Óður til Reykjavíkur – í lundablokk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2016 09:30 Salka er höfundur hins nýja verks sem sýnt er á Nýja sviði Borgarleikhússins. Vísir/Ernir Extravaganza er grátbroslegt gamanleikrit. Það fjallar um hana Lýdíu sem var búsett í félagsblokk en blokkin er tekin yfir af fasteignafélagi sem breytir henni í lundabúð og hótel. Að einhverju leyti er þetta óður til Reykjavíkur en sýningin gerist samt í óvenjulegum veruleika,“ segir Salka Guðmundsdóttir, leikskáld Borgarleikhússins, um nýjustu afurð sína. Extravaganza verður frumsýnt í kvöld í samstarfi við Soðið svið, leikhóp sem Salka rekur ásamt Aðalbjörgu Árnadóttur leikkonu. Spurð hvort um samtímaleikrit sé að ræða svarar Salka: „Við erum á dálítið óræðum tíma, leikmyndin vísar til dæmis bæði í fortíð og framtíð, þannig að við erum eiginlega til hliðar við allt.“ Leikmyndin er eftir Brynju Björnsdóttur. „Brynja þurfti að búa til lundabúð og hótel á tíu hæðum og það verkefni er mjög smekklega leyst – við köllum það lundablokkina.“ En fékk Lýdía að búa í lundablokkinni eftir breytingarnar. „Já, hún er eini íbúinn sem fékk að verða eftir gegn því að hún tæki að sér ákveðið starf í móttökunni við að afgreiða túristahraunmola og tékka fólk inn. Titillinn vísar til ráðstefnunnar Super Life Extravaganza í Düsseldorf – fyrir seljendur lífsstílsvörumerkisins Super Life – sem Lýdíu dreymir um að komast á. Þetta er bjartsýniskona, hún trúir því að ef hún sé nógu dugleg þá verði henni umbunað. Ætlar að standa sína pligt og treystir því að þá blessist allt. Við komumst að því hvort það gengur eftir.“Eitthvað dularfullt að gerast í lundablokkinni. Mynd/Hörður SveinssonLeikhúsgestir komast auðvitað að fleiru í sambandi við þetta hús og íbúa þess en þá leyndardóma ætla ég ekki að upplýsa hér. Hins vegar má það koma fram að músík blandast inn í verkið. Höfundur hljóðmyndar er Ólafur Björn Ólafsson og Salka segir hann dálítið að hylla gömlu revíutónlistina. María Heba Þorkelsdóttir leikur Lýdíu og í öðrum hlutverkum eru Aðalbjörg Árnadóttir, Hannes Óli Ágústsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Ragnheiður Skúladóttir leikstýrir. Salka segir um tvö ár frá því hún hóf að skrifa leikritið. „Síðasta hálfa árið hef ég unnið með leikstjóranum og leikhópnum og við slíkt samstarf tekur verk alltaf breytingum. En grunnhugmyndin hefur verið sú sama allan tímann. Ég sá svo sterkt fyrir mér þennan heim sem nú hefur verið skapaður af hinum frábæru listrænu stjórnendum sem vinna við uppsetninguna. Það er þar sem allt gerist.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. október 2016. Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Extravaganza er grátbroslegt gamanleikrit. Það fjallar um hana Lýdíu sem var búsett í félagsblokk en blokkin er tekin yfir af fasteignafélagi sem breytir henni í lundabúð og hótel. Að einhverju leyti er þetta óður til Reykjavíkur en sýningin gerist samt í óvenjulegum veruleika,“ segir Salka Guðmundsdóttir, leikskáld Borgarleikhússins, um nýjustu afurð sína. Extravaganza verður frumsýnt í kvöld í samstarfi við Soðið svið, leikhóp sem Salka rekur ásamt Aðalbjörgu Árnadóttur leikkonu. Spurð hvort um samtímaleikrit sé að ræða svarar Salka: „Við erum á dálítið óræðum tíma, leikmyndin vísar til dæmis bæði í fortíð og framtíð, þannig að við erum eiginlega til hliðar við allt.“ Leikmyndin er eftir Brynju Björnsdóttur. „Brynja þurfti að búa til lundabúð og hótel á tíu hæðum og það verkefni er mjög smekklega leyst – við köllum það lundablokkina.“ En fékk Lýdía að búa í lundablokkinni eftir breytingarnar. „Já, hún er eini íbúinn sem fékk að verða eftir gegn því að hún tæki að sér ákveðið starf í móttökunni við að afgreiða túristahraunmola og tékka fólk inn. Titillinn vísar til ráðstefnunnar Super Life Extravaganza í Düsseldorf – fyrir seljendur lífsstílsvörumerkisins Super Life – sem Lýdíu dreymir um að komast á. Þetta er bjartsýniskona, hún trúir því að ef hún sé nógu dugleg þá verði henni umbunað. Ætlar að standa sína pligt og treystir því að þá blessist allt. Við komumst að því hvort það gengur eftir.“Eitthvað dularfullt að gerast í lundablokkinni. Mynd/Hörður SveinssonLeikhúsgestir komast auðvitað að fleiru í sambandi við þetta hús og íbúa þess en þá leyndardóma ætla ég ekki að upplýsa hér. Hins vegar má það koma fram að músík blandast inn í verkið. Höfundur hljóðmyndar er Ólafur Björn Ólafsson og Salka segir hann dálítið að hylla gömlu revíutónlistina. María Heba Þorkelsdóttir leikur Lýdíu og í öðrum hlutverkum eru Aðalbjörg Árnadóttir, Hannes Óli Ágústsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Ragnheiður Skúladóttir leikstýrir. Salka segir um tvö ár frá því hún hóf að skrifa leikritið. „Síðasta hálfa árið hef ég unnið með leikstjóranum og leikhópnum og við slíkt samstarf tekur verk alltaf breytingum. En grunnhugmyndin hefur verið sú sama allan tímann. Ég sá svo sterkt fyrir mér þennan heim sem nú hefur verið skapaður af hinum frábæru listrænu stjórnendum sem vinna við uppsetninguna. Það er þar sem allt gerist.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. október 2016.
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira