Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál gegn ríkinu til meðferðar Þórdís Valsdóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Mannréttindadómstóllinn mun taka tvö mál gegn íslenska ríkinu til efnislegrar meðferðar, m.a. mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar. vísir/Pjetur Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest að dómurinn muni taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar gegn íslenska ríkinu til umfjöllunar sem og mál Styrmis Þórs Bragasonar gegn ríkinu. Í lok nóvember 2013 staðfesti dómurinn að mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði tekið til meðferðar. Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson voru árið 2013 dæmdir til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá verjendastörfum í Al-Thani málinu. Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka var dæmdur í eins árs fangelsi sama ár í Exeter-málinu. Ragnar H. Hall segist hafa fengið bréf frá dómstólnum á mánudag. „Við erum afskaplega sáttir við að þetta mál fái efnislega meðferð, þá meðferð sem við teljum að sé eðlileg,“ segir Ragnar. Aðspurður segir Ragnar að þeir Gestur hafi verið vongóðir um að dómstóllinn myndi fjalla um mál þeirra. „Við töldum að það hefði augljóslega verið brotinn réttur á okkur samkvæmt mannréttindasáttmálanum. Við hefðum ekki kært þetta nema af því að við töldum okkur hafa góðar vonir um að þetta fengi sína meðferð,“ segir Ragnar. Mannréttindadómstóll Evrópu tók á árunum 2000 til 2015 einungis um þrjú prósent þeirra mála sem kærð voru til dómsins til efnislegrar meðferðar. „Það fer gríðarlegur fjöldi af málum til dómstólsins og það eru mjög öflugar síur sem sigta út þau mál sem þeir telja að séu þess eðlis að fjalla eigi um,“ segir Ragnar og bætir við að þau mál gegn íslenska ríkinu sem dómstóllinn hefur ákveðið að taka til meðferðar hafi yfirleitt falið í sér áfelli á hendur ríkinu. Dómstóllinn hefur kveðið upp dóm í níu prósent þeirra mála sem höfðuð voru gegn íslenska ríkinu á sama tímabili en í áttatíu prósent þeirra var íslenska ríkið dæmt fyrir brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Í tuttugu prósent tilfella hefur íslenska ríkið samið við viðkomandi borgara um lyktir málsins. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest að dómurinn muni taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar gegn íslenska ríkinu til umfjöllunar sem og mál Styrmis Þórs Bragasonar gegn ríkinu. Í lok nóvember 2013 staðfesti dómurinn að mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði tekið til meðferðar. Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson voru árið 2013 dæmdir til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá verjendastörfum í Al-Thani málinu. Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka var dæmdur í eins árs fangelsi sama ár í Exeter-málinu. Ragnar H. Hall segist hafa fengið bréf frá dómstólnum á mánudag. „Við erum afskaplega sáttir við að þetta mál fái efnislega meðferð, þá meðferð sem við teljum að sé eðlileg,“ segir Ragnar. Aðspurður segir Ragnar að þeir Gestur hafi verið vongóðir um að dómstóllinn myndi fjalla um mál þeirra. „Við töldum að það hefði augljóslega verið brotinn réttur á okkur samkvæmt mannréttindasáttmálanum. Við hefðum ekki kært þetta nema af því að við töldum okkur hafa góðar vonir um að þetta fengi sína meðferð,“ segir Ragnar. Mannréttindadómstóll Evrópu tók á árunum 2000 til 2015 einungis um þrjú prósent þeirra mála sem kærð voru til dómsins til efnislegrar meðferðar. „Það fer gríðarlegur fjöldi af málum til dómstólsins og það eru mjög öflugar síur sem sigta út þau mál sem þeir telja að séu þess eðlis að fjalla eigi um,“ segir Ragnar og bætir við að þau mál gegn íslenska ríkinu sem dómstóllinn hefur ákveðið að taka til meðferðar hafi yfirleitt falið í sér áfelli á hendur ríkinu. Dómstóllinn hefur kveðið upp dóm í níu prósent þeirra mála sem höfðuð voru gegn íslenska ríkinu á sama tímabili en í áttatíu prósent þeirra var íslenska ríkið dæmt fyrir brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Í tuttugu prósent tilfella hefur íslenska ríkið samið við viðkomandi borgara um lyktir málsins.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira