Heimilin hafa notið góðs af lækkunum Sæunn Gísladóttir skrifar 16. apríl 2016 07:00 Olíuverð náði í vikunni hæstu hæðum á árinu eftir að hafa farið stiglækkandi frá því í ágúst 2014. vísir/Getty Íslensk heimili hafi notið góðs af lækkun á verði á hráolíu. Ef olíuverð hækkar á ný mun bensínverð hækka og verðbólga gæti stigið upp á við sem myndi hafa áhrif á húsnæðislán. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Olíuverð náði í vikunni hæstu hæðum á árinu eftir að hafa farið stiglækkandi frá því í ágúst 2014. Í mars sögðu forsvarsmenn Alþjóðaorkumálastofnunarinnar að vísbendingar væru um að hrávöruverð á olíu væri að verða stöðugt á ný og komi jafnvel til með að hækka.Erna Björg Sverrisdóttir. Mynd/Arion bankiAllir helstu hagsmunaaðilar í olíuframleiðslu funda saman á sunnudaginn. Miklar væntingar eru gerðar til fundarins þar sem ræddur verður möguleikinn á samstilltu átaki til að sporna gegn offramboði. Það gæti komið til með að hækka olíuverð á ný. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að olíuverð hafi bæði bein og óbein áhrif á íslensk heimili. „Hið almenna íslenska heimili hefur notið góðs af lækkunum. En ef einhverjir hafa hag af því að olíuverð sé hærra þá getur þetta haft neikvæð áhrif á þá,“ segir Erna. „Beinu áhrifin á íslensk heimili eru í gegnum rekstur bifreiða. Greiningardeildin fjallaði um það í febrúar að rekstur bifreiða telji til ellefu prósenta af neyslu heimila og áætlar að af þessu sé helmingurinn bensínverð. Áætla má þá að heimilin hafi sparað sjö milljarða króna í fyrra á olíuverðlækkun,“ segir Erna.„Það má líka gera ráð fyrir því að olíuverðslækkun, lækkun á hrávöru og styrking krónunnar hafi gefið fyrirtækjum landsins ákveðið svigrúm til að takast á við launahækkanir. Þetta hefur haldið aftur af verðbólguþrýstingi sem hefur áhrif á heimilin í gegnum verðtryggð lán. Mörg heimili eru með slík lán.“ „Ef olíuverð stendur í stað eða hækkar gæti því verðbólga stigið upp á við sem hefur áhrif á húsnæðislán,“ segir Erna. „Bensínverð er nú þegar aðeins farið að þokast upp.“ Erna telur að framtíðar olíuverð velti mikið á fundinum á sunnudaginn. „Ég gæti trúað því að ef ekki verður komist að samkomulagi muni olíuverð eitthvað lækka í kjölfarið," segir Erna Björg Sverrisdóttir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Íslensk heimili hafi notið góðs af lækkun á verði á hráolíu. Ef olíuverð hækkar á ný mun bensínverð hækka og verðbólga gæti stigið upp á við sem myndi hafa áhrif á húsnæðislán. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Olíuverð náði í vikunni hæstu hæðum á árinu eftir að hafa farið stiglækkandi frá því í ágúst 2014. Í mars sögðu forsvarsmenn Alþjóðaorkumálastofnunarinnar að vísbendingar væru um að hrávöruverð á olíu væri að verða stöðugt á ný og komi jafnvel til með að hækka.Erna Björg Sverrisdóttir. Mynd/Arion bankiAllir helstu hagsmunaaðilar í olíuframleiðslu funda saman á sunnudaginn. Miklar væntingar eru gerðar til fundarins þar sem ræddur verður möguleikinn á samstilltu átaki til að sporna gegn offramboði. Það gæti komið til með að hækka olíuverð á ný. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að olíuverð hafi bæði bein og óbein áhrif á íslensk heimili. „Hið almenna íslenska heimili hefur notið góðs af lækkunum. En ef einhverjir hafa hag af því að olíuverð sé hærra þá getur þetta haft neikvæð áhrif á þá,“ segir Erna. „Beinu áhrifin á íslensk heimili eru í gegnum rekstur bifreiða. Greiningardeildin fjallaði um það í febrúar að rekstur bifreiða telji til ellefu prósenta af neyslu heimila og áætlar að af þessu sé helmingurinn bensínverð. Áætla má þá að heimilin hafi sparað sjö milljarða króna í fyrra á olíuverðlækkun,“ segir Erna.„Það má líka gera ráð fyrir því að olíuverðslækkun, lækkun á hrávöru og styrking krónunnar hafi gefið fyrirtækjum landsins ákveðið svigrúm til að takast á við launahækkanir. Þetta hefur haldið aftur af verðbólguþrýstingi sem hefur áhrif á heimilin í gegnum verðtryggð lán. Mörg heimili eru með slík lán.“ „Ef olíuverð stendur í stað eða hækkar gæti því verðbólga stigið upp á við sem hefur áhrif á húsnæðislán,“ segir Erna. „Bensínverð er nú þegar aðeins farið að þokast upp.“ Erna telur að framtíðar olíuverð velti mikið á fundinum á sunnudaginn. „Ég gæti trúað því að ef ekki verður komist að samkomulagi muni olíuverð eitthvað lækka í kjölfarið," segir Erna Björg Sverrisdóttir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira