Hrannar Pétursson kynnir forsetaframboð Bjarki Ármannsson skrifar 20. mars 2016 09:30 Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. Vísir Hrannar Pétursson mun í dag kynna framboð sitt til forseta Íslands. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á heimili hans að Garðastræti klukkan ellefu. Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu en um var að ræða tímabundna ráðningu þar sem hann starfaði undir Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra. Lauk hann störfum þar í lok október. Fjölmiðlar greindu frá því í desember að Hrannar íhugaði framboð, en hann var fyrst hvattur til þess að gefa kost á sér í héraðsfréttablaði Þingeyinga, Skarpa. Ritstjórnarskrifstofa blaðsins er á Húsavík, hvaðan Hrannar er ættaður. Í samtali við Vísi sagðist Hrannar þá hafa lengi haft áhuga á embættinu, sem hann teldi gríðarlega mikilvægt. „Ég er þeirrar skoðunar að forseti gegni bæði stjórnskipulegu hlutverki og samfélagslegu,“ sagði Hrannar. „Hann á að tala fyrir tilteknum gildum, hann á að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana, hann á að leggja sig fram um að sameina fólk en ekki sundra og vera sanngjarn, en í senn staðfastur, í því sem hann gerir.“ Í tilkynningu til fjölmiðla vegna fundarins er Hrannar ekki nefndur á nafn en honum lýst sem framsýnum og jafnréttissinnuðum frambjóðanda. Ljóst er að nokkur fjöldi fólks verður í framboði til forseta í sumar, þó línur muni skýrast þegar framboðsfrestur rennur út þann 20. maí. Fyrr í vikunni boðaði Halla Tómasdóttir fjárfestir framboð og Davíð Þór Jónsson héraðsprestur sagðist íhuga það af alvöru. Þá hafa þau Þorgrímur Þráinsson, Elísabet Jökulsdóttir, Hildur Þórðardóttir og Ástþór Magnússon meðal annarra gefið kost á sér.Uppfært 12.25: Hér fyrir neðan má sjá myndband frá fundinum í morgun.Ég bauð í pönnsur í morgun og um leið tilkynnti ég framboð mitt til forseta Íslands.Posted by Hrannar Pétursson on 20. mars 2016 Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Hrannar Pétursson mun í dag kynna framboð sitt til forseta Íslands. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á heimili hans að Garðastræti klukkan ellefu. Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu en um var að ræða tímabundna ráðningu þar sem hann starfaði undir Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra. Lauk hann störfum þar í lok október. Fjölmiðlar greindu frá því í desember að Hrannar íhugaði framboð, en hann var fyrst hvattur til þess að gefa kost á sér í héraðsfréttablaði Þingeyinga, Skarpa. Ritstjórnarskrifstofa blaðsins er á Húsavík, hvaðan Hrannar er ættaður. Í samtali við Vísi sagðist Hrannar þá hafa lengi haft áhuga á embættinu, sem hann teldi gríðarlega mikilvægt. „Ég er þeirrar skoðunar að forseti gegni bæði stjórnskipulegu hlutverki og samfélagslegu,“ sagði Hrannar. „Hann á að tala fyrir tilteknum gildum, hann á að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana, hann á að leggja sig fram um að sameina fólk en ekki sundra og vera sanngjarn, en í senn staðfastur, í því sem hann gerir.“ Í tilkynningu til fjölmiðla vegna fundarins er Hrannar ekki nefndur á nafn en honum lýst sem framsýnum og jafnréttissinnuðum frambjóðanda. Ljóst er að nokkur fjöldi fólks verður í framboði til forseta í sumar, þó línur muni skýrast þegar framboðsfrestur rennur út þann 20. maí. Fyrr í vikunni boðaði Halla Tómasdóttir fjárfestir framboð og Davíð Þór Jónsson héraðsprestur sagðist íhuga það af alvöru. Þá hafa þau Þorgrímur Þráinsson, Elísabet Jökulsdóttir, Hildur Þórðardóttir og Ástþór Magnússon meðal annarra gefið kost á sér.Uppfært 12.25: Hér fyrir neðan má sjá myndband frá fundinum í morgun.Ég bauð í pönnsur í morgun og um leið tilkynnti ég framboð mitt til forseta Íslands.Posted by Hrannar Pétursson on 20. mars 2016
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira