Ekki gerð athugasemd ef CFC eyðublöðum er ekki skilað inn sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. maí 2016 15:49 Sigmundur Davíð birti bókhald sitt í dag til þess að færa sönnur á að hafa staðið í skilum. Hann hins vegar skilaði ekki inn CFC framtali, líkt og kveðið er á um eigi fólk félög á lágskattasvæðum. Samsett/Valli/Ernir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að ef hlutaðeigandi skattaðili leiðir skattstofna réttilega út á skattframtali sínu eða fylgiblaði án þess að fylla út CFC eyðublöð sé ekki gerð sérstök athugasemd við þann framtalsmáta verði skattstofnar réttilega ákvarðaðir. Ef vafi sé á slíku sé skorað á aðilann að bæta úr og skila CFC eyðublöðum ásamt fylgigögnum. „Eyðublöðin um CFC eru fyrst og fremst verkfæri til að leiða fram skattstofna en breyta í sjálfu sér engu um yfirferð skattframtala eða skattskyldu, hvort eyðublöðin séu fyllt út eða skattstofnar leiddir fram með öðrum hætti,“ segir Skúli Eggert. Hins vegar sé stefnt að því að gera útfyllingu CFC eyðublaða ófrávíkjanlega.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að stefnt sé að því að gera útfyllingu CFC eyðublaða ófrávíkjanlega. Vísir/Anton BrinkLíkt og greint var frá í dag opnaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, bókhald sitt og eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, vegna aflandsfélagsins Wintris Inc. Sigmundur greindi frá því á heimasíðu sinni að ekki hafi verið skilað inn svokölluðu CFC framtali vegna félagsins, enda hafi verið um að ræða verðbréfaeign í vörslu og fjárstýringu banka og tekjur af verðbréfum. CFC félag er erlent félag, sjóður eða stofnun sem staðsett eru á lágskattasvæðum en reglur um slík félög voru settar árið 2010.Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skattalagasérfræðingar hefðu sett spurningarmerki við orð Sigmundar um að honum hafi ekki verið skylt að skila inn CFC framtali. Það eigi ávallt að gera, annað sé ekki í samræmi við íslensk skattalög.Anna Sigurlaug Pálsdóttir átti félag sem skráð er á bresku jómfrúareyjunum.Vísir/ValliSigmundur sagði jafnframt að við framtalsgerð hafi verið horft í gegnum Wintris, eins og það hafi aldrei verið til og eignir þess skráðar sem bein eign Önnu Sigurlaugar frá því ári áður en CFC reglurnar tóku gildi. Skúli Eggert segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra aðila. Þó sé sú aðferð að horfa í gegnum aflandsfélag og færa eignir og tekjur beint inn á framtöl í sjálfu sér í samræmi við meginsjónarmið laga um tekjuskatt. „Við vissar aðstæður getur skattlagningin orðið lægri en þegar horft er í gegnum félag og fært beint inn á framtal,“ segir Skúli. Sigmundur fullyrti hins vegar á heimasíðu sinni að þessi leið sem hann hafi farið hafi skilað sér í hærri skattgreiðslum til ríkisins. Þá segir Skúli að unnið sé að því að gera CFC eyðublöð rafræn og ófrávíkjanleg. „Skattframtöl þar sem reynir á eignarhald lögaðila erlendis eru þannig að vélræn yfirferð er ekki framkvæmanleg. Ríkisskattstjóri hefur nú í undirbúningi að véltaka CFC eyðublöð þar sem tilteknir reitir verða númeraðir. Þegar því verki verður lokið mun útfylling eyðublaðanna verða ófrávíkjanleg.“ Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnar bókhaldið "Leiðrétting umsýslufélags á skráðu eignarhaldi 31. desember 2009 breytir engu um skattgreiðslur vegna Wintris,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 11. maí 2016 07:43 Setja spurningamerki við útskýringar Sigmundar Davíðs varðandi CFC-framtöl Sigmundur Davíð Gunnlaugsson opnaði bókhald sitt í dag. 11. maí 2016 12:03 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að ef hlutaðeigandi skattaðili leiðir skattstofna réttilega út á skattframtali sínu eða fylgiblaði án þess að fylla út CFC eyðublöð sé ekki gerð sérstök athugasemd við þann framtalsmáta verði skattstofnar réttilega ákvarðaðir. Ef vafi sé á slíku sé skorað á aðilann að bæta úr og skila CFC eyðublöðum ásamt fylgigögnum. „Eyðublöðin um CFC eru fyrst og fremst verkfæri til að leiða fram skattstofna en breyta í sjálfu sér engu um yfirferð skattframtala eða skattskyldu, hvort eyðublöðin séu fyllt út eða skattstofnar leiddir fram með öðrum hætti,“ segir Skúli Eggert. Hins vegar sé stefnt að því að gera útfyllingu CFC eyðublaða ófrávíkjanlega.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að stefnt sé að því að gera útfyllingu CFC eyðublaða ófrávíkjanlega. Vísir/Anton BrinkLíkt og greint var frá í dag opnaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, bókhald sitt og eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, vegna aflandsfélagsins Wintris Inc. Sigmundur greindi frá því á heimasíðu sinni að ekki hafi verið skilað inn svokölluðu CFC framtali vegna félagsins, enda hafi verið um að ræða verðbréfaeign í vörslu og fjárstýringu banka og tekjur af verðbréfum. CFC félag er erlent félag, sjóður eða stofnun sem staðsett eru á lágskattasvæðum en reglur um slík félög voru settar árið 2010.Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skattalagasérfræðingar hefðu sett spurningarmerki við orð Sigmundar um að honum hafi ekki verið skylt að skila inn CFC framtali. Það eigi ávallt að gera, annað sé ekki í samræmi við íslensk skattalög.Anna Sigurlaug Pálsdóttir átti félag sem skráð er á bresku jómfrúareyjunum.Vísir/ValliSigmundur sagði jafnframt að við framtalsgerð hafi verið horft í gegnum Wintris, eins og það hafi aldrei verið til og eignir þess skráðar sem bein eign Önnu Sigurlaugar frá því ári áður en CFC reglurnar tóku gildi. Skúli Eggert segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra aðila. Þó sé sú aðferð að horfa í gegnum aflandsfélag og færa eignir og tekjur beint inn á framtöl í sjálfu sér í samræmi við meginsjónarmið laga um tekjuskatt. „Við vissar aðstæður getur skattlagningin orðið lægri en þegar horft er í gegnum félag og fært beint inn á framtal,“ segir Skúli. Sigmundur fullyrti hins vegar á heimasíðu sinni að þessi leið sem hann hafi farið hafi skilað sér í hærri skattgreiðslum til ríkisins. Þá segir Skúli að unnið sé að því að gera CFC eyðublöð rafræn og ófrávíkjanleg. „Skattframtöl þar sem reynir á eignarhald lögaðila erlendis eru þannig að vélræn yfirferð er ekki framkvæmanleg. Ríkisskattstjóri hefur nú í undirbúningi að véltaka CFC eyðublöð þar sem tilteknir reitir verða númeraðir. Þegar því verki verður lokið mun útfylling eyðublaðanna verða ófrávíkjanleg.“
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnar bókhaldið "Leiðrétting umsýslufélags á skráðu eignarhaldi 31. desember 2009 breytir engu um skattgreiðslur vegna Wintris,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 11. maí 2016 07:43 Setja spurningamerki við útskýringar Sigmundar Davíðs varðandi CFC-framtöl Sigmundur Davíð Gunnlaugsson opnaði bókhald sitt í dag. 11. maí 2016 12:03 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Sigmundur Davíð opnar bókhaldið "Leiðrétting umsýslufélags á skráðu eignarhaldi 31. desember 2009 breytir engu um skattgreiðslur vegna Wintris,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 11. maí 2016 07:43
Setja spurningamerki við útskýringar Sigmundar Davíðs varðandi CFC-framtöl Sigmundur Davíð Gunnlaugsson opnaði bókhald sitt í dag. 11. maí 2016 12:03