Borgarstjóri segir niðurstöðu héraðsdóms mikilvæga fyrir borgina Þórdís Valsdóttir skrifar 23. mars 2016 07:00 Innanríkisráðherra hefur verið dæmdur til að loka hinni svokölluðu neyðarflugbraut innan sextán vikna. vísir/pjetur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær innanríkisráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, skylt að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar innan sextán vikna og endurskoða skipulagsreglur fyrir völlinn til samræmis við lokun flugbrautarinnar. Verði brautinni ekki lokað innan tímarammans sem gefinn er í dóminum leggjast dagsektir á íslenska ríkið, ein milljón króna fyrir hvern dag. Umrædd flugbraut er einnig nefnd neyðarflugbrautin. Reykjavíkurborg höfðaði málið og féllst dómurinn í meginatriðum á kröfur borgarinnar. Borgin taldi að skjal sem þáverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, og Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, undirrituðu árið 2013, fæli í sér bindandi loforð af hálfu Hönnu Birnu um að loka flugbrautinni. Dómurinn taldi það ekki fara á milli mála að Hanna Birna hafi verið til þess bær að taka slíkar ákvarðanir um breytingar á flugvellinum. Hún hafi verið í þeirri stöðu að geta skuldbundið sig, fyrir hönd ríkisins, til að loka umræddri flugbraut með það fyrir augum að minnka áhrifasvæði flugvallarins.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.vísir/pjeturAð mati dómsins er hvergi í lögum að finna ákvæði þess efnis að ráðherrann þurfi að leita samþykkis Alþingis eða annarra aðila fyrir ákvörðunum af þessum toga. Héraðsdómur taldi að samkomulagið sem ráðherra og borgarstjóri skrifuðu undir í október 2013 hefði samkvæmt orðalagi sínu falið í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu ráðherra um lokun flugbrautarinnar og endurskoðun skipulagsreglna flugvallarins í samræmi við það. Dómurinn vísaði einnig til þeirrar grunnreglu sem gildir að íslenskum rétti, að gerða samninga skuli halda og sagði ekkert hafa komið fram í málinu sem gæti leitt til þess að víkja bæri frá reglunni. Íslenska ríkið var einnig dæmt til að greiða Reykjavíkurborg tvær milljónir króna í málskostnað. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þetta mikilvæga niðurstöðu fyrir borgina. „Dómurinn er ítarlegur og efnismikill, hann tekur á öllum þáttum málsins og talar í raun best fyrir sig sjálfur,“ segir Dagur og bætir við að meginatriðið í málinu sé að samninga beri að halda. Ekki náðist í Ólöfu Nordal innanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar. Að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð, aðstoðarmanns ráðherrans, hafði Ólöf ekki getað farið yfir dóminn enn. „Við vorum að fá dóminn sendan og þurfum að lesa hann yfir og fara yfir forsendur. Í kjölfarið þarf að taka ákvörðun um það hvort honum verði áfrýjað, en það verður gert á næstu dögum,“ segir Þórdís Kolbrún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars. Tengdar fréttir Samkomulag Hönnu Birnu skuldbindandi um flugbraut Ríkið verður að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar innan sextán vikna eða borga milljón krónur í dagsektir. 22. mars 2016 19:15 Innanríkisráðherra verður að loka neyðarbrautinni eða borga milljón á dag Dómur fallinn í máli Reykjavíkurborgar gegn ríkinu vegna lokunar minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. 22. mars 2016 14:29 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær innanríkisráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, skylt að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar innan sextán vikna og endurskoða skipulagsreglur fyrir völlinn til samræmis við lokun flugbrautarinnar. Verði brautinni ekki lokað innan tímarammans sem gefinn er í dóminum leggjast dagsektir á íslenska ríkið, ein milljón króna fyrir hvern dag. Umrædd flugbraut er einnig nefnd neyðarflugbrautin. Reykjavíkurborg höfðaði málið og féllst dómurinn í meginatriðum á kröfur borgarinnar. Borgin taldi að skjal sem þáverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, og Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, undirrituðu árið 2013, fæli í sér bindandi loforð af hálfu Hönnu Birnu um að loka flugbrautinni. Dómurinn taldi það ekki fara á milli mála að Hanna Birna hafi verið til þess bær að taka slíkar ákvarðanir um breytingar á flugvellinum. Hún hafi verið í þeirri stöðu að geta skuldbundið sig, fyrir hönd ríkisins, til að loka umræddri flugbraut með það fyrir augum að minnka áhrifasvæði flugvallarins.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.vísir/pjeturAð mati dómsins er hvergi í lögum að finna ákvæði þess efnis að ráðherrann þurfi að leita samþykkis Alþingis eða annarra aðila fyrir ákvörðunum af þessum toga. Héraðsdómur taldi að samkomulagið sem ráðherra og borgarstjóri skrifuðu undir í október 2013 hefði samkvæmt orðalagi sínu falið í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu ráðherra um lokun flugbrautarinnar og endurskoðun skipulagsreglna flugvallarins í samræmi við það. Dómurinn vísaði einnig til þeirrar grunnreglu sem gildir að íslenskum rétti, að gerða samninga skuli halda og sagði ekkert hafa komið fram í málinu sem gæti leitt til þess að víkja bæri frá reglunni. Íslenska ríkið var einnig dæmt til að greiða Reykjavíkurborg tvær milljónir króna í málskostnað. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þetta mikilvæga niðurstöðu fyrir borgina. „Dómurinn er ítarlegur og efnismikill, hann tekur á öllum þáttum málsins og talar í raun best fyrir sig sjálfur,“ segir Dagur og bætir við að meginatriðið í málinu sé að samninga beri að halda. Ekki náðist í Ólöfu Nordal innanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar. Að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð, aðstoðarmanns ráðherrans, hafði Ólöf ekki getað farið yfir dóminn enn. „Við vorum að fá dóminn sendan og þurfum að lesa hann yfir og fara yfir forsendur. Í kjölfarið þarf að taka ákvörðun um það hvort honum verði áfrýjað, en það verður gert á næstu dögum,“ segir Þórdís Kolbrún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars.
Tengdar fréttir Samkomulag Hönnu Birnu skuldbindandi um flugbraut Ríkið verður að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar innan sextán vikna eða borga milljón krónur í dagsektir. 22. mars 2016 19:15 Innanríkisráðherra verður að loka neyðarbrautinni eða borga milljón á dag Dómur fallinn í máli Reykjavíkurborgar gegn ríkinu vegna lokunar minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. 22. mars 2016 14:29 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Samkomulag Hönnu Birnu skuldbindandi um flugbraut Ríkið verður að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar innan sextán vikna eða borga milljón krónur í dagsektir. 22. mars 2016 19:15
Innanríkisráðherra verður að loka neyðarbrautinni eða borga milljón á dag Dómur fallinn í máli Reykjavíkurborgar gegn ríkinu vegna lokunar minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. 22. mars 2016 14:29