Hefur staðið á bryggjunni á Heimaey með brotaþolum sem upplifa svakalega skömm Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 21. júlí 2016 11:26 „Ég held að þetta sé skref í rétta átt,“ segir Hjalti Jónsson, formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, um þá ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, að gefa ekki upp fjölda tilkynntra kynferðisbrota til fjölmiðla daginn eftir. Ákvörðunin er umdeild en upplýst var um hana fyrir Verslunarmannahelgina í fyrra og er enn til umræðu. Hjalti ræddi málin í Bítinu í morgun og lýsti því hvernig áfallateymið starfaði. Klukkan tólf á hádegi hittist hópurinn á samráðsfundi. Á þeim tímapunkti séu sjaldnast öll kurl komin til grafar.Spyr sig hver ástæðan sé að birta upplýsingar „Hver er ástæðan til að birta allar upplýsingar þegar við erum ekki með allar upplýsingar?“ spyr Hjalti. „Jafnvel að tala um brot sem síðar er dregið til baka? Eða brot þar sem brotaþoli er í miklu tilfinningalegu uppnámi?“ Hjalti hefur starfað með áfallateyminu í mörg ár. Hann segir að Vestmannaeyjar séu lítið bæjarfélag og minnir á að Ísland sé lítið land. „Ég sést keyra einstakling upp á flugvöll eða niður í skip. Í fréttum er talað um nauðgun í Vestmannaeyjum. Fólk fer strax að leggja saman tvo og tvo,“ segir Hjalti sem hefur lent í erfiðum aðstæðum. „Ég hef lent í þessum aðstæðum þar sem brotaþolar hafa átt mjög erfitt með að horfa framan í fólk niðri við bryggju, spurt mig mikið út í það, hvað ætli þetta fólk sé að hugsa um núna? Skömmin er svo svakalega mikil.“Telur umræðuna á lágu plani Ákvörðun Páleyjar hefur verið sögð þöggunartilburðir. Hjalti telur þá umræðu á lágu plani. „Það sem kom mér á óvart er þessi tengsl við þöggun. Mér finnst sú umræða á mjög lágu plani. Það er verið að blanda saman hugtökum sem eiga ekki samleið. Það er ekki verið að tala um þöggun þótt þú sért að bíða með upplýsingar. Þöggun er ef þú veitir engar upplýsingar.“ Spurður hvort ástæða er til að hafa áhyggjur af gestum sagði Hjalti að sjálfsögðu ekki. Hann sagði fólk ekki þurfa að hafa meiri áhyggjur af fólki sem fer á þjóðhátíð í Eyjum en öðrum hátíðum á Íslandi og víðar um heim. „Ég hef ekki séð tölur sem sýna að brot séu fleiri þar en annar staðar og þegar kemur að viðbragðinu þá þori ég að fullyrða að viðbragðið í Eyjum er með betra lagi þegar kemur að þessum málaflokki. Ég þekki það ekki af öðrum hátíðum á Íslandi en hef kynnt mér það hér í Danmörku og það kom mér á óvart hversu lítið viðbragð er hér úti.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hjalta í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Þáttastjórnandi Rásar 2 minnti fólk í Vestmannaeyjum á að nauðga heima hjá sér Ummælin lét Margrét Erla Maack falla í kjölfar viðtals við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum þar sem hún segir ekki almannahættu stafa af kynferðisbrotum. 20. júlí 2016 10:04 Quarashi mun spila í Eyjum og fordæma allt ofbeldi Sölvi Blöndal segir að ofbeldiskúltúr verði ekki liðinn. 21. júlí 2016 10:55 Úlfur Úlfur kallar eftir endurbótum á Þjóðhátíð „Verjum ekki það sem hefur verið illa gert í fortíðinni heldur reynum að nýta orkuna í að gera betur fyrir framtíðina.“ 20. júlí 2016 19:14 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
„Ég held að þetta sé skref í rétta átt,“ segir Hjalti Jónsson, formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, um þá ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, að gefa ekki upp fjölda tilkynntra kynferðisbrota til fjölmiðla daginn eftir. Ákvörðunin er umdeild en upplýst var um hana fyrir Verslunarmannahelgina í fyrra og er enn til umræðu. Hjalti ræddi málin í Bítinu í morgun og lýsti því hvernig áfallateymið starfaði. Klukkan tólf á hádegi hittist hópurinn á samráðsfundi. Á þeim tímapunkti séu sjaldnast öll kurl komin til grafar.Spyr sig hver ástæðan sé að birta upplýsingar „Hver er ástæðan til að birta allar upplýsingar þegar við erum ekki með allar upplýsingar?“ spyr Hjalti. „Jafnvel að tala um brot sem síðar er dregið til baka? Eða brot þar sem brotaþoli er í miklu tilfinningalegu uppnámi?“ Hjalti hefur starfað með áfallateyminu í mörg ár. Hann segir að Vestmannaeyjar séu lítið bæjarfélag og minnir á að Ísland sé lítið land. „Ég sést keyra einstakling upp á flugvöll eða niður í skip. Í fréttum er talað um nauðgun í Vestmannaeyjum. Fólk fer strax að leggja saman tvo og tvo,“ segir Hjalti sem hefur lent í erfiðum aðstæðum. „Ég hef lent í þessum aðstæðum þar sem brotaþolar hafa átt mjög erfitt með að horfa framan í fólk niðri við bryggju, spurt mig mikið út í það, hvað ætli þetta fólk sé að hugsa um núna? Skömmin er svo svakalega mikil.“Telur umræðuna á lágu plani Ákvörðun Páleyjar hefur verið sögð þöggunartilburðir. Hjalti telur þá umræðu á lágu plani. „Það sem kom mér á óvart er þessi tengsl við þöggun. Mér finnst sú umræða á mjög lágu plani. Það er verið að blanda saman hugtökum sem eiga ekki samleið. Það er ekki verið að tala um þöggun þótt þú sért að bíða með upplýsingar. Þöggun er ef þú veitir engar upplýsingar.“ Spurður hvort ástæða er til að hafa áhyggjur af gestum sagði Hjalti að sjálfsögðu ekki. Hann sagði fólk ekki þurfa að hafa meiri áhyggjur af fólki sem fer á þjóðhátíð í Eyjum en öðrum hátíðum á Íslandi og víðar um heim. „Ég hef ekki séð tölur sem sýna að brot séu fleiri þar en annar staðar og þegar kemur að viðbragðinu þá þori ég að fullyrða að viðbragðið í Eyjum er með betra lagi þegar kemur að þessum málaflokki. Ég þekki það ekki af öðrum hátíðum á Íslandi en hef kynnt mér það hér í Danmörku og það kom mér á óvart hversu lítið viðbragð er hér úti.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hjalta í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Þáttastjórnandi Rásar 2 minnti fólk í Vestmannaeyjum á að nauðga heima hjá sér Ummælin lét Margrét Erla Maack falla í kjölfar viðtals við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum þar sem hún segir ekki almannahættu stafa af kynferðisbrotum. 20. júlí 2016 10:04 Quarashi mun spila í Eyjum og fordæma allt ofbeldi Sölvi Blöndal segir að ofbeldiskúltúr verði ekki liðinn. 21. júlí 2016 10:55 Úlfur Úlfur kallar eftir endurbótum á Þjóðhátíð „Verjum ekki það sem hefur verið illa gert í fortíðinni heldur reynum að nýta orkuna í að gera betur fyrir framtíðina.“ 20. júlí 2016 19:14 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Þáttastjórnandi Rásar 2 minnti fólk í Vestmannaeyjum á að nauðga heima hjá sér Ummælin lét Margrét Erla Maack falla í kjölfar viðtals við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum þar sem hún segir ekki almannahættu stafa af kynferðisbrotum. 20. júlí 2016 10:04
Quarashi mun spila í Eyjum og fordæma allt ofbeldi Sölvi Blöndal segir að ofbeldiskúltúr verði ekki liðinn. 21. júlí 2016 10:55
Úlfur Úlfur kallar eftir endurbótum á Þjóðhátíð „Verjum ekki það sem hefur verið illa gert í fortíðinni heldur reynum að nýta orkuna í að gera betur fyrir framtíðina.“ 20. júlí 2016 19:14