Deilan harðnar hjá ISAL í Straumsvík Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Yfirmenn álversins í Straumsvík við uppskipun áls í flutningaskip um miðjan dag í gær. vísir/Ernir „Deilan hefur heldur þyngst,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, um stöðuna í kjaradeilu starfsmanna við ISAL, álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Í gær hófst á hádegi lestun áls um borð í þriðja flutningaskipið sem komið hefur til Straumsvíkur frá því að félagsmenn Hlífar sem starfa við uppskipunina hófu verkfall. Skipin koma vikulega. Yfirmenn í álverinu hafa gengið í störf starfsmanna sem í verkfalli eru, samkvæmt lögbannsúrskurði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar„Mér sýnist þetta vera sami hópurinn sem er í þessu. Þeir geta stokkið í þetta forstjórarnir svona eftir því sem skip koma,“ segir Kolbeinn. Verkalýðsfélögin geti lítið gert á meðan úrskurður Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu standi. Úrskurðurinn hafi hins vegar verið kærður til Héraðsdóms Reykjaness og málið hafi átt að taka fyrir í gær. „En svo tekur tíma að fá málið í gegn um ferlið þar og á meðan þá geta þeir haldið uppteknum hætti.“ Enn eigi hins vegar eftir að koma í ljós hversu langan tíma þetta taki. Kolbeinn segir viðræður um leið hafa verið í gangi. „Þeir lögðu fram tilboð á síðasta fundi sem við vorum ekki alls kostar sáttir við og erum að fara að kynna samninganefndinni okkar á morgun [í dag]. Það var frekar skref aftur á bak heldur en hitt.“ ISAL haldi sig fast við kröfuna um að fá út úr kjarasamningi við starfsmenn hömlur sem settar eru á að fyrirtækið geti ráðið verktaka til starfa. „Það er númer eitt tvö og þrjú hjá þeim. Og tilboðið sem við erum að fara að kynna er ekki í takt við það sem verið var að ræða fyrir síðasta fund.“ Ál hefur aðeins safnast upp á hafnarbakkanum í Straumsvík, þar sem afköst yfirmanna í álverinu hafa ekki verið þau sömu og starfsmannanna sem verkunum sinna alla jafna. Lestun í síðasta skip segir Kolbeinn þó hafa farið nálægt þeim 4.000 þúsund tonnum sem alla jafna eiga að fara með skipinu, en þá fór skipið með um 3.500 tonn af áli. „Það safnast eitthvað upp. Það eru fjögur til fimm þúsund tonn sem liggja hér ófarin, og átta þúsund tonn kannski núna þegar þetta skip er ólestað. Þetta hleðst smám saman upp.“ Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira
„Deilan hefur heldur þyngst,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, um stöðuna í kjaradeilu starfsmanna við ISAL, álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Í gær hófst á hádegi lestun áls um borð í þriðja flutningaskipið sem komið hefur til Straumsvíkur frá því að félagsmenn Hlífar sem starfa við uppskipunina hófu verkfall. Skipin koma vikulega. Yfirmenn í álverinu hafa gengið í störf starfsmanna sem í verkfalli eru, samkvæmt lögbannsúrskurði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar„Mér sýnist þetta vera sami hópurinn sem er í þessu. Þeir geta stokkið í þetta forstjórarnir svona eftir því sem skip koma,“ segir Kolbeinn. Verkalýðsfélögin geti lítið gert á meðan úrskurður Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu standi. Úrskurðurinn hafi hins vegar verið kærður til Héraðsdóms Reykjaness og málið hafi átt að taka fyrir í gær. „En svo tekur tíma að fá málið í gegn um ferlið þar og á meðan þá geta þeir haldið uppteknum hætti.“ Enn eigi hins vegar eftir að koma í ljós hversu langan tíma þetta taki. Kolbeinn segir viðræður um leið hafa verið í gangi. „Þeir lögðu fram tilboð á síðasta fundi sem við vorum ekki alls kostar sáttir við og erum að fara að kynna samninganefndinni okkar á morgun [í dag]. Það var frekar skref aftur á bak heldur en hitt.“ ISAL haldi sig fast við kröfuna um að fá út úr kjarasamningi við starfsmenn hömlur sem settar eru á að fyrirtækið geti ráðið verktaka til starfa. „Það er númer eitt tvö og þrjú hjá þeim. Og tilboðið sem við erum að fara að kynna er ekki í takt við það sem verið var að ræða fyrir síðasta fund.“ Ál hefur aðeins safnast upp á hafnarbakkanum í Straumsvík, þar sem afköst yfirmanna í álverinu hafa ekki verið þau sömu og starfsmannanna sem verkunum sinna alla jafna. Lestun í síðasta skip segir Kolbeinn þó hafa farið nálægt þeim 4.000 þúsund tonnum sem alla jafna eiga að fara með skipinu, en þá fór skipið með um 3.500 tonn af áli. „Það safnast eitthvað upp. Það eru fjögur til fimm þúsund tonn sem liggja hér ófarin, og átta þúsund tonn kannski núna þegar þetta skip er ólestað. Þetta hleðst smám saman upp.“
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira