Bandaríkjamenn setja þrjá milljarða í viðhald á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2016 19:00 Bandaríkjaher hefur óskað eftir fjárveitingu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna til að gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli fyrir rúma þrjá milljarða króna. Utanríkisráðherra segir þetta rúmast innan varnarsamningsins og engar viðræður hafi farið fram um fasta viðveru Bandaríkjahers hér á landi. Varnarmálaráðuneytið bandaríska sækir um 21,4 milljónir dollara á fjárlögum Bandaríkjanna á næsta ári, eða rétt rúma þrjá milljarða króna, til endurbóta og uppfærslu á flugskýli á Keflavíkurflugvelli þannig að þar verði hægt að þjóna nýjustu gerð ratsjárflugvéla bandaríska sjóhersins. Flugvélarnar kallast P-8A og eru notaðar við kafbátaleit. Eldri gerð þessara flugvéla hefur oft komið hingað til lands til eftirlitsflugs á Norður-Atlantshafi með kafabátaferðum Rússa, en ferðir þeirra hafa færst í aukana að undanförnu. Breyta þarf hurð flugskýlisins, uppfæra ýmsan búnað þar, styrkja gólf og dytta að flugplani við skýlið. Ýjað hefur verið að því í fréttum að þessi ósk um fjárveitungu sé til marks um að Bandaríkjamenn hyggi á aukna og jafnvel viðvarandi viðveru hluta herafla síns í Keflavík. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir þetta af og frá. „Við erum aldrei að tala um það að stöðin í Keflavík verði opnuð aftur í einhverri líkingu við það sem var hér fyrir tíu árum. Það er ekkert í umræðunni. Hins vegar er þetta allt í samræmi við samninga okkar við Bandaríkjamenn um að þeir geti haft hér viðveru þegar verið er í kafbátaleit eða einhverju slíku. En að sjálfsögðu þarf þá búnaðurinn á flugvellinum að vera í þannig ásigkomulagi að geta sinnt þessum nýrri tækjum og tólum,“ segir Gunnar Bragi. Tengdar fréttir Engar viðræður um varanlega viðveru Bandaríkjahers á Íslandi Utanríkisráðherra segir jákvætt að Bandaríkjamenn vilji endurnýja flugskýli á Keflavíkurflugvelli þannig að það geti þjónað ratsjárflugvélum þeirra. 10. febrúar 2016 14:29 Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Ekkert annað en tímabundnar viðkomur Bandaríkjahers til umræðu Gunnar Bragi Sveinsson segir engar viðræður hafa átt sér stað um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. 9. febrúar 2016 22:56 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Bandaríkjaher hefur óskað eftir fjárveitingu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna til að gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli fyrir rúma þrjá milljarða króna. Utanríkisráðherra segir þetta rúmast innan varnarsamningsins og engar viðræður hafi farið fram um fasta viðveru Bandaríkjahers hér á landi. Varnarmálaráðuneytið bandaríska sækir um 21,4 milljónir dollara á fjárlögum Bandaríkjanna á næsta ári, eða rétt rúma þrjá milljarða króna, til endurbóta og uppfærslu á flugskýli á Keflavíkurflugvelli þannig að þar verði hægt að þjóna nýjustu gerð ratsjárflugvéla bandaríska sjóhersins. Flugvélarnar kallast P-8A og eru notaðar við kafbátaleit. Eldri gerð þessara flugvéla hefur oft komið hingað til lands til eftirlitsflugs á Norður-Atlantshafi með kafabátaferðum Rússa, en ferðir þeirra hafa færst í aukana að undanförnu. Breyta þarf hurð flugskýlisins, uppfæra ýmsan búnað þar, styrkja gólf og dytta að flugplani við skýlið. Ýjað hefur verið að því í fréttum að þessi ósk um fjárveitungu sé til marks um að Bandaríkjamenn hyggi á aukna og jafnvel viðvarandi viðveru hluta herafla síns í Keflavík. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir þetta af og frá. „Við erum aldrei að tala um það að stöðin í Keflavík verði opnuð aftur í einhverri líkingu við það sem var hér fyrir tíu árum. Það er ekkert í umræðunni. Hins vegar er þetta allt í samræmi við samninga okkar við Bandaríkjamenn um að þeir geti haft hér viðveru þegar verið er í kafbátaleit eða einhverju slíku. En að sjálfsögðu þarf þá búnaðurinn á flugvellinum að vera í þannig ásigkomulagi að geta sinnt þessum nýrri tækjum og tólum,“ segir Gunnar Bragi.
Tengdar fréttir Engar viðræður um varanlega viðveru Bandaríkjahers á Íslandi Utanríkisráðherra segir jákvætt að Bandaríkjamenn vilji endurnýja flugskýli á Keflavíkurflugvelli þannig að það geti þjónað ratsjárflugvélum þeirra. 10. febrúar 2016 14:29 Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Ekkert annað en tímabundnar viðkomur Bandaríkjahers til umræðu Gunnar Bragi Sveinsson segir engar viðræður hafa átt sér stað um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. 9. febrúar 2016 22:56 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Engar viðræður um varanlega viðveru Bandaríkjahers á Íslandi Utanríkisráðherra segir jákvætt að Bandaríkjamenn vilji endurnýja flugskýli á Keflavíkurflugvelli þannig að það geti þjónað ratsjárflugvélum þeirra. 10. febrúar 2016 14:29
Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01
Ekkert annað en tímabundnar viðkomur Bandaríkjahers til umræðu Gunnar Bragi Sveinsson segir engar viðræður hafa átt sér stað um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. 9. febrúar 2016 22:56