Berbinn sendur aftur til Noregs Þorgeir Helgason skrifar 8. október 2016 07:00 Hælisleitandinn í Hjallakirkju. vísir/vilhelm „Ég vil bara fá að vinna og borga mína skatta, í öryggi og friði. Ég vil vera gott fordæmi fyrir aðra innflytjendur,“ segir hælisleitandinn sem var sendur aftur til Íslands frá Noregi á miðvikudag. Maðurinn verður sendur á ný til Noregs í næstu viku. Þetta kom fram í máli Þorsteins Gunnarssonar, forstöðumanns Útlendingastofnunar, í kvöldfréttum á Stöð 2 í gær. Ástæðu þess að maðurinn var sendur til baka frá Noregi má rekja til samskiptaklúðurs Útlendingastofnunar og norsku útlendingastofnunarinnar. Maðurinn, sem vill ekki koma fram undir nafni af ótta við Útlendingastofnun, hefur dvalið í gistiskýli við Bæjarhraun í Hafnarfirði frá því hann kom aftur til Íslands. Maðurinn, sem er Berbi, segist hafa verið á vergangi í fimm ár. Eftir að hafa dvalið í gistiskýli í Noregi í rúm fjögur ár fékk hann að vita að beiðni hans um dvalarleyfi hefði verið hafnað. Norsk yfirvöld hafi þá gert honum ljóst að hann yrði að yfirgefa landið innan tveggja vikna. Hélt hann því til Íslands síðasta sumar. Hingað kominn dvaldi Berbinn fyrst í gistiskýli í Hafnarfirði en flutti síðan í húsakynni á vegum Reykjavíkurborgar. Um miðjan síðasta vetur var honum gert að yfirgefa húsnæðið eftir að upp komast að hann hafði leyft vini að gista hjá sér. „Hvað átti ég að gera? Vinur minn var á götunni og hefði dáið úr kulda. Auðvitað leyfði ég honum að gista hjá mér,“ segir hælisleitandinn og segir að sér hafi verið vísað í gistiskýli við Grensásveg. Dvölin þar hafi verið hræðileg. Húsakynnin vöktuð með mörgum myndavélum og öryggisverðir sífellt á ferðinni. Ekki hafi verið nokkur einasta leið að eiga sér einkalíf. Berbar, sem búa víðs vegar um Norður-Afríku, hafa mætt mótstöðu í Marokkó. Maðurinn eyddi æskuárunum á munaðarleysingjahæli. Hann segist hafa upplifað mikla hættu þegar hann náði fullorðinsaldri og þess vegna flúði hann. Að sögn Berbans hefur hann margsinnis óskað eftir viðtali hjá Útlendingastofnun á meðan mál hans var til meðferðar. Þeirri ósk hafi ávallt verið hafnað. Þá sé staðan sú að vegna þess að máli hans sé lokið af hálfu norskra stjórnvalda verði hann að öllum líkindum sendur frá Noregi aftur til Marokkó.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Noregur og Ísland senda mann með skerta greind á milli Hælisleitandi sem Útlendingastofnun sendi á miðvikudag til Noregs var kominn aftur til Íslands um kvöldið. 7. október 2016 07:00 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
„Ég vil bara fá að vinna og borga mína skatta, í öryggi og friði. Ég vil vera gott fordæmi fyrir aðra innflytjendur,“ segir hælisleitandinn sem var sendur aftur til Íslands frá Noregi á miðvikudag. Maðurinn verður sendur á ný til Noregs í næstu viku. Þetta kom fram í máli Þorsteins Gunnarssonar, forstöðumanns Útlendingastofnunar, í kvöldfréttum á Stöð 2 í gær. Ástæðu þess að maðurinn var sendur til baka frá Noregi má rekja til samskiptaklúðurs Útlendingastofnunar og norsku útlendingastofnunarinnar. Maðurinn, sem vill ekki koma fram undir nafni af ótta við Útlendingastofnun, hefur dvalið í gistiskýli við Bæjarhraun í Hafnarfirði frá því hann kom aftur til Íslands. Maðurinn, sem er Berbi, segist hafa verið á vergangi í fimm ár. Eftir að hafa dvalið í gistiskýli í Noregi í rúm fjögur ár fékk hann að vita að beiðni hans um dvalarleyfi hefði verið hafnað. Norsk yfirvöld hafi þá gert honum ljóst að hann yrði að yfirgefa landið innan tveggja vikna. Hélt hann því til Íslands síðasta sumar. Hingað kominn dvaldi Berbinn fyrst í gistiskýli í Hafnarfirði en flutti síðan í húsakynni á vegum Reykjavíkurborgar. Um miðjan síðasta vetur var honum gert að yfirgefa húsnæðið eftir að upp komast að hann hafði leyft vini að gista hjá sér. „Hvað átti ég að gera? Vinur minn var á götunni og hefði dáið úr kulda. Auðvitað leyfði ég honum að gista hjá mér,“ segir hælisleitandinn og segir að sér hafi verið vísað í gistiskýli við Grensásveg. Dvölin þar hafi verið hræðileg. Húsakynnin vöktuð með mörgum myndavélum og öryggisverðir sífellt á ferðinni. Ekki hafi verið nokkur einasta leið að eiga sér einkalíf. Berbar, sem búa víðs vegar um Norður-Afríku, hafa mætt mótstöðu í Marokkó. Maðurinn eyddi æskuárunum á munaðarleysingjahæli. Hann segist hafa upplifað mikla hættu þegar hann náði fullorðinsaldri og þess vegna flúði hann. Að sögn Berbans hefur hann margsinnis óskað eftir viðtali hjá Útlendingastofnun á meðan mál hans var til meðferðar. Þeirri ósk hafi ávallt verið hafnað. Þá sé staðan sú að vegna þess að máli hans sé lokið af hálfu norskra stjórnvalda verði hann að öllum líkindum sendur frá Noregi aftur til Marokkó.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Noregur og Ísland senda mann með skerta greind á milli Hælisleitandi sem Útlendingastofnun sendi á miðvikudag til Noregs var kominn aftur til Íslands um kvöldið. 7. október 2016 07:00 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Noregur og Ísland senda mann með skerta greind á milli Hælisleitandi sem Útlendingastofnun sendi á miðvikudag til Noregs var kominn aftur til Íslands um kvöldið. 7. október 2016 07:00