Ófaglærðum kennurum hefur fjölgað mest á Suðurnesjum Sveinn Arnarsson skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Mismunandi er eftir landshlutum hve hátt hlutfall faglærðra kennara vinnur í grunnskólum sveitarfélaganna. vísir/vilhelm Ófaglærðum kennurum í grunnskólum landsins fjölgar að nýju en þeim fækkaði mikið eftir hrun. Hlutfall ófaglærðra kennara er mjög misjafnt eftir landsvæðum og skera Vestfirðir og Suðurnes sig úr. Alls fjölgar um sextíu ófaglærða á landinu öllu milli áranna 2013 og 2015. Þar af er fjölgunin 57 á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum en aðeins fjölgar um þrjá ófaglærða á öllum hinum svæðum landsins. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í gær. Helgi Arnarson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, stærsta sveitarfélagsins á Suðurnesjum, segir sama vera að gerast nú og þegar atvinnuleysi var í lágmarki fyrir hrun. Menntaðir kennarar sæki í önnur vel launuð störf og því sé erfitt að manna kennarastöður með menntuðum kennurum á meðan. „Hér á Suðurnesjum erum við auðvitað með mjög stóran vinnustað sem Leifsstöð er og á meðan ferðaþjónustan blómstrar og völlurinn stækkar og stækkar virðist alltaf vera pláss fyrir vel launuð störf þar sem menntun og hæfni kennara nýtist mjög vel,“ segir Helgi. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir bæjarfélagið þurfa að skoða tölur Hagstofunnar. „Þetta er auðvitað eitt af því sem við skoðum reglulega og munum halda því áfram. Markmiðið er auðvitað að sem flestir kennarar séu menntaðir í faginu,“ segir Kjartan Már. Hafa ber í huga að Suðurnes eru hér öll undir og því gæti fjöldinn verið mismunandi milli bæjarfélaga innan landshlutans.Arna Lára Jónsdóttir, fomraður bæjarráðs ÍsafjarðarHæst hlutfall ófaglærðra kennara er á Vestfjörðum. Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, segir það ekki nýjar fregnir. „Sökum landfræðilegrar stöðu Vestfjarða hefur ávallt verið erfitt að manna stöður hér. En eftir að Háskólinn á Akureyri fór að bjóða upp á fjarnám í kennaranámi varð bylting hjá okkur þannig að kennarar gátu sótt menntun án þess að þurfa að flytja búferlum. Það breytti miklu fyrir okkur og menntunarstig kennaranna okkar,“ segir Arna Lára. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Ófaglærðum kennurum í grunnskólum landsins fjölgar að nýju en þeim fækkaði mikið eftir hrun. Hlutfall ófaglærðra kennara er mjög misjafnt eftir landsvæðum og skera Vestfirðir og Suðurnes sig úr. Alls fjölgar um sextíu ófaglærða á landinu öllu milli áranna 2013 og 2015. Þar af er fjölgunin 57 á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum en aðeins fjölgar um þrjá ófaglærða á öllum hinum svæðum landsins. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í gær. Helgi Arnarson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, stærsta sveitarfélagsins á Suðurnesjum, segir sama vera að gerast nú og þegar atvinnuleysi var í lágmarki fyrir hrun. Menntaðir kennarar sæki í önnur vel launuð störf og því sé erfitt að manna kennarastöður með menntuðum kennurum á meðan. „Hér á Suðurnesjum erum við auðvitað með mjög stóran vinnustað sem Leifsstöð er og á meðan ferðaþjónustan blómstrar og völlurinn stækkar og stækkar virðist alltaf vera pláss fyrir vel launuð störf þar sem menntun og hæfni kennara nýtist mjög vel,“ segir Helgi. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir bæjarfélagið þurfa að skoða tölur Hagstofunnar. „Þetta er auðvitað eitt af því sem við skoðum reglulega og munum halda því áfram. Markmiðið er auðvitað að sem flestir kennarar séu menntaðir í faginu,“ segir Kjartan Már. Hafa ber í huga að Suðurnes eru hér öll undir og því gæti fjöldinn verið mismunandi milli bæjarfélaga innan landshlutans.Arna Lára Jónsdóttir, fomraður bæjarráðs ÍsafjarðarHæst hlutfall ófaglærðra kennara er á Vestfjörðum. Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, segir það ekki nýjar fregnir. „Sökum landfræðilegrar stöðu Vestfjarða hefur ávallt verið erfitt að manna stöður hér. En eftir að Háskólinn á Akureyri fór að bjóða upp á fjarnám í kennaranámi varð bylting hjá okkur þannig að kennarar gátu sótt menntun án þess að þurfa að flytja búferlum. Það breytti miklu fyrir okkur og menntunarstig kennaranna okkar,“ segir Arna Lára.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira