Sungu á arabísku fyrir sýrlenskan nýnema: „Svipurinn á honum var ólýsanlegur“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. febrúar 2016 21:09 Börnin bjuggu einnig til stórt hnattlíkan. börn og tónlist/birte harksen Í upphafi vikunnar hóf barn sýrlenskra flóttamanna nám á leikskólanum Urðarhóli í Kópavogi en hann er einn þeirra sem bærinn tók á móti í upphafi árs. Til að bjóða hann velkominn á leikskólann lærðu börnin á leikskólanum arabískt lag og sungu það fyrir hann á arabísku. „Ég er fagstjóri í tónlist og hef sérstaka unun af því að safna saman lögum á erlendum tungumálum sem ég vil nota í vinnunni og kenna börnunum. Ég komst snemma að því að þeim finnst gaman ef þau hafa einhverja persónulega tengingu við tungumálið sem lagið er á. Til dæmis ef það er einhver sem vinnur á leikskólanum sem er frá Kína eða barn frá Póllandi,“ segir Birte Harksen í samtali við Vísi. Birte er kennari á leikskólanum og kenndi þeim lagið.„Það var alveg dásamleg stund þegar þau sungu þetta fyrir hann,“ segir Birte Harksen.Lagið sem Birte Kenndi börnunum kallast Dropalagið og hefur það verið sungið af nemendum við Urðarhól frá árinu 2008 að minnsta kosti. Það kom til á þann hátt að eitt sinn starfaði Birte með konu sem talar arabísku og hún kenndi Birte það. „Mér fannst það svo fallegt að ég gerði íslenska þýðingu fyrir það,“ segir Birte. Þegar í ljós kom að Urðarhóll yrði einn þeirra leikskóla sem tæki á móti flóttabarni kom sú hugmynd upp að nú væri tækifæri til að syngja það á arabísku fyrir nýja nemandann. Börnin, sem eru á aldrinum fjögurra til sex ára, lærðu lagið á rúmri viku og sungu það þegar nýi nemandinn mætti í fyrsta skipti. „Þau tóku vel í hugmyndina og fannst þetta spennandi. Það var alveg dásamleg stund þegar þau sungu þetta fyrir hann. Svipurinn á honum var eiginlega ólýsanlegur,“ segir Birte. „Okkur fannst þetta mikilvægur undirbúningur fyrir okkur, bæði starfsmenn og krakkana. Síðan er gaman í framtíðinni ef eitthver þeirra rekst á einhvern sem talar arabísku, þá gæti það verið ágætur ísbrjótur að kunna lag á því tungumáli.“ Birte heldur úti vefsíðunni bornogtonlist.net þar sem hún birtir myndband af flutningnum en hann fylgir einnig fréttinni. Á síðunni birtir hún ýmis lög og texta sem hún hefur sankað að sér í gegnum tíðina. „Upphaflega var síðan hugsuð sem hugmyndabanki fyrir alla leikskóla en sem stendur er stærstur hluti efnisins frá mér. En það er alltaf einn og einn leikskóli sem hefur samband og vill bæta inn lagi og lagi. Það mætti samt endilega vera meira um það.“ Birte fluttist hingað til lands árið 2000 ásamt eiginmanni sínum, Baldri Kristinssyni, en þau kynntust úti í Danmörku og bjuggu þar allan tíunda áratuginn. „Upphaflega ætluðum við að koma til Íslands í tvö ár svo sonur okkar gæti kynnst landinu og afa sínum og ömmu en svo ílengdist okkur hérna,“ segir Birte og hlær. Baldur er forritari og aðstoðaði hana við að koma síðunni í loftið auk þess sem hann er eiginkonu sinni innan handar við þýðingar á lagatextum. Flutning barnanna á Dropalaginu á arabísku má sjá hér að neðan. Texta lagsins, á íslensku og arabísku, má sjá með því að smella hér en á síðunni er einnig aragrúi annarra laga sem nýst gæti við kennslu á leiksskólum. Tengdar fréttir Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni. 21. janúar 2016 14:43 Flóttabörnin örþreytt en glöð Sex sýrlenskar fjölskyldur komu til Íslands í gær. Blaðamaður hitti fólkið í París og flaug með þeim til landsins. Þau voru glöð en óviss um hvað biði þeirra. 20. janúar 2016 06:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Í upphafi vikunnar hóf barn sýrlenskra flóttamanna nám á leikskólanum Urðarhóli í Kópavogi en hann er einn þeirra sem bærinn tók á móti í upphafi árs. Til að bjóða hann velkominn á leikskólann lærðu börnin á leikskólanum arabískt lag og sungu það fyrir hann á arabísku. „Ég er fagstjóri í tónlist og hef sérstaka unun af því að safna saman lögum á erlendum tungumálum sem ég vil nota í vinnunni og kenna börnunum. Ég komst snemma að því að þeim finnst gaman ef þau hafa einhverja persónulega tengingu við tungumálið sem lagið er á. Til dæmis ef það er einhver sem vinnur á leikskólanum sem er frá Kína eða barn frá Póllandi,“ segir Birte Harksen í samtali við Vísi. Birte er kennari á leikskólanum og kenndi þeim lagið.„Það var alveg dásamleg stund þegar þau sungu þetta fyrir hann,“ segir Birte Harksen.Lagið sem Birte Kenndi börnunum kallast Dropalagið og hefur það verið sungið af nemendum við Urðarhól frá árinu 2008 að minnsta kosti. Það kom til á þann hátt að eitt sinn starfaði Birte með konu sem talar arabísku og hún kenndi Birte það. „Mér fannst það svo fallegt að ég gerði íslenska þýðingu fyrir það,“ segir Birte. Þegar í ljós kom að Urðarhóll yrði einn þeirra leikskóla sem tæki á móti flóttabarni kom sú hugmynd upp að nú væri tækifæri til að syngja það á arabísku fyrir nýja nemandann. Börnin, sem eru á aldrinum fjögurra til sex ára, lærðu lagið á rúmri viku og sungu það þegar nýi nemandinn mætti í fyrsta skipti. „Þau tóku vel í hugmyndina og fannst þetta spennandi. Það var alveg dásamleg stund þegar þau sungu þetta fyrir hann. Svipurinn á honum var eiginlega ólýsanlegur,“ segir Birte. „Okkur fannst þetta mikilvægur undirbúningur fyrir okkur, bæði starfsmenn og krakkana. Síðan er gaman í framtíðinni ef eitthver þeirra rekst á einhvern sem talar arabísku, þá gæti það verið ágætur ísbrjótur að kunna lag á því tungumáli.“ Birte heldur úti vefsíðunni bornogtonlist.net þar sem hún birtir myndband af flutningnum en hann fylgir einnig fréttinni. Á síðunni birtir hún ýmis lög og texta sem hún hefur sankað að sér í gegnum tíðina. „Upphaflega var síðan hugsuð sem hugmyndabanki fyrir alla leikskóla en sem stendur er stærstur hluti efnisins frá mér. En það er alltaf einn og einn leikskóli sem hefur samband og vill bæta inn lagi og lagi. Það mætti samt endilega vera meira um það.“ Birte fluttist hingað til lands árið 2000 ásamt eiginmanni sínum, Baldri Kristinssyni, en þau kynntust úti í Danmörku og bjuggu þar allan tíunda áratuginn. „Upphaflega ætluðum við að koma til Íslands í tvö ár svo sonur okkar gæti kynnst landinu og afa sínum og ömmu en svo ílengdist okkur hérna,“ segir Birte og hlær. Baldur er forritari og aðstoðaði hana við að koma síðunni í loftið auk þess sem hann er eiginkonu sinni innan handar við þýðingar á lagatextum. Flutning barnanna á Dropalaginu á arabísku má sjá hér að neðan. Texta lagsins, á íslensku og arabísku, má sjá með því að smella hér en á síðunni er einnig aragrúi annarra laga sem nýst gæti við kennslu á leiksskólum.
Tengdar fréttir Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni. 21. janúar 2016 14:43 Flóttabörnin örþreytt en glöð Sex sýrlenskar fjölskyldur komu til Íslands í gær. Blaðamaður hitti fólkið í París og flaug með þeim til landsins. Þau voru glöð en óviss um hvað biði þeirra. 20. janúar 2016 06:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni. 21. janúar 2016 14:43
Flóttabörnin örþreytt en glöð Sex sýrlenskar fjölskyldur komu til Íslands í gær. Blaðamaður hitti fólkið í París og flaug með þeim til landsins. Þau voru glöð en óviss um hvað biði þeirra. 20. janúar 2016 06:00