Enginn byrjar 2016 betur en Rooney: Sjö mörk í sjö leikjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2016 09:30 Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, byrjar árið 2016 frábærlega, en hann skoraði í gærkvöldi sjöunda markið sitt í sjöunda leiknum á nýju ári. Rooney skoraði þriðja mark Manchester United í 3-0 sigri á Stoke á heimavelli í gær eftir laglegan undirbúning Juan Mata og Anthony Martial, en framherjinn hefur verið sjóðheitur það sem af er ári. Það gekk ekki jafnvel hjá honum fyrir áramót þar sem Rooney skoraði aðeins tvö deildarmörk, eitt í Meistaradeildinni og þrjú í sama leiknum í forkeppni Meistaradeildarinnar. Hann var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á fyrri hluta tímabilsins. Nú er öldin önnur því enginn af sóknarmönnum ensku úrvalsdeildarinnar byrjar betur á nýju ári en Wayne Rooney sem er búinn að skora fimm mörk í fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni árið 2016 og tvö mörk í tveimur leikjum í enska bikarnum.Gylfi Þór og Wayne Rooney þakka hvor öðrum fyrir leikinn á Old Trafford um daginn þar sem Gylfi skoraði.vísir/gettyAgüero og Kane heitir Sergio Agüero, framherji Manchester City, fylgir fast á hæla Rooney með sex mörk í sex leikjum á nýju ári, en Argentínumaðurinn er búinn að skora fimm mörk í fimm leikjum í deildinni og eitt mark í eina bikarleiknum sem hann hefur spilað til þessa. Harry Kane hefur einnig byrjað nýtt ár vel með Tottenham og er búin að skora fjögur mörk í fimm leikjum í deildinni og eitt mark í þremur leikjum í bikarnum sem gerir fimm mörk í sjö leikjum í heildina. Jermaine Defoe er búinn að skora fimm mörk í fimm leikjum í deildinni, þó ekkert í síðustu þremur leikjum eftir að byrja árið með stæl. Hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Aston Villa á öðrum degi ársins og svo þrennu í 4-2 sigri á Swansea 13. janúar. Heldur hefur hægst á leikmönnum eins og Romelu Lukaku hjá Everton (2 mörk í fimm leikjum) og Odion Ighalo hjá Watford (1 mark í sjö leikjum). Þeir voru báðir í miklu stuði fyrir áramót og eru í þriðja og fjórða sæti markalista ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán og fjórtán mörk.Rooney skorar á móti Newcastle.vísir/gettyAlltaf yfir tuginn En aftur að Wayne Rooney. Hann klifrar nú hægt og rólega upp markalistann í ensku úrvalsdeildinni og er í heildina búinn að skora sjö mörk. Hann deilir 12.-14. sætinu með Dele Alli hjá Tottenham og Marko Arnatauvic, leikmanni Stoke. Rooney vantar nú aðeins þrjú mörk til að komast í tuginn og halda þannig ótrúlegum árangri sínum gangandi með því að skora yfir tíu mörk á hverju tímabili fyrir Manchester United. Rooney hefur aldrei á sínum ellefu ára ferli með Manchester United skorað færri en ellefu mörk og getur með þremur mörkum til viðbótar farið yfir tuginn tólfta tímabilið í röð. Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, byrjar árið 2016 frábærlega, en hann skoraði í gærkvöldi sjöunda markið sitt í sjöunda leiknum á nýju ári. Rooney skoraði þriðja mark Manchester United í 3-0 sigri á Stoke á heimavelli í gær eftir laglegan undirbúning Juan Mata og Anthony Martial, en framherjinn hefur verið sjóðheitur það sem af er ári. Það gekk ekki jafnvel hjá honum fyrir áramót þar sem Rooney skoraði aðeins tvö deildarmörk, eitt í Meistaradeildinni og þrjú í sama leiknum í forkeppni Meistaradeildarinnar. Hann var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á fyrri hluta tímabilsins. Nú er öldin önnur því enginn af sóknarmönnum ensku úrvalsdeildarinnar byrjar betur á nýju ári en Wayne Rooney sem er búinn að skora fimm mörk í fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni árið 2016 og tvö mörk í tveimur leikjum í enska bikarnum.Gylfi Þór og Wayne Rooney þakka hvor öðrum fyrir leikinn á Old Trafford um daginn þar sem Gylfi skoraði.vísir/gettyAgüero og Kane heitir Sergio Agüero, framherji Manchester City, fylgir fast á hæla Rooney með sex mörk í sex leikjum á nýju ári, en Argentínumaðurinn er búinn að skora fimm mörk í fimm leikjum í deildinni og eitt mark í eina bikarleiknum sem hann hefur spilað til þessa. Harry Kane hefur einnig byrjað nýtt ár vel með Tottenham og er búin að skora fjögur mörk í fimm leikjum í deildinni og eitt mark í þremur leikjum í bikarnum sem gerir fimm mörk í sjö leikjum í heildina. Jermaine Defoe er búinn að skora fimm mörk í fimm leikjum í deildinni, þó ekkert í síðustu þremur leikjum eftir að byrja árið með stæl. Hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Aston Villa á öðrum degi ársins og svo þrennu í 4-2 sigri á Swansea 13. janúar. Heldur hefur hægst á leikmönnum eins og Romelu Lukaku hjá Everton (2 mörk í fimm leikjum) og Odion Ighalo hjá Watford (1 mark í sjö leikjum). Þeir voru báðir í miklu stuði fyrir áramót og eru í þriðja og fjórða sæti markalista ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán og fjórtán mörk.Rooney skorar á móti Newcastle.vísir/gettyAlltaf yfir tuginn En aftur að Wayne Rooney. Hann klifrar nú hægt og rólega upp markalistann í ensku úrvalsdeildinni og er í heildina búinn að skora sjö mörk. Hann deilir 12.-14. sætinu með Dele Alli hjá Tottenham og Marko Arnatauvic, leikmanni Stoke. Rooney vantar nú aðeins þrjú mörk til að komast í tuginn og halda þannig ótrúlegum árangri sínum gangandi með því að skora yfir tíu mörk á hverju tímabili fyrir Manchester United. Rooney hefur aldrei á sínum ellefu ára ferli með Manchester United skorað færri en ellefu mörk og getur með þremur mörkum til viðbótar farið yfir tuginn tólfta tímabilið í röð.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira