Heimilin hafa notið góðs af lækkunum Sæunn Gísladóttir skrifar 16. apríl 2016 07:00 Olíuverð náði í vikunni hæstu hæðum á árinu eftir að hafa farið stiglækkandi frá því í ágúst 2014. vísir/Getty Íslensk heimili hafi notið góðs af lækkun á verði á hráolíu. Ef olíuverð hækkar á ný mun bensínverð hækka og verðbólga gæti stigið upp á við sem myndi hafa áhrif á húsnæðislán. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Olíuverð náði í vikunni hæstu hæðum á árinu eftir að hafa farið stiglækkandi frá því í ágúst 2014. Í mars sögðu forsvarsmenn Alþjóðaorkumálastofnunarinnar að vísbendingar væru um að hrávöruverð á olíu væri að verða stöðugt á ný og komi jafnvel til með að hækka.Erna Björg Sverrisdóttir. Mynd/Arion bankiAllir helstu hagsmunaaðilar í olíuframleiðslu funda saman á sunnudaginn. Miklar væntingar eru gerðar til fundarins þar sem ræddur verður möguleikinn á samstilltu átaki til að sporna gegn offramboði. Það gæti komið til með að hækka olíuverð á ný. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að olíuverð hafi bæði bein og óbein áhrif á íslensk heimili. „Hið almenna íslenska heimili hefur notið góðs af lækkunum. En ef einhverjir hafa hag af því að olíuverð sé hærra þá getur þetta haft neikvæð áhrif á þá,“ segir Erna. „Beinu áhrifin á íslensk heimili eru í gegnum rekstur bifreiða. Greiningardeildin fjallaði um það í febrúar að rekstur bifreiða telji til ellefu prósenta af neyslu heimila og áætlar að af þessu sé helmingurinn bensínverð. Áætla má þá að heimilin hafi sparað sjö milljarða króna í fyrra á olíuverðlækkun,“ segir Erna.„Það má líka gera ráð fyrir því að olíuverðslækkun, lækkun á hrávöru og styrking krónunnar hafi gefið fyrirtækjum landsins ákveðið svigrúm til að takast á við launahækkanir. Þetta hefur haldið aftur af verðbólguþrýstingi sem hefur áhrif á heimilin í gegnum verðtryggð lán. Mörg heimili eru með slík lán.“ „Ef olíuverð stendur í stað eða hækkar gæti því verðbólga stigið upp á við sem hefur áhrif á húsnæðislán,“ segir Erna. „Bensínverð er nú þegar aðeins farið að þokast upp.“ Erna telur að framtíðar olíuverð velti mikið á fundinum á sunnudaginn. „Ég gæti trúað því að ef ekki verður komist að samkomulagi muni olíuverð eitthvað lækka í kjölfarið," segir Erna Björg Sverrisdóttir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Íslensk heimili hafi notið góðs af lækkun á verði á hráolíu. Ef olíuverð hækkar á ný mun bensínverð hækka og verðbólga gæti stigið upp á við sem myndi hafa áhrif á húsnæðislán. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Olíuverð náði í vikunni hæstu hæðum á árinu eftir að hafa farið stiglækkandi frá því í ágúst 2014. Í mars sögðu forsvarsmenn Alþjóðaorkumálastofnunarinnar að vísbendingar væru um að hrávöruverð á olíu væri að verða stöðugt á ný og komi jafnvel til með að hækka.Erna Björg Sverrisdóttir. Mynd/Arion bankiAllir helstu hagsmunaaðilar í olíuframleiðslu funda saman á sunnudaginn. Miklar væntingar eru gerðar til fundarins þar sem ræddur verður möguleikinn á samstilltu átaki til að sporna gegn offramboði. Það gæti komið til með að hækka olíuverð á ný. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að olíuverð hafi bæði bein og óbein áhrif á íslensk heimili. „Hið almenna íslenska heimili hefur notið góðs af lækkunum. En ef einhverjir hafa hag af því að olíuverð sé hærra þá getur þetta haft neikvæð áhrif á þá,“ segir Erna. „Beinu áhrifin á íslensk heimili eru í gegnum rekstur bifreiða. Greiningardeildin fjallaði um það í febrúar að rekstur bifreiða telji til ellefu prósenta af neyslu heimila og áætlar að af þessu sé helmingurinn bensínverð. Áætla má þá að heimilin hafi sparað sjö milljarða króna í fyrra á olíuverðlækkun,“ segir Erna.„Það má líka gera ráð fyrir því að olíuverðslækkun, lækkun á hrávöru og styrking krónunnar hafi gefið fyrirtækjum landsins ákveðið svigrúm til að takast á við launahækkanir. Þetta hefur haldið aftur af verðbólguþrýstingi sem hefur áhrif á heimilin í gegnum verðtryggð lán. Mörg heimili eru með slík lán.“ „Ef olíuverð stendur í stað eða hækkar gæti því verðbólga stigið upp á við sem hefur áhrif á húsnæðislán,“ segir Erna. „Bensínverð er nú þegar aðeins farið að þokast upp.“ Erna telur að framtíðar olíuverð velti mikið á fundinum á sunnudaginn. „Ég gæti trúað því að ef ekki verður komist að samkomulagi muni olíuverð eitthvað lækka í kjölfarið," segir Erna Björg Sverrisdóttir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira