Það er gefandi að starfa í þessum aldna helgidómi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. október 2016 14:15 Laufey segir starf kirkjuhaldara í Dómkirkjunni það skemmtilegasta sem hún hafi unnið. Fréttablaðið/GVA Dómkirkjan á 220 ára vígsluafmæli á morgun og hefur fagnað því allan þennan mánuð. Við hátíðaguðsþjónustu klukkan 11 predikar sr. Þórir Stephensen þar og fyrrverandi prestar, þau sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, þjóna ásamt settum sóknarpresti, sr. Sveini Valgeirssyni. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar býður upp á messukaffi á eftir. Á mánudagskvöldið verður þar svo sálmasyrpa undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Laufey Böðvarsdóttir sem ólst upp á kirkjustaðnum Búrfelli í Grímsnesi sat í sóknarnefnd Dómkirkjunnar í nokkur ár áður en hún gerðist þar kirkjuhaldari. Hún segir gefandi og skemmtilegt að starfa í þessum aldna og fagra helgidómi. En hvert er hlutverk kirkjuhaldara? „Ég sé um það veraldlega en prestarnir það andlega,“ útskýrir hún. „Er með fjármálin á minni könnu og sé um viðhald kirkjunnar og safnaðarheimilisins, hvort tveggja eru merkilegar byggingar og ég fæ fagmenn í viðgerðir. Það reynir á að allt gangi upp, hér eru útvarpsupptökur, prestsvígslur og prósessíur. Þetta er höfuðkirkjan og hún þarf að halda í sínar gömlu, góðu hefðir. Svo er ég með prestunum að skipuleggja starfið, þannig að þetta er mjög fjölbreytt vinna og sú skemmtilegasta sem ég hef unnið.“ Laufey segir úrvals starfsfólk í Dómkirkjunni, bæði lært og leikt. „Hér er einhuga og góð sóknarnefnd og fórnfúsir sjálfboðaliðar af báðum kynjum sem leggjast á eitt við að efla safnaðarstarfið.“ Hún nefnir sem dæmi Kirkjunefnd kvenna í Dómkirkjunni sem var stofnuð 1930 og hefur í áranna rás „lagt til ófá handtök, öll unnin af kærleika“, eins og hún orðar það. Getur þess líka að konur sem ekki séu í nefndinni komi færandi hendi þegar messukaffi er á borð borið. Saga Dómkirkjunnar er Laufeyju hugleikin. „Þetta hús geymir mikla sögu, bæði í gleði og sorg og mér finnst mikilvægt að hún gleymist ekki. Slökkvilið borgarinnar hafði til dæmis aðsetur í skrúðhúsinu í áratugi og því héldum við slökkviliðsmessu um daginn. Starfsmenn liðsins lásu ritningarlestra, þetta var mjög falleg stund.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. október 2016. Lífið Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
Dómkirkjan á 220 ára vígsluafmæli á morgun og hefur fagnað því allan þennan mánuð. Við hátíðaguðsþjónustu klukkan 11 predikar sr. Þórir Stephensen þar og fyrrverandi prestar, þau sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, þjóna ásamt settum sóknarpresti, sr. Sveini Valgeirssyni. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar býður upp á messukaffi á eftir. Á mánudagskvöldið verður þar svo sálmasyrpa undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Laufey Böðvarsdóttir sem ólst upp á kirkjustaðnum Búrfelli í Grímsnesi sat í sóknarnefnd Dómkirkjunnar í nokkur ár áður en hún gerðist þar kirkjuhaldari. Hún segir gefandi og skemmtilegt að starfa í þessum aldna og fagra helgidómi. En hvert er hlutverk kirkjuhaldara? „Ég sé um það veraldlega en prestarnir það andlega,“ útskýrir hún. „Er með fjármálin á minni könnu og sé um viðhald kirkjunnar og safnaðarheimilisins, hvort tveggja eru merkilegar byggingar og ég fæ fagmenn í viðgerðir. Það reynir á að allt gangi upp, hér eru útvarpsupptökur, prestsvígslur og prósessíur. Þetta er höfuðkirkjan og hún þarf að halda í sínar gömlu, góðu hefðir. Svo er ég með prestunum að skipuleggja starfið, þannig að þetta er mjög fjölbreytt vinna og sú skemmtilegasta sem ég hef unnið.“ Laufey segir úrvals starfsfólk í Dómkirkjunni, bæði lært og leikt. „Hér er einhuga og góð sóknarnefnd og fórnfúsir sjálfboðaliðar af báðum kynjum sem leggjast á eitt við að efla safnaðarstarfið.“ Hún nefnir sem dæmi Kirkjunefnd kvenna í Dómkirkjunni sem var stofnuð 1930 og hefur í áranna rás „lagt til ófá handtök, öll unnin af kærleika“, eins og hún orðar það. Getur þess líka að konur sem ekki séu í nefndinni komi færandi hendi þegar messukaffi er á borð borið. Saga Dómkirkjunnar er Laufeyju hugleikin. „Þetta hús geymir mikla sögu, bæði í gleði og sorg og mér finnst mikilvægt að hún gleymist ekki. Slökkvilið borgarinnar hafði til dæmis aðsetur í skrúðhúsinu í áratugi og því héldum við slökkviliðsmessu um daginn. Starfsmenn liðsins lásu ritningarlestra, þetta var mjög falleg stund.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. október 2016.
Lífið Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira