Hnífjafnt á milli Ólafs og Guðna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2016 09:50 Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson vísir/ernir/anton Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Frjáls verslun gerði dagana 26. apríl til 1. maí. Þegar spurt var um þá tvo fær Guðni ívið meira fylgi en Ólafur, eða 44,5 prósent á móti 42,5 hjá Ólafi Ragnari. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem afstöðu tóku fær Guðni 51,5 prósent og Ólafur Ragnar 48,9 prósent. Í frétt um könnunina á vef Frjálsrar verslunar kemur fram að Guðni hefur meira fylgi á suðvesturhorninu en Ólafur nýtur meira fylgis á landsbyggðinni. Þá hefur Ólafur meira fylgi á meðal karla en Guðni á meðal kvenna. Ekki var marktækur munur eftir aldri nema að Ólafur hefur meira fylgi meðal fólks yfir sjötugt. „Þegar rýnt var í stjórnmálaskoðanir svarenda sést að Ólafur Ragnar hefur sterkan stuðning meðal ríkisstjórnarflokkanna. Um 72% stuðningsmanna Framsóknarflokks styður hann og 53% sjálfstæðismanna. Stuðningur við Guðna kemur úr röðum hinna flokkanna. Um 53% pírata segjast vilja kjósa hann, 67% samfylkingarmanna og 74% stuðningsmanna VG,“ segir á vef Frjálsrar verslunar. Þá var einnig spurt í könnuninni hvernig menn myndu kjósa ef frambjóðendur væru þrír, þeir Andri Snær Magnason, Guðni og Ólafur Ragnar. Fylgi Ólafs hélst þá nær óbreytt eða í 41,3 prósentum. Guðni lækkar í 33,9 prósent og Andri Snær fær 11,6 prósent. Rúmlega 13 prósent sögðust óviss eða engan þessara vilja. Ef aðeins er litið til þeirra sem tóku afstöðu var niðurstaðan eftirfarandi: Andri Snær Magnason 13,4 prósent Guðni Th. Jóhannesson 39,0 prósent Ólafur Ragnar Grímsson 47,6 prósent.Nánar má lesa um könnunina hér. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Flestir vilja Ólaf Ragnar eða Guðna Th 59 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun nefndu annaðhvort Ólaf Ragnar Grímsson eða Guðna Th. Jóhannesson á nafn þegar spurt var hvern þátttakendur vildu sem forseta. 1. maí 2016 21:18 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Frjáls verslun gerði dagana 26. apríl til 1. maí. Þegar spurt var um þá tvo fær Guðni ívið meira fylgi en Ólafur, eða 44,5 prósent á móti 42,5 hjá Ólafi Ragnari. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem afstöðu tóku fær Guðni 51,5 prósent og Ólafur Ragnar 48,9 prósent. Í frétt um könnunina á vef Frjálsrar verslunar kemur fram að Guðni hefur meira fylgi á suðvesturhorninu en Ólafur nýtur meira fylgis á landsbyggðinni. Þá hefur Ólafur meira fylgi á meðal karla en Guðni á meðal kvenna. Ekki var marktækur munur eftir aldri nema að Ólafur hefur meira fylgi meðal fólks yfir sjötugt. „Þegar rýnt var í stjórnmálaskoðanir svarenda sést að Ólafur Ragnar hefur sterkan stuðning meðal ríkisstjórnarflokkanna. Um 72% stuðningsmanna Framsóknarflokks styður hann og 53% sjálfstæðismanna. Stuðningur við Guðna kemur úr röðum hinna flokkanna. Um 53% pírata segjast vilja kjósa hann, 67% samfylkingarmanna og 74% stuðningsmanna VG,“ segir á vef Frjálsrar verslunar. Þá var einnig spurt í könnuninni hvernig menn myndu kjósa ef frambjóðendur væru þrír, þeir Andri Snær Magnason, Guðni og Ólafur Ragnar. Fylgi Ólafs hélst þá nær óbreytt eða í 41,3 prósentum. Guðni lækkar í 33,9 prósent og Andri Snær fær 11,6 prósent. Rúmlega 13 prósent sögðust óviss eða engan þessara vilja. Ef aðeins er litið til þeirra sem tóku afstöðu var niðurstaðan eftirfarandi: Andri Snær Magnason 13,4 prósent Guðni Th. Jóhannesson 39,0 prósent Ólafur Ragnar Grímsson 47,6 prósent.Nánar má lesa um könnunina hér.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Flestir vilja Ólaf Ragnar eða Guðna Th 59 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun nefndu annaðhvort Ólaf Ragnar Grímsson eða Guðna Th. Jóhannesson á nafn þegar spurt var hvern þátttakendur vildu sem forseta. 1. maí 2016 21:18 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Flestir vilja Ólaf Ragnar eða Guðna Th 59 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun nefndu annaðhvort Ólaf Ragnar Grímsson eða Guðna Th. Jóhannesson á nafn þegar spurt var hvern þátttakendur vildu sem forseta. 1. maí 2016 21:18