Reykjavík óvart gestur í hundruð milljóna herferð Rhode Island Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2016 15:58 Þetta er ekki Rhode Island Skjáskot. Embættismenn Rhode Islands ríkis í Bandaríkjunum hafa þurft að breyta rándýru kynningarmyndbandi sem ætlað er að kynna ríkið fyrir ferðamönnum. Ástæðan er einföld, í myndbandinu sést maður á hjólabretti fyrir utan Hörpu í Reykjavík.Myndbandið sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan.Mistökin þykja ansi pínleg og ekki síst vegna þess að um leið og hjólabrettakappanum og Hörpu bregður fyrir segir kynnir myndbandsins eftirfarandi setningu: „Ímyndaðu þér stað þar sem þér líður eins og heima hjá þér en er samt svo einstakur að þér leiðist aldrei. Ímyndunaraflið er reyndar einmitt það sem þarf til ætli menn sér að upplifa Hörpu eða Reykjavík á meðan heimsókn til Rhode Island stendur yfir enda hvorki Harpa, né Reykjavík, staðsett í Rhode Island ríki. Það voru haukfránir notendur samfélagsmiðla sem komu auga á mistökin sem umsjónarmenn herferðarinnar kenna framleiðslufyrirtækinu um. Myndbandið hefur nú verið leiðrétt og er rétt útgáfa komin út. Ef til vill er það bót í máli fyrir framleiðslufyrirtækið að maðurinn sem sést á hjólabrettinu er frá Rhode Island og myndbandið var skotið af manni frá Rhode Island líkt og kemur fram í yfirlýsingu frá framleiðslufyrirtækinu. Fjallað hefur verið um málið í miðlum erlendis á borð við The Guardian og CNN. Samkvæmt frétt CNN kostaði auglýsingaherferð Rhode Island litlar fimm milljónir dollara, rétt rúmar 600 milljónir króna.Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
Embættismenn Rhode Islands ríkis í Bandaríkjunum hafa þurft að breyta rándýru kynningarmyndbandi sem ætlað er að kynna ríkið fyrir ferðamönnum. Ástæðan er einföld, í myndbandinu sést maður á hjólabretti fyrir utan Hörpu í Reykjavík.Myndbandið sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan.Mistökin þykja ansi pínleg og ekki síst vegna þess að um leið og hjólabrettakappanum og Hörpu bregður fyrir segir kynnir myndbandsins eftirfarandi setningu: „Ímyndaðu þér stað þar sem þér líður eins og heima hjá þér en er samt svo einstakur að þér leiðist aldrei. Ímyndunaraflið er reyndar einmitt það sem þarf til ætli menn sér að upplifa Hörpu eða Reykjavík á meðan heimsókn til Rhode Island stendur yfir enda hvorki Harpa, né Reykjavík, staðsett í Rhode Island ríki. Það voru haukfránir notendur samfélagsmiðla sem komu auga á mistökin sem umsjónarmenn herferðarinnar kenna framleiðslufyrirtækinu um. Myndbandið hefur nú verið leiðrétt og er rétt útgáfa komin út. Ef til vill er það bót í máli fyrir framleiðslufyrirtækið að maðurinn sem sést á hjólabrettinu er frá Rhode Island og myndbandið var skotið af manni frá Rhode Island líkt og kemur fram í yfirlýsingu frá framleiðslufyrirtækinu. Fjallað hefur verið um málið í miðlum erlendis á borð við The Guardian og CNN. Samkvæmt frétt CNN kostaði auglýsingaherferð Rhode Island litlar fimm milljónir dollara, rétt rúmar 600 milljónir króna.Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira