Hvaða málamiðlanir geta flokkarnir gert? Snærós Sindradóttir skrifar 31. október 2016 08:00 Mögulegar stjórnir Fyrir kosningar tók Björt framtíð þátt í samstarfsumleitunum Pírata, Vinstri grænna, og Samfylkingar og lýsti yfir vilja til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Björt framtíð er eini flokkurinn af þessum fjórum sem ekki hefur útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Fari svo að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði mynduð væri hún með minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í lykilstöðu til stjórnarmyndunar er staða flokksins þröng vegna lítils samstarfsvilja annarra flokka. Flokkarnir tveir, Viðreisn og Björt framtíð, gætu því hæglega knúið fram mikilvægar málamiðlanir þrátt fyrir smæð sína. Það er nærri hægt að slá því föstu að hugmyndir Viðreisnar um myntráð verði slegnar af borðinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins vill að krónan verði framtíðargjaldmiðill Íslands og hverskonar daður við evru kæmi ekki til greina. Hins vegar er líklegt að flokkarnir tveir geri það að ófrávíkjanlegu skilyrði að kosið verði um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Eins og Fréttablaðið greindi frá á föstudag kemur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Pírata ekki til greina. Það hefur enn frekar verið staðfest nú um helgina af hálfu beggja flokka. Róttækar hugmyndir Pírata um kerfisbreytingar leggjast illa í Sjálfstæðisflokkinn en einnig ríkir persónuleg óvild á milli Bjarna Benediktssonar og Birgittu Jónsdóttur sem nærri ómögulegt gæti reynst að brúa. Slík stjórn er útilokuð. Heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins renni hýru auga til Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir þykir góður samstarfsmaður þvert á flokka og litlar málamiðlanir þyrfti að gera í Evrópumálum. Mikið ber á milli flokkanna í sýn á rekstur hins opinbera. Stærsta ljónið í vegi þess samstarfs eru þó flokksmenn Vinstri grænna sem seint myndu taka það í mál að starfa með erkióvininum í íslenskum stjórnmálum. Eða eins og Katrín orðaði það sjálf, aðspurð hvort hún gæti gengið á fund sinna félaga og mælt með stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fyrir kosningar tók Björt framtíð þátt í samstarfsumleitunum Pírata, Vinstri grænna, og Samfylkingar og lýsti yfir vilja til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Björt framtíð er eini flokkurinn af þessum fjórum sem ekki hefur útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Fari svo að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði mynduð væri hún með minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í lykilstöðu til stjórnarmyndunar er staða flokksins þröng vegna lítils samstarfsvilja annarra flokka. Flokkarnir tveir, Viðreisn og Björt framtíð, gætu því hæglega knúið fram mikilvægar málamiðlanir þrátt fyrir smæð sína. Það er nærri hægt að slá því föstu að hugmyndir Viðreisnar um myntráð verði slegnar af borðinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins vill að krónan verði framtíðargjaldmiðill Íslands og hverskonar daður við evru kæmi ekki til greina. Hins vegar er líklegt að flokkarnir tveir geri það að ófrávíkjanlegu skilyrði að kosið verði um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Eins og Fréttablaðið greindi frá á föstudag kemur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Pírata ekki til greina. Það hefur enn frekar verið staðfest nú um helgina af hálfu beggja flokka. Róttækar hugmyndir Pírata um kerfisbreytingar leggjast illa í Sjálfstæðisflokkinn en einnig ríkir persónuleg óvild á milli Bjarna Benediktssonar og Birgittu Jónsdóttur sem nærri ómögulegt gæti reynst að brúa. Slík stjórn er útilokuð. Heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins renni hýru auga til Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir þykir góður samstarfsmaður þvert á flokka og litlar málamiðlanir þyrfti að gera í Evrópumálum. Mikið ber á milli flokkanna í sýn á rekstur hins opinbera. Stærsta ljónið í vegi þess samstarfs eru þó flokksmenn Vinstri grænna sem seint myndu taka það í mál að starfa með erkióvininum í íslenskum stjórnmálum. Eða eins og Katrín orðaði það sjálf, aðspurð hvort hún gæti gengið á fund sinna félaga og mælt með stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira