Ungmenni funduðu um innflytjenda- og flóttamannamál í Evrópu Sæunn Gísladóttir skrifar 6. október 2016 13:15 Þrjátíu sjálfboðaliðar frá þremur löndum komu til landsins til að taka þátt. Mynd/AFS Í síðustu viku komu til landsins 30 sjálfboðaliðar frá þremur löndum til þess að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu á vegum AFS á Íslandi. Þetta var samvinnuverkefni fjögurra AFS deilda frá Íslandi, Þýskalandi, Slóvakíu og Portúgal og kallast á ensku Chapter Exchange (ChapEx) eða svokölluð deildaskipti. AFS á Íslandi eru friðar- og fræðslusamtök sem vinna að markmiðum sínum um aukna vitneskju fólks um margbreytileika ólíkra menningarsamfélaga í gegnum nemendaskipti ungs fólks Þetta er í þriðja skipti sem sjálfboðaliðar AFS á Íslandi taka þátt í og undirbúa slíka ráðstefnu og er viðfangsefnið mismunandi í hvert skipti. Verkefnið hóf göngu sína á Íslandi með vikulangri ráðstefnu um innflytjenda- og flóttamannamál í Evrópu en titill verkefnisins í þetta skipti var „Changes through action: Seeing beyond our national identity and exploring the multicultural Europe“. Þátttakendur fengu fyrirlestra um fjölmenningu, innflytjendur og flóttamenn auk þess sem þátttökulöndin undirbjuggu einnig smiðjur til þess að deila með hinum þátttakendunum. Í vikunni gafst einnig tími til þess að byrja sín eigin verkefni og það komu margar góðar tillögur að framtíðarverkefnum úr þeirri hugmyndavinnu. Verkefnið var styrkt af Evrópu unga fólksins og síðasta vika var einungis byrjunin á hringnum - það verða haldnar þrjár ráðstefnur í viðbót í hverju landi fyrir sig á sex mánaða fresti og mun sú næsta eiga sér stað í Portúgal í febrúar. Sjálfboðaliðarnir dvöldu í fjóra daga í Hlíðardalsskóla við Þorlákshöfn og fjóra daga í Reykjavík. Íslensku sjálfboðaliðarnir unnu hörðum höndum mánuðum saman við að undirbúa komu erlendu sjálfboðaliðanna og ríkti mikil ánægja með verkefnið í heild sinni. Til viðbótar við fyrirlestrana og smiðjurnar fengu gestirnir að kynnast íslenskri menningu og að fara hinn víðfræga gullna hring. Á lokadegi ráðstefnunnar tóku sjálfboðaliðarnir þátt í IDD eða Intercultural Dialogue Day sem átti sér stað í Hinu húsinu þann 1. október. IDD leggur upp úr því að fagna fjölbreytileikanum og er síðasta fimmtudaginn í september á hverju ári - í þetta skiptið var honum fagnað á laugardeginum eftir IDD hins vegar. AFS á Íslandi stóð fyrir viðburðinum og fengu þátttakendur ChapEx að taka stóran þátt í honum með því að halda og bjóða fólki á smiðjur um fjölbreytileika og fjölmenningu. Þátttakendur verkefnisins flugu svo heim á sunnudaginn eftir vel heppnaða viku og hlakka mikið til næstu ráðstefna. Flóttamenn Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Í síðustu viku komu til landsins 30 sjálfboðaliðar frá þremur löndum til þess að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu á vegum AFS á Íslandi. Þetta var samvinnuverkefni fjögurra AFS deilda frá Íslandi, Þýskalandi, Slóvakíu og Portúgal og kallast á ensku Chapter Exchange (ChapEx) eða svokölluð deildaskipti. AFS á Íslandi eru friðar- og fræðslusamtök sem vinna að markmiðum sínum um aukna vitneskju fólks um margbreytileika ólíkra menningarsamfélaga í gegnum nemendaskipti ungs fólks Þetta er í þriðja skipti sem sjálfboðaliðar AFS á Íslandi taka þátt í og undirbúa slíka ráðstefnu og er viðfangsefnið mismunandi í hvert skipti. Verkefnið hóf göngu sína á Íslandi með vikulangri ráðstefnu um innflytjenda- og flóttamannamál í Evrópu en titill verkefnisins í þetta skipti var „Changes through action: Seeing beyond our national identity and exploring the multicultural Europe“. Þátttakendur fengu fyrirlestra um fjölmenningu, innflytjendur og flóttamenn auk þess sem þátttökulöndin undirbjuggu einnig smiðjur til þess að deila með hinum þátttakendunum. Í vikunni gafst einnig tími til þess að byrja sín eigin verkefni og það komu margar góðar tillögur að framtíðarverkefnum úr þeirri hugmyndavinnu. Verkefnið var styrkt af Evrópu unga fólksins og síðasta vika var einungis byrjunin á hringnum - það verða haldnar þrjár ráðstefnur í viðbót í hverju landi fyrir sig á sex mánaða fresti og mun sú næsta eiga sér stað í Portúgal í febrúar. Sjálfboðaliðarnir dvöldu í fjóra daga í Hlíðardalsskóla við Þorlákshöfn og fjóra daga í Reykjavík. Íslensku sjálfboðaliðarnir unnu hörðum höndum mánuðum saman við að undirbúa komu erlendu sjálfboðaliðanna og ríkti mikil ánægja með verkefnið í heild sinni. Til viðbótar við fyrirlestrana og smiðjurnar fengu gestirnir að kynnast íslenskri menningu og að fara hinn víðfræga gullna hring. Á lokadegi ráðstefnunnar tóku sjálfboðaliðarnir þátt í IDD eða Intercultural Dialogue Day sem átti sér stað í Hinu húsinu þann 1. október. IDD leggur upp úr því að fagna fjölbreytileikanum og er síðasta fimmtudaginn í september á hverju ári - í þetta skiptið var honum fagnað á laugardeginum eftir IDD hins vegar. AFS á Íslandi stóð fyrir viðburðinum og fengu þátttakendur ChapEx að taka stóran þátt í honum með því að halda og bjóða fólki á smiðjur um fjölbreytileika og fjölmenningu. Þátttakendur verkefnisins flugu svo heim á sunnudaginn eftir vel heppnaða viku og hlakka mikið til næstu ráðstefna.
Flóttamenn Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira