Konur valdamiklar í ÍA Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 11:15 Kvenskörungar á Skaganum. Regína Ásvaldsdóttir er fyrsti kvenbæjarstjórinn í 74 ára sögu Akraness, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir er fyrsti kvenkyns formaður ÍA, Hildur Karen er fyrsta konan til að gegna íþróttafulltrúastöðu ÍA og Hulda Birna Baldursdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnufélags ÍA, er önnur konan í þeirri stöðu. Mynd/Jónas Ottósson Hjarta Akraness slær hjá ÍA. Við splæstum saman 40 ára afmæli íþróttahússins við Vesturgötu og 70 ára afmæli ÍA og fögnuðum um síðustu helgi,“ segir Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, íþróttafulltrúi Íþróttabandalags Akraness, sem tók við starfinu á þessu ári, fyrst kvenna. Tvær aðrar konur komust líka í efstu lög píramída ÍA því Helga Sjöfn Jóhannesdóttir varð fyrsta konan til að verða formaður bandalagsins í 70 ára sögu þess og Hulda Birna Baldursdóttir sem er nýráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnufélags ÍA er önnur konan til að gegna þeirri stöðu. Hildur Karen segir þær allar vinna vel saman en hvað finnst körlunum um þessar breytingar? „Mér heyrist þeir vera ánægðir með okkur og standa algerlega við bakið á okkur. Við mætum bara virðingu og trausti þar.“ Hildur Karen segir síðustu vikur hafa verið annasamar í hennar starfi, bæði vegna flutnings skrifstofu bandalagsins af Jaðarsbakkasvæðinu í íþróttahúsið við Vesturgötu og undirbúnings afmælishátíðarinnar sem hún segir hafa tekist vel. „Þetta var fjölskyldugleðidagur. Aðildarfélög ÍA buðu upp á sýningar og gáfu gestum kost á að spreyta sig í hinum ýmsu íþróttagreinum auk þess sem veitingar voru á borðum. Okkur reiknast til að 800 til 1.000 manns hafi komið í heimsókn.“ Aðildarfélög ÍA eru 18 talsins og iðkendur um 2.500 eða um 35% íbúanna.„Hvert félag er sjálfstæð eining en hefur aðgang að ýmissi þjónustu sem við veitum hjá ÍA. Svo vinnum við líka með afreksíþróttabraut Fjölbrautaskólans,“ segir Hildur Karen sem er grunnskólakennari að mennt, með íþróttir sem val. Hún hefur unnið í Grundaskóla frá 2000, fyrir utan eitt ár sem hún var framkvæmdastjóri Sundsambandsins. Sund er bæði áhugamál hennar og keppnisíþrótt. Hún kveðst sjá um ungbarnasundkennslu og samflot á Akranesi. Það síðarnefnda þarf hún að útskýra betur. „Í samflotinu er fólk með flothettu á höfði og flotsett á lærum, liggur í heitri innisundlaug, losar um streitu og á nærandi stund í kyrrð við kertaljós,“ lýsir hún. Það hljómar óneitanlega vel. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira
Hjarta Akraness slær hjá ÍA. Við splæstum saman 40 ára afmæli íþróttahússins við Vesturgötu og 70 ára afmæli ÍA og fögnuðum um síðustu helgi,“ segir Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, íþróttafulltrúi Íþróttabandalags Akraness, sem tók við starfinu á þessu ári, fyrst kvenna. Tvær aðrar konur komust líka í efstu lög píramída ÍA því Helga Sjöfn Jóhannesdóttir varð fyrsta konan til að verða formaður bandalagsins í 70 ára sögu þess og Hulda Birna Baldursdóttir sem er nýráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnufélags ÍA er önnur konan til að gegna þeirri stöðu. Hildur Karen segir þær allar vinna vel saman en hvað finnst körlunum um þessar breytingar? „Mér heyrist þeir vera ánægðir með okkur og standa algerlega við bakið á okkur. Við mætum bara virðingu og trausti þar.“ Hildur Karen segir síðustu vikur hafa verið annasamar í hennar starfi, bæði vegna flutnings skrifstofu bandalagsins af Jaðarsbakkasvæðinu í íþróttahúsið við Vesturgötu og undirbúnings afmælishátíðarinnar sem hún segir hafa tekist vel. „Þetta var fjölskyldugleðidagur. Aðildarfélög ÍA buðu upp á sýningar og gáfu gestum kost á að spreyta sig í hinum ýmsu íþróttagreinum auk þess sem veitingar voru á borðum. Okkur reiknast til að 800 til 1.000 manns hafi komið í heimsókn.“ Aðildarfélög ÍA eru 18 talsins og iðkendur um 2.500 eða um 35% íbúanna.„Hvert félag er sjálfstæð eining en hefur aðgang að ýmissi þjónustu sem við veitum hjá ÍA. Svo vinnum við líka með afreksíþróttabraut Fjölbrautaskólans,“ segir Hildur Karen sem er grunnskólakennari að mennt, með íþróttir sem val. Hún hefur unnið í Grundaskóla frá 2000, fyrir utan eitt ár sem hún var framkvæmdastjóri Sundsambandsins. Sund er bæði áhugamál hennar og keppnisíþrótt. Hún kveðst sjá um ungbarnasundkennslu og samflot á Akranesi. Það síðarnefnda þarf hún að útskýra betur. „Í samflotinu er fólk með flothettu á höfði og flotsett á lærum, liggur í heitri innisundlaug, losar um streitu og á nærandi stund í kyrrð við kertaljós,“ lýsir hún. Það hljómar óneitanlega vel. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira