Snúa þurfti við farþegavél Icelandair sem var á leið frá Keflavíkurflugvelli til Gautaborgar rétt eftir miðnætti í nótt en bilun kom upp í hreyfli skömmu eftir flugtak.
Að því er segir í frétt á vef RÚV voru 105 manns um borð í vélinni. Haft er eftir Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, að ráðstafanir verði gerðar fyrir þá. Fluginu til Gautaborgar hefur verið aflýst.
Líkt og greint hefur verið frá, var Keflavíkurflugvelli lokað milli tvö og sjö í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra og verður seinkun á millilandaflugi í dag vegna þessa.
Samkvæmt flugáætlun flugvallarins verða fyrstu brottfarir dagsins nú klukkan hálfátta en um er að ræða ferðir sem áttu að leggja af stað klukkan sex, hálfsjö og sjö.
Vél Icelandair snúið við vegna bilunar

Tengdar fréttir

Ekkert áætlunarflug um Keflavík í nótt
Ekkert áætlunarflug verður til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra.

Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta
Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra.