Hundruð barna á biðlista eftir plássi í skólahljómsveit Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. júní 2016 07:00 Snorri Heimisson og skólahljómsveit Breiðholts og Árbæjar. vísir/Anton brink Tæplega fjögur hundruð börn sem sóttu um tónlistarnám hjá skólahljómsveitum Reykjavíkurborgar á síðasta ári komust ekki að. Í ár stefnir aftur í mikla umframaðsókn í skólahljómsveitirnar. Nú þegar eru 170 börn á biðlista þótt umsóknarferlinu sé ekki lokið. Alls hafa sveitirnar heimild til að kenna 441 nemanda á hverju ári eða sem samsvarar 445 klukkustundum á mánuði. Þannig geta sveitirnar hagrætt starfi sínu með það í huga. Um það bil átta hundruð börn sóttu um pláss. Markmið skólahljómsveitanna er meðal annars að jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms. Snorri Heimisson, stjórnandi sveitar í Árbæ og Breiðholti, var með um 150 börn á biðlista í fyrra. Þá var hann með 118 nemendur. „Mér finnst þetta sorglegt, það eru mörg börn sem hafa tónlistarhæfileika og komast ekki að. Það er okkar reynsla. Ég á erfitt með það hvað biðlistarnir eru langir,“ segir Snorri. Stjórnendur hafi óskað eftir því að fá að taka við fleiri börnum. „Draumurinn er auðvitað að koma öllum börnunum að.“Reykjavíkurborg rekur fjórar skólahljómsveitir, skólahljómsveit Austurbæjar, skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar, skólahljómsveit Árbæjar, Norðlingaholts og Breiðholts og skólahljómsveit Grafarvogs, Úlfarsárdals og Grafarholts. Allar sveitirnar hafa heimild upp á 110,25 tónlistarnemendur, samtals 441 nemanda. Stjórnendur báðu um að fjölgað yrði í sveitunum sem hefðu þá 120 nemendur hver. Þeir vilja líka kaupa búnað og bæta kennsluaðstöðu. Reykjavíkurborg jafnaði nýverið fjölda plássa í hverri sveit eftir gagnrýni um mismunun eftir hverfum. Þannig var sveitin í Breiðholti og Árbæ aðeins með 90 pláss á meðan önnur hverfi höfðu mun fleiri. Plássum hefur hins vegar ekki fjölgað þrátt fyrir mikla aðsókn. Stjórnandi skólahljómsveitarinnar í Grafarvogi, Einar Jónsson, tekur undir með Snorra. „Umsóknarferlið er nýhafið og strax er komið töluvert umfram fjölda plássa. Aðsóknin fer vaxandi og ég tek eftir því að börn af erlendum uppruna sækja í meira mæli um. Það er jákvætt en ég myndi vilja bæta starfið fyrir þessi börn,“ segir Einar og segist myndu vilja stuðning vegna þessarar þróunar. „Það væri skemmtilegt að spila tónlist frá fleiri heimshornum til dæmis,“ segir Einar. „Tónlistarnámið okkar býður ekki upp á neina aðlögun að fjölmenningarsamfélaginu. Við erum ekki með starfsfólk sem talar erlend tungumál. Við viljum teygja okkur að fjölmenningarsamfélaginu en viljum fá stuðning til þess. Ég væri til í að taka þátt í slíku verkefni,“ segir Einar. Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu hjá skóla- og frístundasviði, segir rætt hjá borginni um breyttar þarfir vegna mikillar aðsóknar. „Við erum mörg sem myndum vilja að öll börn fengju að læra skipulega á hljóðfæri að lágmarki tvö til þrjú ár. Rannsóknir sýna að tónlistarnám hefur varanleg áhrif á almennan árangur,“ segir Sigfríður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Tæplega fjögur hundruð börn sem sóttu um tónlistarnám hjá skólahljómsveitum Reykjavíkurborgar á síðasta ári komust ekki að. Í ár stefnir aftur í mikla umframaðsókn í skólahljómsveitirnar. Nú þegar eru 170 börn á biðlista þótt umsóknarferlinu sé ekki lokið. Alls hafa sveitirnar heimild til að kenna 441 nemanda á hverju ári eða sem samsvarar 445 klukkustundum á mánuði. Þannig geta sveitirnar hagrætt starfi sínu með það í huga. Um það bil átta hundruð börn sóttu um pláss. Markmið skólahljómsveitanna er meðal annars að jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms. Snorri Heimisson, stjórnandi sveitar í Árbæ og Breiðholti, var með um 150 börn á biðlista í fyrra. Þá var hann með 118 nemendur. „Mér finnst þetta sorglegt, það eru mörg börn sem hafa tónlistarhæfileika og komast ekki að. Það er okkar reynsla. Ég á erfitt með það hvað biðlistarnir eru langir,“ segir Snorri. Stjórnendur hafi óskað eftir því að fá að taka við fleiri börnum. „Draumurinn er auðvitað að koma öllum börnunum að.“Reykjavíkurborg rekur fjórar skólahljómsveitir, skólahljómsveit Austurbæjar, skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar, skólahljómsveit Árbæjar, Norðlingaholts og Breiðholts og skólahljómsveit Grafarvogs, Úlfarsárdals og Grafarholts. Allar sveitirnar hafa heimild upp á 110,25 tónlistarnemendur, samtals 441 nemanda. Stjórnendur báðu um að fjölgað yrði í sveitunum sem hefðu þá 120 nemendur hver. Þeir vilja líka kaupa búnað og bæta kennsluaðstöðu. Reykjavíkurborg jafnaði nýverið fjölda plássa í hverri sveit eftir gagnrýni um mismunun eftir hverfum. Þannig var sveitin í Breiðholti og Árbæ aðeins með 90 pláss á meðan önnur hverfi höfðu mun fleiri. Plássum hefur hins vegar ekki fjölgað þrátt fyrir mikla aðsókn. Stjórnandi skólahljómsveitarinnar í Grafarvogi, Einar Jónsson, tekur undir með Snorra. „Umsóknarferlið er nýhafið og strax er komið töluvert umfram fjölda plássa. Aðsóknin fer vaxandi og ég tek eftir því að börn af erlendum uppruna sækja í meira mæli um. Það er jákvætt en ég myndi vilja bæta starfið fyrir þessi börn,“ segir Einar og segist myndu vilja stuðning vegna þessarar þróunar. „Það væri skemmtilegt að spila tónlist frá fleiri heimshornum til dæmis,“ segir Einar. „Tónlistarnámið okkar býður ekki upp á neina aðlögun að fjölmenningarsamfélaginu. Við erum ekki með starfsfólk sem talar erlend tungumál. Við viljum teygja okkur að fjölmenningarsamfélaginu en viljum fá stuðning til þess. Ég væri til í að taka þátt í slíku verkefni,“ segir Einar. Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu hjá skóla- og frístundasviði, segir rætt hjá borginni um breyttar þarfir vegna mikillar aðsóknar. „Við erum mörg sem myndum vilja að öll börn fengju að læra skipulega á hljóðfæri að lágmarki tvö til þrjú ár. Rannsóknir sýna að tónlistarnám hefur varanleg áhrif á almennan árangur,“ segir Sigfríður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira