janúar. Heldur hefur hægst á leikmönnum eins og Romelu Lukaku hjá Everton (2 mörk í fimm leikjum) og Odion Ighalo hjá Watford (1 mark í sjö leikjum). Þeir voru báðir í miklu stuði fyrir áramót og eru í þriðja og fjórða sæti markalista ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán og fjórtán mörk.Rooney skorar á móti Newcastle.vísir/gettyAlltaf yfir tuginn En aftur að Wayne Rooney. Hann klifrar nú hægt og rólega upp markalistann í ensku úrvalsdeildinni og er í heildina búinn að skora sjö mörk. Hann deilir 12.-14. sætinu með Dele Alli hjá Tottenham og Marko Arnatauvic, leikmanni Stoke. Rooney vantar nú aðeins þrjú mörk til að komast í tuginn og halda þannig ótrúlegum árangri sínum gangandi með því að skora yfir tíu mörk á hverju tímabili fyrir Manchester United. Rooney hefur aldrei á sínum ellefu ára ferli með Manchester United skorað færri en ellefu mörk og getur með þremur mörkum til viðbótar farið yfir tuginn tólfta tímabilið í röð.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira