Svartur mánudagur innblásinn af kvennafrídeginum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. október 2016 10:13 Tæplega sex hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan hálf sex síðdegis í dag til að sýna samstöðu með pólskum konum og mótmæla fyrirhuguðum breytingum á fóstureyðingarlöggjöf þar í landi. Mótmælin hafa yfirskriftina Black Monday eða Svartur mánudagur. Í lýsingu á viðburðinum á Facebook segir að pólskir stjórnmálamenn vilji senda pólskar konur aftur til miðalda. Þá segir einnig að í dag stefni þúsundir pólskra kvenna stefna á að leggja niður störf sín og mótmæla breytingar á lögunum, sem brjóti á lýðræðislegum rétti kvenna og ógni lífi þeirra.„Við mótmælum því að komið sé fram við óléttar konur eins og hugsanlega glæpamenn.Við mótmælum því að gildandi lög geri samskipti óléttra kvenna við heilbrigðisstarfsmenn óttablendin.Við mótmælum því að konur séu sviptar öryggistilfinningu og þeirri umönnun sem þær eiga rétt á.Við mótmælum því að litið sé á nauðganir, þegar konur upplifa líkamlegan- og andlegan sársauka, sem upphaf nýs lífs,“ stendur í lýsingunni. Lög um fóstureyðingar í Póllandi eru nú þegar ein þau ströngustu í Evrópu. Samkvæmt nýju lögunum yrði gengið enn lengra og fóstureyðingar bannaðar með öllu nema ef móðirin er í lífshættu. Viðurlög við fóstureyðingum yrðu fimm ára fangelsi, bæði fyrir móðurina og þá sem kunna að framkvæma aðgerðina. Í myndbandi sem gert var í tilefni dagsins kemur fram að mótmælaaðgerðir pólskra kvenna um að leggja niður störf og sýna þannig samstöðu í verki sé innblásin af kvennafrídeginum árið 1975 þegar um 25 þúsund konur á Íslandi lögðu niður störf og mótmæltu kynbundnum launamismun á útifundi á Lækjartorgi.Frétt Stöðvar 2 um löggjöfina má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, og myndband sem framleitt var í tilefni Svarts mánudags má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Segir ný fóstureyðingarlög gjörbreyta stöðu pólskra kvenna Pólska þingið tekur í vikunni til umfjöllunar umdeild lög sem gera fóstureyðingar ólöglegar og refsiverðar. Pólsk kona búsett hér á landi segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni og að samfélag pólskra kvenna á Íslandi sé alfarið á móti lögunum, sem hún telur brjóta á mannréttindum kvenna. 20. september 2016 20:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Tæplega sex hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan hálf sex síðdegis í dag til að sýna samstöðu með pólskum konum og mótmæla fyrirhuguðum breytingum á fóstureyðingarlöggjöf þar í landi. Mótmælin hafa yfirskriftina Black Monday eða Svartur mánudagur. Í lýsingu á viðburðinum á Facebook segir að pólskir stjórnmálamenn vilji senda pólskar konur aftur til miðalda. Þá segir einnig að í dag stefni þúsundir pólskra kvenna stefna á að leggja niður störf sín og mótmæla breytingar á lögunum, sem brjóti á lýðræðislegum rétti kvenna og ógni lífi þeirra.„Við mótmælum því að komið sé fram við óléttar konur eins og hugsanlega glæpamenn.Við mótmælum því að gildandi lög geri samskipti óléttra kvenna við heilbrigðisstarfsmenn óttablendin.Við mótmælum því að konur séu sviptar öryggistilfinningu og þeirri umönnun sem þær eiga rétt á.Við mótmælum því að litið sé á nauðganir, þegar konur upplifa líkamlegan- og andlegan sársauka, sem upphaf nýs lífs,“ stendur í lýsingunni. Lög um fóstureyðingar í Póllandi eru nú þegar ein þau ströngustu í Evrópu. Samkvæmt nýju lögunum yrði gengið enn lengra og fóstureyðingar bannaðar með öllu nema ef móðirin er í lífshættu. Viðurlög við fóstureyðingum yrðu fimm ára fangelsi, bæði fyrir móðurina og þá sem kunna að framkvæma aðgerðina. Í myndbandi sem gert var í tilefni dagsins kemur fram að mótmælaaðgerðir pólskra kvenna um að leggja niður störf og sýna þannig samstöðu í verki sé innblásin af kvennafrídeginum árið 1975 þegar um 25 þúsund konur á Íslandi lögðu niður störf og mótmæltu kynbundnum launamismun á útifundi á Lækjartorgi.Frétt Stöðvar 2 um löggjöfina má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, og myndband sem framleitt var í tilefni Svarts mánudags má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Segir ný fóstureyðingarlög gjörbreyta stöðu pólskra kvenna Pólska þingið tekur í vikunni til umfjöllunar umdeild lög sem gera fóstureyðingar ólöglegar og refsiverðar. Pólsk kona búsett hér á landi segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni og að samfélag pólskra kvenna á Íslandi sé alfarið á móti lögunum, sem hún telur brjóta á mannréttindum kvenna. 20. september 2016 20:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Segir ný fóstureyðingarlög gjörbreyta stöðu pólskra kvenna Pólska þingið tekur í vikunni til umfjöllunar umdeild lög sem gera fóstureyðingar ólöglegar og refsiverðar. Pólsk kona búsett hér á landi segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni og að samfélag pólskra kvenna á Íslandi sé alfarið á móti lögunum, sem hún telur brjóta á mannréttindum kvenna. 20. september 2016 20:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent