Þverpólitísk sátt náðist fyrir sumarfrí Alþingis Sveinn Arnarsson skrifar 3. júní 2016 07:00 Bjarni Benediktsson mælti fyrir frumvarpi tengdu losun fjármagnshafta. vísir/Eyþór Fjölmörg frumvörp urðu að lögum á þingi í gær. Samvinna og pólitísk sátt einkenndi þennan síðasta þingdag fyrir sumarfrí. Þing kemur saman á ný í ágúst til að ljúka nokkrum málum fyrir kosningar. Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar voru ánægðar með gang þingstarfa.Ragnheiður Ríkharðsdóttir „Við erum hér að ljúka málum og ganga til atkvæða um þau. Það gengur mjög vel og þingstörf eru mjög skilvirk núna,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Þegar fólk vinnur saman eins og gert hefur verið í nefndum og vinnur að því að nálgast verkefni með lausnir í huga þá verða störfin mun skilvirkari fyrir vikið og fyrir það ættum við að gleðjast.“ Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, sagði störfin hafa gengið vel. „Ástæða þess að þetta rennur svo hratt í gegnum þingið í dag liggur í gífurlega mikilli vinnu þingnefnda og þeirrar sáttar sem hefur myndast í þeim. Atkvæðagreiðslan er í sjálfu sér minnsti hlutinn af þessu öllu saman og því lítur út fyrir að málin renni hér í gegn án umræðu,“ sagði Brynhildur. „Hér er verið að klára mörg ótrúlega flott mál sem sýnir gott samstarf.“Brynhildur Pétursdóttirmynd/sigtryggur ariMeðal stórra mála sem voru afgreidd má nefna ný heildarlög um útlendinga sem unnin voru og samþykkt í pólitískri sátt. Er það einsdæmi í Evrópu að lög um útlendinga fari í gegnum þjóðþing í sátt. Í öðrum ríkjum álfunnar hafa þing logað stafna á milli þegar frumvörp af þessu tagi eru til umræðu. Húsnæðislög Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra fóru einnig í gegn og samstaða náðist um nýtt greiðsluþátttökukerfi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Einnig var samþykkt ályktun um að kanna sölu Búnaðarbankans árið 2003. Eftir að Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi var búist við að samþykkt yrði frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ráðstafanir sem draga eiga úr áhættu sem verulegt fjármagnsinnstreymi getur skapað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Fjölmörg frumvörp urðu að lögum á þingi í gær. Samvinna og pólitísk sátt einkenndi þennan síðasta þingdag fyrir sumarfrí. Þing kemur saman á ný í ágúst til að ljúka nokkrum málum fyrir kosningar. Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar voru ánægðar með gang þingstarfa.Ragnheiður Ríkharðsdóttir „Við erum hér að ljúka málum og ganga til atkvæða um þau. Það gengur mjög vel og þingstörf eru mjög skilvirk núna,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Þegar fólk vinnur saman eins og gert hefur verið í nefndum og vinnur að því að nálgast verkefni með lausnir í huga þá verða störfin mun skilvirkari fyrir vikið og fyrir það ættum við að gleðjast.“ Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, sagði störfin hafa gengið vel. „Ástæða þess að þetta rennur svo hratt í gegnum þingið í dag liggur í gífurlega mikilli vinnu þingnefnda og þeirrar sáttar sem hefur myndast í þeim. Atkvæðagreiðslan er í sjálfu sér minnsti hlutinn af þessu öllu saman og því lítur út fyrir að málin renni hér í gegn án umræðu,“ sagði Brynhildur. „Hér er verið að klára mörg ótrúlega flott mál sem sýnir gott samstarf.“Brynhildur Pétursdóttirmynd/sigtryggur ariMeðal stórra mála sem voru afgreidd má nefna ný heildarlög um útlendinga sem unnin voru og samþykkt í pólitískri sátt. Er það einsdæmi í Evrópu að lög um útlendinga fari í gegnum þjóðþing í sátt. Í öðrum ríkjum álfunnar hafa þing logað stafna á milli þegar frumvörp af þessu tagi eru til umræðu. Húsnæðislög Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra fóru einnig í gegn og samstaða náðist um nýtt greiðsluþátttökukerfi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Einnig var samþykkt ályktun um að kanna sölu Búnaðarbankans árið 2003. Eftir að Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi var búist við að samþykkt yrði frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ráðstafanir sem draga eiga úr áhættu sem verulegt fjármagnsinnstreymi getur skapað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira