Margfalt ódýrari íbúðir fást úti á landi Sveinn Arnarsson skrifar 21. september 2016 07:00 Fermetraverð fasteigna eftir staðsetningu Langdýrustu fermetrana í íbúðarhúsnæði er að finna í Garðabæ og í póstnúmeri 101 í Reykjavík ef marka má íbúðir til sölu á fasteignavefjum landsins. Staðan er skelfileg og þúsundir íbúða þarf inn á markaðinn til að anna eftirspurn, að mati framkvæmdastjóra Félags fasteignasala. Fréttablaðið kannaði ásett verð fasteigna sem eru um 70 til 120 fermetrar að stærð vítt og breitt um landið. Einstaklingar í dag sem eru á leið út á fasteignamarkaðinn eru í mörgum tilvikum að leita sér að íbúð á þessu stærðarbili. Verðið er nokkuð mismunandi eftir því hvar íbúðirnar eru staðsettar. Einnig eru sum svæði að byggjast upp með mörgum nýjum íbúðum í dýrari kantinum. „Það er virkilega erfitt fyrir ungt fólk að kaupa sína fyrstu eign. Fólk þarf að eiga fimm til sex milljónir til að komast inn á markaðinn og það er ekki gefið,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Grétar segir það óskemmtilega stöðu sem gæti þá komið upp að börn efnaðra foreldra séu þá þau einu sem geti eignast fasteign. „Fólk sem á ákaflega lítið, nýkomið úr námi, þarf að reiða sig á foreldra eða aðra sem eiga nægilegt fé til að hjálpa. Það er staða sem margir standa frammi fyrir. Við erum að sjá að þeir sem eiga efnaða foreldra eru líklegri til að geta eignast fasteign,“ segir Grétar. Gríðarlegur munur er á fasteignaverði á milli höfuðborgarsvæðisins og síðan landsbyggðanna. Til að mynda er fasteignaverð á Akureyri aðeins hálfdrættingur á við það sem gerist í borginni. Fasteignaverð lækkar síðan tiltölulega hratt þegar komið er í nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar.Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri BúsetaAtvinnusóknarsvæði höfuðborgarsvæðisins hefur verið að stækka síðustu áratugina með bættum samgöngum. Er nú talað um að atvinnusóknarsvæðið nái um 45 mínútna akstursvegalengd frá Reykjavík. Því eru mörg dæmi um að einstaklingar sæki vinnu til borgarinnar þó þeir séu búsettir á Selfossi í austri eða nálægt Borgarnesi í norðri frá höfuðborgarsvæðinu. „Þess vegna þarf það fólk, sem ekki á kost á að kaupa í höfuðborginni, að skoða það hvort búseta utan borgarinnar er möguleg, setjast yfir hvort það sé leiðin til að komast inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Grétar. Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi, segir að hátt fasteignaverð sé ekki einu vandkvæðin við íslenskan fasteignamarkað. Íslenskur leigumarkaður eigi langt í land með að vera sambærilegur við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. „Almennur leigumarkaður hefur ekki verið til staðar á Íslandi að því leyti að séreignaráherslan hefur verið svo mikil. Þegar ég segi almennur leigumarkaður á ég við leigumarkað sem ekki er rekinn sem einhvers konar skammtímahagnaður eða gróðatækifæri fjárfesta,“ segir Benedikt. Að sögn Benedikts hafa íbúðafélög neytenda átt erfitt með að fóta sig. Engin slík félög hafi fótað sig á leigumarkaði, einungis húsnæðissamvinnufélög sem lítið hlutfall hafi á markaði. „Ekkert eftirlit er með leigumarkaði, engin skráning á starfseminni, ekkert aðhald hins opinbera og öfugt við Svíþjóð og Þýskaland til dæmis er ekkert neytendafélag til staðar til að skaffa neytendum íbúðir á sem lægstu verði,“ bætir Benedikt við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
Langdýrustu fermetrana í íbúðarhúsnæði er að finna í Garðabæ og í póstnúmeri 101 í Reykjavík ef marka má íbúðir til sölu á fasteignavefjum landsins. Staðan er skelfileg og þúsundir íbúða þarf inn á markaðinn til að anna eftirspurn, að mati framkvæmdastjóra Félags fasteignasala. Fréttablaðið kannaði ásett verð fasteigna sem eru um 70 til 120 fermetrar að stærð vítt og breitt um landið. Einstaklingar í dag sem eru á leið út á fasteignamarkaðinn eru í mörgum tilvikum að leita sér að íbúð á þessu stærðarbili. Verðið er nokkuð mismunandi eftir því hvar íbúðirnar eru staðsettar. Einnig eru sum svæði að byggjast upp með mörgum nýjum íbúðum í dýrari kantinum. „Það er virkilega erfitt fyrir ungt fólk að kaupa sína fyrstu eign. Fólk þarf að eiga fimm til sex milljónir til að komast inn á markaðinn og það er ekki gefið,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Grétar segir það óskemmtilega stöðu sem gæti þá komið upp að börn efnaðra foreldra séu þá þau einu sem geti eignast fasteign. „Fólk sem á ákaflega lítið, nýkomið úr námi, þarf að reiða sig á foreldra eða aðra sem eiga nægilegt fé til að hjálpa. Það er staða sem margir standa frammi fyrir. Við erum að sjá að þeir sem eiga efnaða foreldra eru líklegri til að geta eignast fasteign,“ segir Grétar. Gríðarlegur munur er á fasteignaverði á milli höfuðborgarsvæðisins og síðan landsbyggðanna. Til að mynda er fasteignaverð á Akureyri aðeins hálfdrættingur á við það sem gerist í borginni. Fasteignaverð lækkar síðan tiltölulega hratt þegar komið er í nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar.Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri BúsetaAtvinnusóknarsvæði höfuðborgarsvæðisins hefur verið að stækka síðustu áratugina með bættum samgöngum. Er nú talað um að atvinnusóknarsvæðið nái um 45 mínútna akstursvegalengd frá Reykjavík. Því eru mörg dæmi um að einstaklingar sæki vinnu til borgarinnar þó þeir séu búsettir á Selfossi í austri eða nálægt Borgarnesi í norðri frá höfuðborgarsvæðinu. „Þess vegna þarf það fólk, sem ekki á kost á að kaupa í höfuðborginni, að skoða það hvort búseta utan borgarinnar er möguleg, setjast yfir hvort það sé leiðin til að komast inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Grétar. Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi, segir að hátt fasteignaverð sé ekki einu vandkvæðin við íslenskan fasteignamarkað. Íslenskur leigumarkaður eigi langt í land með að vera sambærilegur við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. „Almennur leigumarkaður hefur ekki verið til staðar á Íslandi að því leyti að séreignaráherslan hefur verið svo mikil. Þegar ég segi almennur leigumarkaður á ég við leigumarkað sem ekki er rekinn sem einhvers konar skammtímahagnaður eða gróðatækifæri fjárfesta,“ segir Benedikt. Að sögn Benedikts hafa íbúðafélög neytenda átt erfitt með að fóta sig. Engin slík félög hafi fótað sig á leigumarkaði, einungis húsnæðissamvinnufélög sem lítið hlutfall hafi á markaði. „Ekkert eftirlit er með leigumarkaði, engin skráning á starfseminni, ekkert aðhald hins opinbera og öfugt við Svíþjóð og Þýskaland til dæmis er ekkert neytendafélag til staðar til að skaffa neytendum íbúðir á sem lægstu verði,“ bætir Benedikt við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira