Gísli Pálmi opnaði sig á Stöð 2 í gær: „Kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. maí 2016 11:00 Gísli Pálmi talaði opinskátt um neyslu sína og lífstíl í gær. vísir Gísli Pálmi, einn allra heitasti rapparinn á Íslandi í dag, var meðal gesta í lokaþætti Rapp í Reykjavík sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli sagði nokkrar merkilegar sögur í þættinum og hafa þær vakið mikla athygli. „Ég tala bara um mitt líf og mína reynslu,“ segir Gísli í samtali við Dóra DNA um textann við lög Gísla. „Það er kannski ástæðan fyrir því að fólk tengir við mig, fólk finnur að ég er ekkert að tala um hluti sem ég veit ekki neitt um.“ Gísli segist ekki rappa mikið um stelpur og ástina. „Það er bara ekki ég, ég er ekkert í því og er ekki beint rómantíska týpan,“ segir Gísli sem komst í fjölmiðla um allan heim á síðasta ári þegar hann lenti í útistöðum við Bam Margera á tónlistarhátíðinni Secret Solstice.Gísli og Bam Margera eru ekki vinir í dag.„Það horfðu fimm milljón manns á þetta videó á einni viku. Ég vil ekki vera með neitt ofbeldi, ég er ekki ofbeldismaður.“ Gísli sagði frá því þegar lögreglumaður hjá fíkniefnadeildinni bað hann um að koma afsíðis á Secret Solstice í fyrra. „Ég sagði bara nei nei, hvað er eiginlega málið? Þeir taka mig til hliðar og ég spyr af hverju þeir séu að taka mig algjörlega af handahófi svona til hliðar. Þeir spurðu mig þá til baka af hverju ég héldi að þeir væru að taka mig svona afsíðis,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi þá spurt þá til baka hvort ástæðan væri að hann væri með húðflúr á hausnum. „Þeir sögðu, já það gæti verið það og það gæti líka verið að þú rappar um fíkniefnaneyslu í öllum lögunum þínum. Þeir hafa ekkert á mig og það hefur ekkert vafasamt komið upp í kringum mig í mörg ár.“ Gísli segir einnig frá því þegar hann var tekinn og settur inn í lögreglubíl.Gísli Pálmi.„Þá voru þeir að syngja lagið mitt inni í bílnum, bara til að fokka í mér. Ég get tekið fram að þessir gaurar voru ógeðslega fyndnir og ógeðslega góðir við mig. Þeir reyndar böstuðu mig alveg harkalega fyrir eitthvað drasl en þeir voru ógeðslega góðir,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi byrjað að leita í óhefðbundinn lífstíl þegar hann var ellefu ára. „Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti. Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað.“ Rapparinn segir að maður þurfi að lenda í sársauka til að geta tjáð sig um svona hluti. „Til að geta sagt frá svona sársauka, þá þarf maður að upplifa hann. Ég er ógeðslega þakklátur fyrir það að geta sagt frá þessu, ég þarf stundum að koma þessu frá mér. Ef ég væri ekki að þessu þá væri ég vonandi að vinna í félagsmiðstöð og á meðferðarheimilum til að gera eitthvað gott úr þessu og vinna eitthvað með þessa reynslu sem maður hefur.“ Umræðan á Twitter undir kassamerkinu #rappírvk #rappírvk Tweets Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Gísli Pálmi, einn allra heitasti rapparinn á Íslandi í dag, var meðal gesta í lokaþætti Rapp í Reykjavík sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli sagði nokkrar merkilegar sögur í þættinum og hafa þær vakið mikla athygli. „Ég tala bara um mitt líf og mína reynslu,“ segir Gísli í samtali við Dóra DNA um textann við lög Gísla. „Það er kannski ástæðan fyrir því að fólk tengir við mig, fólk finnur að ég er ekkert að tala um hluti sem ég veit ekki neitt um.“ Gísli segist ekki rappa mikið um stelpur og ástina. „Það er bara ekki ég, ég er ekkert í því og er ekki beint rómantíska týpan,“ segir Gísli sem komst í fjölmiðla um allan heim á síðasta ári þegar hann lenti í útistöðum við Bam Margera á tónlistarhátíðinni Secret Solstice.Gísli og Bam Margera eru ekki vinir í dag.„Það horfðu fimm milljón manns á þetta videó á einni viku. Ég vil ekki vera með neitt ofbeldi, ég er ekki ofbeldismaður.“ Gísli sagði frá því þegar lögreglumaður hjá fíkniefnadeildinni bað hann um að koma afsíðis á Secret Solstice í fyrra. „Ég sagði bara nei nei, hvað er eiginlega málið? Þeir taka mig til hliðar og ég spyr af hverju þeir séu að taka mig algjörlega af handahófi svona til hliðar. Þeir spurðu mig þá til baka af hverju ég héldi að þeir væru að taka mig svona afsíðis,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi þá spurt þá til baka hvort ástæðan væri að hann væri með húðflúr á hausnum. „Þeir sögðu, já það gæti verið það og það gæti líka verið að þú rappar um fíkniefnaneyslu í öllum lögunum þínum. Þeir hafa ekkert á mig og það hefur ekkert vafasamt komið upp í kringum mig í mörg ár.“ Gísli segir einnig frá því þegar hann var tekinn og settur inn í lögreglubíl.Gísli Pálmi.„Þá voru þeir að syngja lagið mitt inni í bílnum, bara til að fokka í mér. Ég get tekið fram að þessir gaurar voru ógeðslega fyndnir og ógeðslega góðir við mig. Þeir reyndar böstuðu mig alveg harkalega fyrir eitthvað drasl en þeir voru ógeðslega góðir,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi byrjað að leita í óhefðbundinn lífstíl þegar hann var ellefu ára. „Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti. Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað.“ Rapparinn segir að maður þurfi að lenda í sársauka til að geta tjáð sig um svona hluti. „Til að geta sagt frá svona sársauka, þá þarf maður að upplifa hann. Ég er ógeðslega þakklátur fyrir það að geta sagt frá þessu, ég þarf stundum að koma þessu frá mér. Ef ég væri ekki að þessu þá væri ég vonandi að vinna í félagsmiðstöð og á meðferðarheimilum til að gera eitthvað gott úr þessu og vinna eitthvað með þessa reynslu sem maður hefur.“ Umræðan á Twitter undir kassamerkinu #rappírvk #rappírvk Tweets
Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira