Alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi við Sólheimasand á ellefta tímanum í kvöld þegar ekið var á gangandi vegfaranda.
Tilkynning um slysið barst lögreglunni þegar klukkuna vantaði átta mínútur í ellefu en veginum hefur verið lokað í báðar áttir um óákveðinn tíma.
Lögreglan segir ekki hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
