Sigurður Einarsson: „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. apríl 2016 14:57 Sigurður Einarsson segist hafa verið að verjast ágangi fólks sem hafi komið inn á einkaeign í leyfisleysi. Svo virðist sem slegið hafi í brýnu á milli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og vegfarenda í Borgarfirði á dögunum. Vegfarendurnir voru staddir við sumarhús í Norðurárdal, sem áður var í eigu Sigurðar, þegar þeir mættu Sigurði sjálfum, og Ólafi Ólafssyni fjárfesti. Um er að ræða stórhýsi sem Sigurður lét byggja fyrir hrun. Það er um 840 fermetrar að stærð, með fimmtíu fermetra vínkjallara og tvöföldum bílskúr, svo fátt eitt sé nefnt. Í myndbandi sem fólkið birti á netinu í vikunni má heyra Sigurð hóta því barsmíðum, yfirgefi það ekki svæðið. Sigurður sagði fólkið í óleyfi og kom til orðaskak á milli þeirra, samkvæmt myndbandinu.Framkvæmdir hófust fyrir hrun, en sumarhúsið er hið glæsilegasta.vísir/gvaFreyr Einarsson, talsmaður Sigurðar, segir fólkið hafa komið inn á svæðið í óleyfi. Það sé girt af og að skýrt komi fram að óviðkomandi sé bannaður aðgangur. „Fólkið var þarna að mynda inn um rúðurnar og þetta er auðvitað bara innrás á friðhelgi einkalífsins. Þarna er allt girt af og svæðið er læst með hliði, þannig að fólkið hefur farið yfir hliðið og inn á þessa einkaeign,“ segir Freyr í samtali við Vísi. Sigurður var í febrúar í fyrra dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani málinu svokallaða. Hann var fyrr í þessum mánuði látinn laus úr fangelsi og dvelur nú á Vernd, áfangaheimili í Reykjavík, þar sem hann verður þar til hann fer heim og verður undir rafrænu eftirliti. Freyr segir Sigurð hafa eftirlit með húsinu. Það sé í eigu vinar hans sem búsettur sé erlendis. „Hann er auðvitað inni á Vernd en þarna hafði hann bara tekið sunnudagsrúnt að bústaðnum, til að kanna stöðuna á eigninni fyrir eiganda hennar.“ Orðrétt segir Sigurður í myndbandinu: „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig.“ –Freyr segir enga hótun hafa verið fólgna í orðum Sigurðar, hann hafi einungis verið að verja sig frá ágangi fólksins. „Eins og sést í myndbandinu er hann allur hinn rólegasti þó hann muldri þessa setningu. Hann hefur enga ógnandi tilburði þó þessi orð hafi auðvitað verið óheppileg, en hann lítur á þetta sem innbrot,“ segir Freyr og bætir við að fólkið hafi sýnt mjög ögrandi hegðun. Einkahlutafélagið Veiðilækur var stofnað utan um framkvæmdir Sigurðar í Borgarfirði, en árið 2011 var nafninu breytt og skipt um eigendur. Félagið heitir nú Rhea en ekki liggur fyrir hverjir nýju eigendurnir eru. Freyr segir húsið ekki í eigu Sigurðar.Uppfært klukkan 19:29Myndbandið hefur verið fjarlægt af YouTube. Að neðan má sjá uppskrifuð samskipti vegfarandans við Sigurð.Vegfarandi: Hvað heitirðu?Sigurður: Farðu svo ég þurfi ekki að berja þigVegfarandi: Hvað heitirðu?Sigurður: Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig.Vegfarandi: Ha?Sigurður: Farðu.Vegfarandi: Svo þú þurfir ekki að berja mig? Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Sjá meira
Svo virðist sem slegið hafi í brýnu á milli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og vegfarenda í Borgarfirði á dögunum. Vegfarendurnir voru staddir við sumarhús í Norðurárdal, sem áður var í eigu Sigurðar, þegar þeir mættu Sigurði sjálfum, og Ólafi Ólafssyni fjárfesti. Um er að ræða stórhýsi sem Sigurður lét byggja fyrir hrun. Það er um 840 fermetrar að stærð, með fimmtíu fermetra vínkjallara og tvöföldum bílskúr, svo fátt eitt sé nefnt. Í myndbandi sem fólkið birti á netinu í vikunni má heyra Sigurð hóta því barsmíðum, yfirgefi það ekki svæðið. Sigurður sagði fólkið í óleyfi og kom til orðaskak á milli þeirra, samkvæmt myndbandinu.Framkvæmdir hófust fyrir hrun, en sumarhúsið er hið glæsilegasta.vísir/gvaFreyr Einarsson, talsmaður Sigurðar, segir fólkið hafa komið inn á svæðið í óleyfi. Það sé girt af og að skýrt komi fram að óviðkomandi sé bannaður aðgangur. „Fólkið var þarna að mynda inn um rúðurnar og þetta er auðvitað bara innrás á friðhelgi einkalífsins. Þarna er allt girt af og svæðið er læst með hliði, þannig að fólkið hefur farið yfir hliðið og inn á þessa einkaeign,“ segir Freyr í samtali við Vísi. Sigurður var í febrúar í fyrra dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani málinu svokallaða. Hann var fyrr í þessum mánuði látinn laus úr fangelsi og dvelur nú á Vernd, áfangaheimili í Reykjavík, þar sem hann verður þar til hann fer heim og verður undir rafrænu eftirliti. Freyr segir Sigurð hafa eftirlit með húsinu. Það sé í eigu vinar hans sem búsettur sé erlendis. „Hann er auðvitað inni á Vernd en þarna hafði hann bara tekið sunnudagsrúnt að bústaðnum, til að kanna stöðuna á eigninni fyrir eiganda hennar.“ Orðrétt segir Sigurður í myndbandinu: „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig.“ –Freyr segir enga hótun hafa verið fólgna í orðum Sigurðar, hann hafi einungis verið að verja sig frá ágangi fólksins. „Eins og sést í myndbandinu er hann allur hinn rólegasti þó hann muldri þessa setningu. Hann hefur enga ógnandi tilburði þó þessi orð hafi auðvitað verið óheppileg, en hann lítur á þetta sem innbrot,“ segir Freyr og bætir við að fólkið hafi sýnt mjög ögrandi hegðun. Einkahlutafélagið Veiðilækur var stofnað utan um framkvæmdir Sigurðar í Borgarfirði, en árið 2011 var nafninu breytt og skipt um eigendur. Félagið heitir nú Rhea en ekki liggur fyrir hverjir nýju eigendurnir eru. Freyr segir húsið ekki í eigu Sigurðar.Uppfært klukkan 19:29Myndbandið hefur verið fjarlægt af YouTube. Að neðan má sjá uppskrifuð samskipti vegfarandans við Sigurð.Vegfarandi: Hvað heitirðu?Sigurður: Farðu svo ég þurfi ekki að berja þigVegfarandi: Hvað heitirðu?Sigurður: Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig.Vegfarandi: Ha?Sigurður: Farðu.Vegfarandi: Svo þú þurfir ekki að berja mig?
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Sjá meira