Framganga forsætisráðherra yfirgengileg Birta Björnsdóttir skrifar 6. apríl 2016 23:42 Martin Weill, fréttamaður Canal+ í Frakklandi. vísir/stöð 2 Kastljós vesturlanda beinist nú að Íslandi og fjöldi erlendra fréttamanna er kominn til landsins til að fylgjast með gangi mála. Franskur fréttamaður segir málið ekki hafa skaðað ímynd Íslands, innlendir sem erlendir stjórnmálamenn séu þeir sem rúnir eru trausti. Nafn Íslands kemur umtalsvert við sögu þegar erlendir fréttamiðlar eru skoðaðir þessa dagana. Kastljósið hefur beinst hingað til lands síðan á sunnudagskvöld og allir helstu miðlar Evrópu og Bandaríkjanna fjallað um þessa viðburðaríku daga í íslenskum stjórnmálum. Erlendir blaðamenn fylgjast grannt með gangi mála hér á landi en þykir sumum þeirra erfitt að henda reiður á atburðarásinni. Svo hröð hefur hún verið. „Ég er alls enginn sérfræðingur í íslenskri pólitík en það sem vekur furðu okkar er hvernig forsætisráðherrann tekur á hlutunum. Fyrst segist hann ekki ætla að segja af sér, svo reynir hann að rjúfa þing til að bjarga eigin skinni, svo segist hann ætla að segja af sér en sendir svo erlendum fjölmiðlum yfirlýsingu um að hann sé í rauninni ekki að segja af sér heldur aðeins að stíga til hliðar í smátíma. Þetta er yfirgengilegt," sagði Martin Weill, fréttamaður á Canal+ í Frakklandi. Mótmælin vekja sömuleiðis mikla athygli og meðferð landans á banönum hefur sömuleiðis skapað umtal. „Þegar fólk kastar bönunum í alþingishúsið eru það myndir sem fá fólk til að horfa,” segir Martin.Málið skaðað íslenska stjórnmálamenn en ekki Ísland „Danska þjóðin sýnir þessu mikinn áhuga ekki síst vegna þess hve Danmörk og Ísland liggja þétt saman. Þetta hefur verið fyrsta frétt í fréttatímum okkar undanfarna daga það sem er að gerast á Íslandi. Ekki síst vegna þess að það er forsætisráðherrann sem um ræðir. Ég held bað danska þjóðin sitji nú bara og bíði þess hvað verður og hugsa líka hvernig væri ef þetta væri í Danmörku og ef um danska forsætisráðherrann væri að ræða. En við höfum mikinn áhuga á þessu í Danmörku,“ sagði Camilla Slyngborg, fréttamaður hjá TV2 í Danmörku. Viðmælendur voru sammála um að umfjöllun komi ekki til með að skaða orðspor Íslands. „Ég held að þetta komi ekki til með að skaða Ísland. Margir vilja koma til Íslands sem ferðamenn og ég held að það haldi áfram. Þetta er auðvitað fyrirferðarmikið núna en ég held að þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum eða kosningar verða þá róist hlutirnir aftur. Ég held að þetta hafi ekki skaðað Ísland,“ segir Camilla. „Ég held ekki að það hafi skaðað Ísland á neinn hátt. Ég held að það hafi skaðað íslenska stjórnmálamenn og auk þess held ég að þetta hafi skaðað stjórnmálamenn um allan heim. Ég held að fólk horfi til Íslands núna, ekki bara vegna Íslands heldur hugsi það að svona sé pólitíkin í mörgum löndum. Það séu svo margir stjórnmálamenn sem tengjast þessu að það segi okkur eitthvað um það hvernig okkur er stjórnað,” segir Martin. Panama-skjölin Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Kastljós vesturlanda beinist nú að Íslandi og fjöldi erlendra fréttamanna er kominn til landsins til að fylgjast með gangi mála. Franskur fréttamaður segir málið ekki hafa skaðað ímynd Íslands, innlendir sem erlendir stjórnmálamenn séu þeir sem rúnir eru trausti. Nafn Íslands kemur umtalsvert við sögu þegar erlendir fréttamiðlar eru skoðaðir þessa dagana. Kastljósið hefur beinst hingað til lands síðan á sunnudagskvöld og allir helstu miðlar Evrópu og Bandaríkjanna fjallað um þessa viðburðaríku daga í íslenskum stjórnmálum. Erlendir blaðamenn fylgjast grannt með gangi mála hér á landi en þykir sumum þeirra erfitt að henda reiður á atburðarásinni. Svo hröð hefur hún verið. „Ég er alls enginn sérfræðingur í íslenskri pólitík en það sem vekur furðu okkar er hvernig forsætisráðherrann tekur á hlutunum. Fyrst segist hann ekki ætla að segja af sér, svo reynir hann að rjúfa þing til að bjarga eigin skinni, svo segist hann ætla að segja af sér en sendir svo erlendum fjölmiðlum yfirlýsingu um að hann sé í rauninni ekki að segja af sér heldur aðeins að stíga til hliðar í smátíma. Þetta er yfirgengilegt," sagði Martin Weill, fréttamaður á Canal+ í Frakklandi. Mótmælin vekja sömuleiðis mikla athygli og meðferð landans á banönum hefur sömuleiðis skapað umtal. „Þegar fólk kastar bönunum í alþingishúsið eru það myndir sem fá fólk til að horfa,” segir Martin.Málið skaðað íslenska stjórnmálamenn en ekki Ísland „Danska þjóðin sýnir þessu mikinn áhuga ekki síst vegna þess hve Danmörk og Ísland liggja þétt saman. Þetta hefur verið fyrsta frétt í fréttatímum okkar undanfarna daga það sem er að gerast á Íslandi. Ekki síst vegna þess að það er forsætisráðherrann sem um ræðir. Ég held bað danska þjóðin sitji nú bara og bíði þess hvað verður og hugsa líka hvernig væri ef þetta væri í Danmörku og ef um danska forsætisráðherrann væri að ræða. En við höfum mikinn áhuga á þessu í Danmörku,“ sagði Camilla Slyngborg, fréttamaður hjá TV2 í Danmörku. Viðmælendur voru sammála um að umfjöllun komi ekki til með að skaða orðspor Íslands. „Ég held að þetta komi ekki til með að skaða Ísland. Margir vilja koma til Íslands sem ferðamenn og ég held að það haldi áfram. Þetta er auðvitað fyrirferðarmikið núna en ég held að þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum eða kosningar verða þá róist hlutirnir aftur. Ég held að þetta hafi ekki skaðað Ísland,“ segir Camilla. „Ég held ekki að það hafi skaðað Ísland á neinn hátt. Ég held að það hafi skaðað íslenska stjórnmálamenn og auk þess held ég að þetta hafi skaðað stjórnmálamenn um allan heim. Ég held að fólk horfi til Íslands núna, ekki bara vegna Íslands heldur hugsi það að svona sé pólitíkin í mörgum löndum. Það séu svo margir stjórnmálamenn sem tengjast þessu að það segi okkur eitthvað um það hvernig okkur er stjórnað,” segir Martin.
Panama-skjölin Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira